„Það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2021 18:29 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar vill fund með ráðherrum til að ganga úr skugga að þjóðaröryggi Íslendinga sé ekki ógnað með sölu á Mílu, dótturfélagi Símans, til fransks fyrirtækis. Tryggja verði að viðkvæmar upplýsingar rati ekki í rangar hendur. Síminn hefur gert samkomulag við franska sjóðastýringafyrirtækið Ardian France SA um mögulega sölu á dótturfélaginu Mílu sem sér um innviði fjarskipta á landsvísu. Viðræðurnar hafa verið ræddar í þjóðaröryggisráði en forsætisráðherra hefur falið samgönguráðherra að tryggja að ákveðnum skilyrðum verði mætt við söluna svo hún ógni ekki þjóðaröryggi. Hvaða skilyrði það eru liggja ekki fyrir og vill formaður Viðreisnar svör við því. „Við þurfum einfaldlega að fara yfir það hvort þjóðaöryggisráð hafi ekki örugglega tryggt það að almannahagsmunir séu varðir, bæði flutningur á upplýsingum almennings og hins opinbera,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Samgönguráðherra segir aðeins um óvirka hluti að ræða við söluna en Þorgerður vill meina að þarna séu endastöðvar, bylgjulengdarkerfi, IP-NET og hluti GSM-netsins undir. Þegar ratsjárkerfið var sett upp árið 1992 hafi verið sett skilyrði að virkir hlutirnir væru framleiddir af NATÓ-þjóðum, annars ættu óvinveittar þjóðir greiðan aðgang að upplýsingum Íslendinga. „Það er ekki að ástæðulausu að fólk er með áhyggjur af því að það sé hægt að opna bakdyramegin fyrir upplýsingar. Það er það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á, að fara bakdyramegin inn í flutningskerfið.“ Formaður Miðflokksins vill að komið verði í veg fyrir söluna en Þorgerður Katrín segir mikilvægt að tryggja að upplýsingar rati ekki í rangar hendur. „Þetta ferli er búið að vera í næstum því 2 ár. Hvað hefur þjóðaöryggisráð verið að gera allan þann tíma, ég spyr mig.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Viðreisn Alþingi Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Síminn hefur gert samkomulag við franska sjóðastýringafyrirtækið Ardian France SA um mögulega sölu á dótturfélaginu Mílu sem sér um innviði fjarskipta á landsvísu. Viðræðurnar hafa verið ræddar í þjóðaröryggisráði en forsætisráðherra hefur falið samgönguráðherra að tryggja að ákveðnum skilyrðum verði mætt við söluna svo hún ógni ekki þjóðaröryggi. Hvaða skilyrði það eru liggja ekki fyrir og vill formaður Viðreisnar svör við því. „Við þurfum einfaldlega að fara yfir það hvort þjóðaöryggisráð hafi ekki örugglega tryggt það að almannahagsmunir séu varðir, bæði flutningur á upplýsingum almennings og hins opinbera,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Samgönguráðherra segir aðeins um óvirka hluti að ræða við söluna en Þorgerður vill meina að þarna séu endastöðvar, bylgjulengdarkerfi, IP-NET og hluti GSM-netsins undir. Þegar ratsjárkerfið var sett upp árið 1992 hafi verið sett skilyrði að virkir hlutirnir væru framleiddir af NATÓ-þjóðum, annars ættu óvinveittar þjóðir greiðan aðgang að upplýsingum Íslendinga. „Það er ekki að ástæðulausu að fólk er með áhyggjur af því að það sé hægt að opna bakdyramegin fyrir upplýsingar. Það er það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á, að fara bakdyramegin inn í flutningskerfið.“ Formaður Miðflokksins vill að komið verði í veg fyrir söluna en Þorgerður Katrín segir mikilvægt að tryggja að upplýsingar rati ekki í rangar hendur. „Þetta ferli er búið að vera í næstum því 2 ár. Hvað hefur þjóðaöryggisráð verið að gera allan þann tíma, ég spyr mig.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Viðreisn Alþingi Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01 Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Salan á Mílu ásættanleg að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila. 19. október 2021 13:01
Sigmundur vill að ríkisstjórnin grípi inn í Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, vill að ríkisstjórnin grípi inn í fyrirhugaða sölu Símans á Mílu. 19. október 2021 17:39