Svínsnýra grætt á fótlegg sjúklings starfar eðlilega og framleiðir þvag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2021 08:57 Nýrað var grætt á fótlegg heiladauðs sjúklings. AP/NYU Langone Health/Joe Carrotta Skurðlæknum í New York hefur tekist að græða nýra úr erfðabreyttu svíni á mann. Fylgst var með sjúklingnum í 54 klukkustundir og virtist nýrað starfa eðlilega og framleiddi meðal annars þvag og úrgangsefnið kreatínín. Niðurstöðum tilraunarinnar hefur verið fagnað vestanhafs og þykja gefa góða von um að hægt verði að koma til móts við verulegan skort á líffærum með því að nota líffæri úr svínum. Í Bandaríkjunum bíða um 100 þúsund manns eftir líffæri, þar af 90 þúsund eftir nýra. Árlega deyja 12 einstaklingar á biðlistum. Aðgerðin var heldur óvenjuleg en hún fól í sér að svínsnýran var grætt á fótlegg heiladauðs einstaklings. Sá var líffæragjafi en þegar ljóst var að ekki var hægt að nota líffærin gáfu aðstandendur leyfi fyrir umræddri tilraun. Erfðamengi svínsins var breytt til að draga úr líkunum á því að mannslíkaminn hafnaði nýranu og á meðan vísindamenn fylgdust með virkni líffærisins var ekki annað að sjá en að allt hefði farið að óskum. Aðstandendur rannsóknarinnar benda til að mynda á að flest vandamál sem komi upp þegar líkaminn hafnar dýralíffærum hafi með það að gera þegar mannsblóð rennur um líffærin og að sú staðreynd að líffærið hafi starfað eðlilega utan líkamans bendi til þess að það muni einnig gera það þegar eiginleg ígræðsla verður framkvæmd. Nýrað virtist starfa eðlilega þann tíma sem fylgst var með því.AP/NYU Langone Health/Joe Carrotta Aðrir hafa hins vegar bent á að enn sé margt á huldu, meðal annars hvort líffærið heldur áfram að starfa til lengri tíma litið og þá sinni það öðrum störfum en að hreinsa úrgangsefni úr blóðinu. Þá séu uppi áhyggjur af því að líffæraþeginn smitist af vírusum sem herja á svín. Vísindamenn hafa löngum gert tilraunir með líffæraígræðslur á milli tegunda. Þannig hafa nýru úr simpönsum verið grædd í menn, með miður góðum árangri þó, og árið 1983 var hjarta úr bavíana grætt í stúlkubarn. Stúlkan lést 20 dögum síðar. Ósæðralokur úr svínum eru hins vegar græddar í menn á hverjum degi og þá hafa sykursýkissjúklingar fengið brisfrumur úr svínum. Svínshúð hefur einnig verið notuð hjá brunasjúklingum. New York Times greindi frá. Bandaríkin Vísindi Líffæragjöf Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Niðurstöðum tilraunarinnar hefur verið fagnað vestanhafs og þykja gefa góða von um að hægt verði að koma til móts við verulegan skort á líffærum með því að nota líffæri úr svínum. Í Bandaríkjunum bíða um 100 þúsund manns eftir líffæri, þar af 90 þúsund eftir nýra. Árlega deyja 12 einstaklingar á biðlistum. Aðgerðin var heldur óvenjuleg en hún fól í sér að svínsnýran var grætt á fótlegg heiladauðs einstaklings. Sá var líffæragjafi en þegar ljóst var að ekki var hægt að nota líffærin gáfu aðstandendur leyfi fyrir umræddri tilraun. Erfðamengi svínsins var breytt til að draga úr líkunum á því að mannslíkaminn hafnaði nýranu og á meðan vísindamenn fylgdust með virkni líffærisins var ekki annað að sjá en að allt hefði farið að óskum. Aðstandendur rannsóknarinnar benda til að mynda á að flest vandamál sem komi upp þegar líkaminn hafnar dýralíffærum hafi með það að gera þegar mannsblóð rennur um líffærin og að sú staðreynd að líffærið hafi starfað eðlilega utan líkamans bendi til þess að það muni einnig gera það þegar eiginleg ígræðsla verður framkvæmd. Nýrað virtist starfa eðlilega þann tíma sem fylgst var með því.AP/NYU Langone Health/Joe Carrotta Aðrir hafa hins vegar bent á að enn sé margt á huldu, meðal annars hvort líffærið heldur áfram að starfa til lengri tíma litið og þá sinni það öðrum störfum en að hreinsa úrgangsefni úr blóðinu. Þá séu uppi áhyggjur af því að líffæraþeginn smitist af vírusum sem herja á svín. Vísindamenn hafa löngum gert tilraunir með líffæraígræðslur á milli tegunda. Þannig hafa nýru úr simpönsum verið grædd í menn, með miður góðum árangri þó, og árið 1983 var hjarta úr bavíana grætt í stúlkubarn. Stúlkan lést 20 dögum síðar. Ósæðralokur úr svínum eru hins vegar græddar í menn á hverjum degi og þá hafa sykursýkissjúklingar fengið brisfrumur úr svínum. Svínshúð hefur einnig verið notuð hjá brunasjúklingum. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Vísindi Líffæragjöf Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira