Víkingar ekki bara tvöfaldir meistarar því þeir unnu í raun sexfalt í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 10:01 Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason með tvo bikara eftir síðasta tímabil sitt á ferlinum. Vísir/Hulda Margrét Víkingur bættu um helgina bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sinn frá því fyrir tveimur vikum og urðu þar með fyrstu tvöföldu meistarar karlafótboltans í heilan áratug. Víkingar unnu samt ekki bara tvöfalt í sumar því í raun unnu þeir sexfalt og urðu fyrstir til þess síðan yfirburðalið Skagamanna náði því sumarið 1993. Í fyrsta sinn í 28 ár vann því sama liðið alla titlana í boði hvort sem það eru liðstitlarnir tveir eða einstaklingstitlarnir fjórir. Sumarið 1993 varð ÍA bæði Íslands- og bikarmeistari en að auki var Sigurður Jónsson kosinn besti leikmaður deildarinnar og Þórður Guðjónsson var síðan valinn sá efnilegasti. Þórður var einnig markakóngur og Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson var síðan stoðsendingakóngur. Þessu hafði ekkert lið náð þar til í sumar þegar Víkingarnir náðu einnig sexu. Víkingur varð fyrsta liðið frá 2011 til að vinna tvöfalt en að auki var Nikolaj Hansen kosinn besti leikmaður deildarinnar og Kristall Máni Ingason sá efnilegasti. Hansen varð síðan markakóngur deildarinnar og stoðsendingakóngurinn var Salvadorinn Pablo Punyed. Eina annað liðið á þessari öld til þess að vinna tvöfalt, KR sumarið 2011, fékk bara þrenn verðlaun. Þeir unnu báða bikarana og svo var Hannes Þór Halldórsson kosinn leikmaður ársins. ÍBV átti efnilegasta leikmanninn (Þórarinn Ingi Valdimarsson), Stjarnan átti markakóng deildarinnar (Garðar Jóhannsson) og stoðsendingakóngarnir komu úr FH (Ólafur Páll Snorrason) og Keflavík (Guðmundur Steinarsson). Frá því að farið var að verðlauna leikmann ársins og efnilegasta leikmann ársins 1984 hafa aðeins lið ÍA 1993 og lið Víkings 2021 unnuð tvennuna og þau verðlaun líka. Alls hafa sjö lið unnið tvennuna frá 1984. Hér fyrir neðan eru einu liðið sem hafa náð að vinna fimmu eða sex í efstu deild karla síðan formlega var farið að taka saman stoðsendingar í deildinni. Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Víkingar unnu samt ekki bara tvöfalt í sumar því í raun unnu þeir sexfalt og urðu fyrstir til þess síðan yfirburðalið Skagamanna náði því sumarið 1993. Í fyrsta sinn í 28 ár vann því sama liðið alla titlana í boði hvort sem það eru liðstitlarnir tveir eða einstaklingstitlarnir fjórir. Sumarið 1993 varð ÍA bæði Íslands- og bikarmeistari en að auki var Sigurður Jónsson kosinn besti leikmaður deildarinnar og Þórður Guðjónsson var síðan valinn sá efnilegasti. Þórður var einnig markakóngur og Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson var síðan stoðsendingakóngur. Þessu hafði ekkert lið náð þar til í sumar þegar Víkingarnir náðu einnig sexu. Víkingur varð fyrsta liðið frá 2011 til að vinna tvöfalt en að auki var Nikolaj Hansen kosinn besti leikmaður deildarinnar og Kristall Máni Ingason sá efnilegasti. Hansen varð síðan markakóngur deildarinnar og stoðsendingakóngurinn var Salvadorinn Pablo Punyed. Eina annað liðið á þessari öld til þess að vinna tvöfalt, KR sumarið 2011, fékk bara þrenn verðlaun. Þeir unnu báða bikarana og svo var Hannes Þór Halldórsson kosinn leikmaður ársins. ÍBV átti efnilegasta leikmanninn (Þórarinn Ingi Valdimarsson), Stjarnan átti markakóng deildarinnar (Garðar Jóhannsson) og stoðsendingakóngarnir komu úr FH (Ólafur Páll Snorrason) og Keflavík (Guðmundur Steinarsson). Frá því að farið var að verðlauna leikmann ársins og efnilegasta leikmann ársins 1984 hafa aðeins lið ÍA 1993 og lið Víkings 2021 unnuð tvennuna og þau verðlaun líka. Alls hafa sjö lið unnið tvennuna frá 1984. Hér fyrir neðan eru einu liðið sem hafa náð að vinna fimmu eða sex í efstu deild karla síðan formlega var farið að taka saman stoðsendingar í deildinni. Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson)
Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson)
Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira