Hoppaði upp á gamlan liðsfélaga í stríðni en fékk rauða spjaldið að launum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 10:30 Luiz Felipe hoppar upp á axlir Joaquin Correa eftir að lokaflautið gall. Hann hefði betur sleppt því. Getty/Matteo Ciambelli Leikurinn er ekki búinn fyrr en það er flautað af en þá er samt ennþá tími til að fá rauða spjaldið. Því kynntist Lazio maðurinn Luiz Felipe á eigin skinni í Seríu A deildinni í fótbolta um helgina. Brasilíski miðvörðurinn fékk þá rauða spjaldið eftir lokaflautið í sigurleik Lazio á móti Internazionale. Það var engin ástæða til að skapa vandræði enda hans lið nýbúinn að landa flottum sigri en stundum taka menn upp á ótrúlegustu hlutum eins og sást í þessu tilfelli. Lazio s Luiz Felipe jumped on his friend and former team-mate Joaquin Correa after Lazio beat Inter 3-1 yesterday.It started a brawl, Felipe was shown a red card, and left the field in tears. pic.twitter.com/XvXKXgnhhr— B/R Football (@brfootball) October 17, 2021 Fyrir aðeins nokkrum mánuðum voru þeir Luiz Felipe og Joaquín Correa liðsfélagar hjá Lazio og að auki góðir vinir. Í ágúst fór Correa á láni til Inter. Það gekk vel hjá Correa og félögum í byrjun því þeir komust 1-0 yfir. Lazio tryggði sér hins vegar sigurinn með þremur mörkum frá þeim Ciro Immobile, Felipe Anderson og Sergej Milinkovic-Savic. Eftir að leiknum lauk þá ætlaði Luiz Felipe greinilega að stríða aðeins gamla liðsfélaganum með því að hoppa upp á axlir hans eins og að þær væru enn samherjar. Correa tók þessu illa og dómarinn enn verr því hann sýndi Luiz Felipe rauða spjaldið. Luiz Felipe reyndi að útskýra hegðun sína eftir leikinn. Joaquin Correa left Lazio to join Inter Milan on loan in the summer.Inter lost 3-1 to Lazio on Saturday and this is how his former teammate Luiz Felipe celebrated.It got him sent off pic.twitter.com/yxYi8q2vzF— ESPN FC (@ESPNFC) October 17, 2021 „Í lok leiksins þá hoppaði ég upp á axlir Tucu því hann er einn af bestu vinunum sem fótboltinn hefur gefið mér. Fjölskyldur okkar eru vinir og við höfum alltaf verið mjög nánir. Ég vildi faðma hann og grínast með úrslitin eins og vinskapur okkar leyfði. Ég varð bara of æstur,“ skrifaði Luiz Felipe á Instagram. „Eftir á að hyggja var þetta hvorki besti tíminn né rétti staðurinn til slíks. Ég vil biðja alla afsökunar sem ég móðgaði með þessu háttalagi mínu en ég ætlaði aldrei að sína neinum vanvirðingu, ekki honum, ekki öðrum leikmönnum, ekki Internazionale og ekki þeirra ástríðufullu stuðningsmönnum. Þetta var saklaust grín hjá manni sem þykir mjög vænt um Tucu,“ skrifaði Luiz Felipe. Ítalski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Sjá meira
Brasilíski miðvörðurinn fékk þá rauða spjaldið eftir lokaflautið í sigurleik Lazio á móti Internazionale. Það var engin ástæða til að skapa vandræði enda hans lið nýbúinn að landa flottum sigri en stundum taka menn upp á ótrúlegustu hlutum eins og sást í þessu tilfelli. Lazio s Luiz Felipe jumped on his friend and former team-mate Joaquin Correa after Lazio beat Inter 3-1 yesterday.It started a brawl, Felipe was shown a red card, and left the field in tears. pic.twitter.com/XvXKXgnhhr— B/R Football (@brfootball) October 17, 2021 Fyrir aðeins nokkrum mánuðum voru þeir Luiz Felipe og Joaquín Correa liðsfélagar hjá Lazio og að auki góðir vinir. Í ágúst fór Correa á láni til Inter. Það gekk vel hjá Correa og félögum í byrjun því þeir komust 1-0 yfir. Lazio tryggði sér hins vegar sigurinn með þremur mörkum frá þeim Ciro Immobile, Felipe Anderson og Sergej Milinkovic-Savic. Eftir að leiknum lauk þá ætlaði Luiz Felipe greinilega að stríða aðeins gamla liðsfélaganum með því að hoppa upp á axlir hans eins og að þær væru enn samherjar. Correa tók þessu illa og dómarinn enn verr því hann sýndi Luiz Felipe rauða spjaldið. Luiz Felipe reyndi að útskýra hegðun sína eftir leikinn. Joaquin Correa left Lazio to join Inter Milan on loan in the summer.Inter lost 3-1 to Lazio on Saturday and this is how his former teammate Luiz Felipe celebrated.It got him sent off pic.twitter.com/yxYi8q2vzF— ESPN FC (@ESPNFC) October 17, 2021 „Í lok leiksins þá hoppaði ég upp á axlir Tucu því hann er einn af bestu vinunum sem fótboltinn hefur gefið mér. Fjölskyldur okkar eru vinir og við höfum alltaf verið mjög nánir. Ég vildi faðma hann og grínast með úrslitin eins og vinskapur okkar leyfði. Ég varð bara of æstur,“ skrifaði Luiz Felipe á Instagram. „Eftir á að hyggja var þetta hvorki besti tíminn né rétti staðurinn til slíks. Ég vil biðja alla afsökunar sem ég móðgaði með þessu háttalagi mínu en ég ætlaði aldrei að sína neinum vanvirðingu, ekki honum, ekki öðrum leikmönnum, ekki Internazionale og ekki þeirra ástríðufullu stuðningsmönnum. Þetta var saklaust grín hjá manni sem þykir mjög vænt um Tucu,“ skrifaði Luiz Felipe.
Ítalski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Sjá meira