Íslenski boltinn

Að­stoðar Heimi á­fram á Hlíðar­enda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Túfa á hliðarlínunni í leik Vals og Bodø/Glimt í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Túfa á hliðarlínunni í leik Vals og Bodø/Glimt í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Vísir/Bára Dröfn

Srdjan Tufegdzic, eða Túfa eins og hann er nær alltaf kallaður, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Val. Hann verður því áfram aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar á Hlíðarenda.

Eftir skelfingar sumar hjá Valsmönnum hefur mikið verið rætt og ritað um markvarðarmál félagsins sem og önnur leikmannamál ásamt þjálfaramálum.

Guy Smit er kominn inn að því virðist sem nýr aðalmarkvörður félagsins og virðist sem Hannes Þór Halldórsson sé á förum. Kristinn Freyr Sigurðsson samdi við FH eftir að samningur hans á Hlíðarenda rann út. Eiríkur Þorvarðarson hefur látið af störfum sem markmannsþjálfari félagsins og þá var óvissa með framtíð Túfa.

Túfa – sem hefur til að mynda þjálfað KA og Grindavík – skrifaði í dag undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við félagið og ljóst að hann er ekki að fara neitt. 

Frá þessu var greint á Facebook-síðu Vals fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×