Rúnar blæs á tal um miðlungsframherja: Bæta sig við að fara í betra lið Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2021 16:01 Sigurður Bjartur Hallsson, Aron Snær Friðriksson og Stefan Alexander Ljubicic eru orðnir leikmenn KR. VÍSIR/VILHELM „Við erum að stækka hópinn og á sama tíma erum við að yngja upp og horfa til framtíðar,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í fótbolta. Félagið hefur fengið þrjá nýja leikmenn eftir síðasta tímabil. Framherjarnir Stefan Alexander Ljubicic og Sigurður Bjartur Hallsson eru mættir í Vesturbæinn. Stefan skoraði sex mörk fyrir HK í Pepsi Max-deildinni í sumar og Sigurður 17 mörk fyrir Grindavík í Lengjudeildinni. Rúnar er alls ekki sammála því að KR, sem endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, sé með þessu að sækja sér „miðlungsframherja“: „Það er nú ekki fallega sagt ef menn hugsa þannig. Við erum að taka leikmann sem skoraði 17 mörk í fyrstu deildinni og er efnilegur. Þó að hann sé 22 ára þá er þetta leikmaður sem við viljum gefa séns í efstu deild og sjá hvort hann geti skorað mörk þar líka. Stefan er búinn að vera erlendis í Brighton, kominn heim aftur og búinn að vera í HK í tvö ár. Hann skoraði sex mörk í sumar í liði sem að féll og er ekki sérstaklega mikið í sóknarleik eða að búa til færi. Hjá liði eins og KR, sem getur búið til fleiri fyrirgjafir fyrir stóran senter, þá ætti hann að geta skorað jafnmörg mörk eða fleiri. Leikmenn bæta sig yfirleitt við að fara í örlítið betra lið og við væntum þess að geta gert þá báða að betri leikmönnum, sem og Aron,“ segir Rúnar en KR hafði áður kynnt til sögunnar markvörðinn Aron Snæ Friðriksson sem kom frá Fylki. Klippa: KR kynnti nýja leikmenn Einn af nýju mönnunum er Stefan Alexander Ljubicic. Þessi stóri og sterki framherji hóf ferilinn hjá Keflavík en fór ungur til Brighton og varði þremur árum hjá enska félaginu. Hann kom svo til Grindavíkur 2019 og þaðan til HK ári síðar en stefnir á að komast í atvinnumennsku. Segir leikstíl KR henta sér betur „Ég ætla bara að sýna mig og gera mitt besta [fyrir KR]. Markmiðið er að komast út og vonandi gerist það á næstu árum, en nú hugsa ég um að standa mig með KR og í Evrópukeppni,“ segir Stefan sem vonast til að skora fleiri mörk í betra liði næsta sumar: „KR er stórt lið, með góða leikmenn, og spilar meira fyrir minn stíl. Bakverðirnir fara hátt upp og senda boltann fyrir markið, og ég er stór svo það er draumur fyrir senter að fá þessa hjálp frá bakvörðum. Ég er mjög spenntur og get bara ekki beðið. Ég er búinn að vera í HK og Grindavík, liðum í hópi sex neðstu, og mér finnst að eftir það sem ég sýndi í sumar eigi ég skilið að vera í liði í hópi sex efstu. Ég fíla samkeppnina og að vera hjá liði sem vill vinna,“ segir Stefan. Mun fleiri leikir kalla á stærri hóp Stefan og Sigurður eru 22 ára og Aron 24 ára, svo þeir þrír lækka meðalaldurinn í KR-liðinu. Rúnar segir það jafnframt mikilvægt að fá inn leikmenn til að stækka hópinn þar sem nú er ljóst að KR spilar í forkeppni Sambandsdeildarinnar auk þess sem til stendur að fjölga leikjum í efstu deild um fimm umferðir á næsta ári. „Við fáum til okkar mjög efnilega leikmenn sem eru líka með reynslu úr Pepsi-deildinni. Aron og Stefan hafa spilað mikið þar, og Sigurður hefur spilað vel fyrir Grindavík í fyrstu deildinni. Við erum að yngja upp en sjáum líka fram á mun fleiri leiki á næsta tímabili en verið hefur, þar sem að deildin verður hugsanlega spiluð með úrslitakeppni og við verðum í Evrópukeppni. Leikjum mun því fjölga töluvert,“ segir Rúnar. KR varð síðast Íslandsmeistari 2019 en það er eini titill félagsins frá árinu 2014 þegar Rúnar skildi við liðið sem bikarmeistara til að reyna fyrir sér erlendis. „Það er enginn ánægður í Vesturbænum ef við vinnum ekki titla,“ segir Rúnar. „Það eru allir að leggja mikið af mörkum til að bæta sín félög og fótboltinn á Íslandi hefur batnað. Það eru fleiri góð lið að berjast um titla. Samkeppnin er að aukast. Fyrir 10-15 árum voru oft bara tvö lið sem menn töldu geta unnið mótið en nú eru það 5-6 lið. Samkeppnin er hörð og við þurfum þess vegna aðeins að bæta í; auka samkeppnina, fjölga leikmönnum og vera samkeppnishæfari en í sumar og í fyrra,“ segir Rúnar. KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Framherjarnir Stefan Alexander Ljubicic og Sigurður Bjartur Hallsson eru mættir í Vesturbæinn. Stefan skoraði sex mörk fyrir HK í Pepsi Max-deildinni í sumar og Sigurður 17 mörk fyrir Grindavík í Lengjudeildinni. Rúnar er alls ekki sammála því að KR, sem endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra, sé með þessu að sækja sér „miðlungsframherja“: „Það er nú ekki fallega sagt ef menn hugsa þannig. Við erum að taka leikmann sem skoraði 17 mörk í fyrstu deildinni og er efnilegur. Þó að hann sé 22 ára þá er þetta leikmaður sem við viljum gefa séns í efstu deild og sjá hvort hann geti skorað mörk þar líka. Stefan er búinn að vera erlendis í Brighton, kominn heim aftur og búinn að vera í HK í tvö ár. Hann skoraði sex mörk í sumar í liði sem að féll og er ekki sérstaklega mikið í sóknarleik eða að búa til færi. Hjá liði eins og KR, sem getur búið til fleiri fyrirgjafir fyrir stóran senter, þá ætti hann að geta skorað jafnmörg mörk eða fleiri. Leikmenn bæta sig yfirleitt við að fara í örlítið betra lið og við væntum þess að geta gert þá báða að betri leikmönnum, sem og Aron,“ segir Rúnar en KR hafði áður kynnt til sögunnar markvörðinn Aron Snæ Friðriksson sem kom frá Fylki. Klippa: KR kynnti nýja leikmenn Einn af nýju mönnunum er Stefan Alexander Ljubicic. Þessi stóri og sterki framherji hóf ferilinn hjá Keflavík en fór ungur til Brighton og varði þremur árum hjá enska félaginu. Hann kom svo til Grindavíkur 2019 og þaðan til HK ári síðar en stefnir á að komast í atvinnumennsku. Segir leikstíl KR henta sér betur „Ég ætla bara að sýna mig og gera mitt besta [fyrir KR]. Markmiðið er að komast út og vonandi gerist það á næstu árum, en nú hugsa ég um að standa mig með KR og í Evrópukeppni,“ segir Stefan sem vonast til að skora fleiri mörk í betra liði næsta sumar: „KR er stórt lið, með góða leikmenn, og spilar meira fyrir minn stíl. Bakverðirnir fara hátt upp og senda boltann fyrir markið, og ég er stór svo það er draumur fyrir senter að fá þessa hjálp frá bakvörðum. Ég er mjög spenntur og get bara ekki beðið. Ég er búinn að vera í HK og Grindavík, liðum í hópi sex neðstu, og mér finnst að eftir það sem ég sýndi í sumar eigi ég skilið að vera í liði í hópi sex efstu. Ég fíla samkeppnina og að vera hjá liði sem vill vinna,“ segir Stefan. Mun fleiri leikir kalla á stærri hóp Stefan og Sigurður eru 22 ára og Aron 24 ára, svo þeir þrír lækka meðalaldurinn í KR-liðinu. Rúnar segir það jafnframt mikilvægt að fá inn leikmenn til að stækka hópinn þar sem nú er ljóst að KR spilar í forkeppni Sambandsdeildarinnar auk þess sem til stendur að fjölga leikjum í efstu deild um fimm umferðir á næsta ári. „Við fáum til okkar mjög efnilega leikmenn sem eru líka með reynslu úr Pepsi-deildinni. Aron og Stefan hafa spilað mikið þar, og Sigurður hefur spilað vel fyrir Grindavík í fyrstu deildinni. Við erum að yngja upp en sjáum líka fram á mun fleiri leiki á næsta tímabili en verið hefur, þar sem að deildin verður hugsanlega spiluð með úrslitakeppni og við verðum í Evrópukeppni. Leikjum mun því fjölga töluvert,“ segir Rúnar. KR varð síðast Íslandsmeistari 2019 en það er eini titill félagsins frá árinu 2014 þegar Rúnar skildi við liðið sem bikarmeistara til að reyna fyrir sér erlendis. „Það er enginn ánægður í Vesturbænum ef við vinnum ekki titla,“ segir Rúnar. „Það eru allir að leggja mikið af mörkum til að bæta sín félög og fótboltinn á Íslandi hefur batnað. Það eru fleiri góð lið að berjast um titla. Samkeppnin er að aukast. Fyrir 10-15 árum voru oft bara tvö lið sem menn töldu geta unnið mótið en nú eru það 5-6 lið. Samkeppnin er hörð og við þurfum þess vegna aðeins að bæta í; auka samkeppnina, fjölga leikmönnum og vera samkeppnishæfari en í sumar og í fyrra,“ segir Rúnar.
KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira