Guðlaug Edda segir fjórða mánuðinn þann erfiðasta: Vonin byrjar í myrkrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 10:32 Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona æfði fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í bílskúrnum heima í lítilli laug sem hún keypti í Costco eftir að sundlaugum var lokað vegna Covid-19. Leikunum var á endanum frestað til ársins 2021 og hún datt síðan út eftir að hún meiddist á mjöðm. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir vinnur markvisst af því að koma til baka eftir efið meiðsli og stóra aðgerð á mjöðm. Það er ekki alltaf dans á rósum í endurkomunni eins og hún segir frá í nýjum pistli. „Vonin byrjar í myrkrinu, þrjóska vonin um að ef þú bara mætir og reynir að gera hið rétta, þá muni allt ganga upp,“ byrjaði Guðlaug Edda pistil sinn sem hún skrifar á ensku. „Ég vildi óska að eftir þessa mánuði væri endurkoman bros, sólskin og í regnbogans litum en það er víst ekki svo. Ég er enn á ferð með endurkomulestinni eftir aðgerðina. Það er svo margt í mínu lífi sem ég stjórna ekki en ég keyri áfram og trúi að það munu skila sér ef ég reyni að gera rétta hluti á hverjum degi,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Fjórði mánuðurinn hefur verið sá erfiðasti hingað til frá aðgerðinni og það eru margar ástæður fyrir því. Ég er að æfa nokkuð eðlilega núna og mjöðmin sem aðgerðin var á er að verða sterkari og sterkari. Það hefur samt verið erfitt að vera ekki í formi og þurfa að æfa ein. Á sama tíma er ég að reyna að safna peningnum fyrir aðgerðinni, ég er að reyna að lifa lífinu og ég er enn að læra að treysta líkamanum mínum á ný,“ skrifar Guðlaug Edda. Það er enn hægt að hjálpa henni að safna fyrir aðgerðinni með því að styrkja hana hér. Það verður samt ekkert að því að hún keppi á síðustu þríþrautarmótum ársins. „Ég var að vonast til þess að geta tekið þátt í móti áður en tímabilið kláraðist en vissi samt að það yrði langsótt. Það var samt stjarnan mín í myrkrinu þegar ég var að komast fyrst af stað eftir aðgerðina. Ég hugsaði kannski of mikið um það. Þó að ég hafi getað æft og sé byrjuð að hlaupa aftur þá hef ég ekki nægan tíma til að koma mér í keppnisform. Ég gerði allt sem ég gat en það er ekki að hægt að flýta sér of mikið í þessu,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Guðlaug Edda hefur verið við æfingar í Bandaríkjunum en hefur nú tekið þá ákvörðun að koma aftur heim til Íslands til að sækja orku og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. „Um leið og ég tók þá ákvörðun að keppa ekki heltist yfir mig sorg, þunglyndi, vonbrigði og leiði. Þetta ár hefur ekki verið neitt annað en hörmulegt og ég er útkeyrð. Ég þarf tíma með mínu fólki til að endurræsa mig eftir að hafa eytt öllum tímanum mínum í Bandaríkjunum í aðgerð og endurhæfingu,“ skrifar Guðlaug Edda. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og vonandi tekst mér að sýna mitt besta í mörgum keppnum á næsta ári og kannski keppi ég í nokkrum keppnum hér líka. Takk fyrir árið 2021, ég er tilbúin fyrir 2022. Sjáumst bráðum í Reykjavík,“ skrifar Guðlaug Edda. Þríþraut Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann Sjá meira
„Vonin byrjar í myrkrinu, þrjóska vonin um að ef þú bara mætir og reynir að gera hið rétta, þá muni allt ganga upp,“ byrjaði Guðlaug Edda pistil sinn sem hún skrifar á ensku. „Ég vildi óska að eftir þessa mánuði væri endurkoman bros, sólskin og í regnbogans litum en það er víst ekki svo. Ég er enn á ferð með endurkomulestinni eftir aðgerðina. Það er svo margt í mínu lífi sem ég stjórna ekki en ég keyri áfram og trúi að það munu skila sér ef ég reyni að gera rétta hluti á hverjum degi,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Fjórði mánuðurinn hefur verið sá erfiðasti hingað til frá aðgerðinni og það eru margar ástæður fyrir því. Ég er að æfa nokkuð eðlilega núna og mjöðmin sem aðgerðin var á er að verða sterkari og sterkari. Það hefur samt verið erfitt að vera ekki í formi og þurfa að æfa ein. Á sama tíma er ég að reyna að safna peningnum fyrir aðgerðinni, ég er að reyna að lifa lífinu og ég er enn að læra að treysta líkamanum mínum á ný,“ skrifar Guðlaug Edda. Það er enn hægt að hjálpa henni að safna fyrir aðgerðinni með því að styrkja hana hér. Það verður samt ekkert að því að hún keppi á síðustu þríþrautarmótum ársins. „Ég var að vonast til þess að geta tekið þátt í móti áður en tímabilið kláraðist en vissi samt að það yrði langsótt. Það var samt stjarnan mín í myrkrinu þegar ég var að komast fyrst af stað eftir aðgerðina. Ég hugsaði kannski of mikið um það. Þó að ég hafi getað æft og sé byrjuð að hlaupa aftur þá hef ég ekki nægan tíma til að koma mér í keppnisform. Ég gerði allt sem ég gat en það er ekki að hægt að flýta sér of mikið í þessu,“ skrifar Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) Guðlaug Edda hefur verið við æfingar í Bandaríkjunum en hefur nú tekið þá ákvörðun að koma aftur heim til Íslands til að sækja orku og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. „Um leið og ég tók þá ákvörðun að keppa ekki heltist yfir mig sorg, þunglyndi, vonbrigði og leiði. Þetta ár hefur ekki verið neitt annað en hörmulegt og ég er útkeyrð. Ég þarf tíma með mínu fólki til að endurræsa mig eftir að hafa eytt öllum tímanum mínum í Bandaríkjunum í aðgerð og endurhæfingu,“ skrifar Guðlaug Edda. „Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn og vonandi tekst mér að sýna mitt besta í mörgum keppnum á næsta ári og kannski keppi ég í nokkrum keppnum hér líka. Takk fyrir árið 2021, ég er tilbúin fyrir 2022. Sjáumst bráðum í Reykjavík,“ skrifar Guðlaug Edda.
Þríþraut Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann Sjá meira