Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2021 17:39 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar þar sem hann segir að ríkisstjórnin, sem hann nefnir starfstjórn, þurfi að koma í veg fyrir sölu á „grunn-fjarskiptaneti landsins á meðan þingið hefur ekki komið saman og getur ekki gripið inn í,“ líkt og hann orðar það. Síminn tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu, en kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. „Þegar ákveðið var að stjórnvöld myndu styðja við ljósleiðaravæðingu landsins gerðum við það ekki til að svo væri hægt að selja allt kerfið til útlanda. Engin þróuð þjóð vill missa eigið fjarskiptakerfi og upplýsingarnar sem um það flæða út landi,“ skrifar Sigmundur Davíð. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila, að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málefni Mílu hafa verið rædd í þjóðaröryggisráði þar sem ríki heims séu að setja sér reglur um það að það sé ákveðin rýni sem fari fram þegar um sé að ræða erlendar fjárfestingar í því sem kallað er „mikilvægir innviðir“. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Alþingi Miðflokkurinn Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53 Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Sigmundar þar sem hann segir að ríkisstjórnin, sem hann nefnir starfstjórn, þurfi að koma í veg fyrir sölu á „grunn-fjarskiptaneti landsins á meðan þingið hefur ekki komið saman og getur ekki gripið inn í,“ líkt og hann orðar það. Síminn tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu, en kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land. „Þegar ákveðið var að stjórnvöld myndu styðja við ljósleiðaravæðingu landsins gerðum við það ekki til að svo væri hægt að selja allt kerfið til útlanda. Engin þróuð þjóð vill missa eigið fjarskiptakerfi og upplýsingarnar sem um það flæða út landi,“ skrifar Sigmundur Davíð. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila, að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málefni Mílu hafa verið rædd í þjóðaröryggisráði þar sem ríki heims séu að setja sér reglur um það að það sé ákveðin rýni sem fari fram þegar um sé að ræða erlendar fjárfestingar í því sem kallað er „mikilvægir innviðir“.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Alþingi Miðflokkurinn Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53 Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira
Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01
Fyrirhuguð sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði Fyrirhugað sala Símans á Mílu hefur verið tekin upp í þjóðaröryggisráði að sögn forsætisráðherra. RÚV greinir frá. 18. október 2021 19:53
Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni. 18. október 2021 11:52