Líffæragjöf Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn er látinn Fyrsti maðurinn sem fékk grætt í sig svínsnýru á meðan hann var lifandi er látinn, um tveimur mánuðum eftir að nýrun voru grædd í hann og rúmum fimm vikum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi. Richard Slayman fékk tvö erfðabreytt nýru úr svíni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í mars og var vonast til þess að nýrun myndu duga honum í minnst tvö ár. Erlent 12.5.2024 08:50 Virtur læknir sakaður um að hafa útilokað sjúklinga frá líffæragjöf Virtur skurðlæknir í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa breytt umsóknum sumra sjúklinga sinna um líffæragjöf til að útiloka þá frá því að fá nokkurn tímann líffæri. Erlent 15.4.2024 08:53 Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn útskrifaður af spítalanum Fyrsti maðurinn til að fá grætt í sig svínsnýra hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hinn 62 ára Richard „Rick“ Slayman, sem þjáist af nýrnabilun á lokastigi, horfir bjartsýnn til framtíðar og segir heilsu sína ekki hafa verið betri í langan tíma. Erlent 4.4.2024 09:19 „Mamma, ég á eftir að deyja ungur“ „Fólk er hrætt við ræða um dauðann, skiljanlega. En samt er það nú þannig að það er bara tvennt sem við getum stólað á í þessu lífi; við fæðumst og við deyjum. Þess vegna finnst mér sjálfsagt að ræða þessa hluti. En ég skil samt svo vel að fólki finnist það erfitt,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lét lífið í bílslysi á Holtavörðuheiði árið 2014, þá einungis átján ára gamall. Lífið 11.2.2024 10:00 Ómar bjargaði lífi fimm einstaklinga Ómar Andrés Ottósson var einungis tvítugur að aldri og verðandi stúdent í Kaupmannahöfn þegar hann varð bráðkvaddur vegna heilablæðingar. Aðstandendur hans, sem sátu eftir harmi slegnir, tóku þá ákvörðun að gefa líffæri hans, enda þótti það í anda Ómars að enda jarðvist sína með slíkri gjöf. Andlát Ómars leiddi þannig til þess að hvorki meira né minna en fimm einstaklingar fengu nýtt og betra líf. Innlent 27.1.2024 07:00 Hvenær er maður dáinn? Umdeild aðferð klýfur læknasamfélagið í Bandaríkjunum „Það er óhugnanlegt að gera þetta,“ segir hjartaskurðlæknirinn V. Eric Thompson, um nýja aðferð við líffæraflutninga sem sérfræðingar vestanhafs deila nú hart um. Erlent 5.12.2023 06:18 Vilji Ívars var skýr Ívar Örn Edvardsson var einungis 54 ára þegar hann lést í fyrravor. Hann hafði alla tíð verið mikill talsmaður líffæragjafar. Fjölskylda hans finnur huggun í því að annað fólk lifi áfram fyrir tilstilli Ívars. Áhugi þeirra á gjöfinni var slíkur að þau festu á filmu þegar líffærin voru flutt úr landi og á sjúkrahús í Svíþjóð. Innlent 21.10.2023 07:01 „Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. Áskorun 24.9.2023 08:00 Svínsnýra með fulla virkni eftir mánuð í heiladauðum manni Svínsnýra sem var grætt í heiladauðan mann fyrir meira en mánuði síðan virkar enn og stefnt er að því að fylgjast með þróun mála í að minnsta kosti mánuð til viðbótar. Sérfræðingur segir nýrað starfa jafnvel enn betur en nýra úr manneskju. Erlent 17.8.2023 10:16 Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. Lífið 14.4.2023 14:00 Kastaði sér í snjóinn eftir sprengingu á Grenivík og vaknaði í Noregi Kona sem slasaðist alvarlega í sprengingu í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík á síðasta ári hefur náð undraverðum bata í Noregi. Hún segist muna eftir því að hafa kastað sér í snjóinn fyrir utan verksmiðjuna strax eftir sprenginguna. Því næst rankaði hún við sér á spítala í Noregi, mánuði eftir slysið. Innlent 9.2.2023 07:01 Leggja til að fangar fái að gefa líffæri gegn styttri afplánunartíma Tveir þingmenn í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fangar fái dóma sína mildaða gegn því að gefa beinmerg eða líffæri. Afplánunartíminn gæti þannig styst um 60 til 365 daga. Erlent 1.2.2023 07:03 4.048 Íslendingar hafa hafnað því alfarið að gefa líffæri Frá því að breytt lög um líffæragjafir tóku gildi í byrjun árs 2019 hafa 4.048 einstaklingar alfarið hafnað líffæragjöf en 2.013 hafnað líffæragjöf að hluta. Lítill munur er á milli kynjanna hvað þetta varðar; 2.018 karlar hafa alfarið hafnað líffæragjöf en 1.940 konur. Innlent 10.11.2022 06:38 Íslendingar hafa gefið helmingi fleiri hjörtu en þeir hafa þegið Frá aldamótum hafa 42 hjörtu verið gefin frá Íslandi en 24 Íslendingar gengist undir hjartaígræðslu. Fyrstu árin voru hjartagjafar um það bil einn á ári en þeim hefur fjölgað í þrjá á ári síðustu ár. Innlent 3.11.2022 07:00 Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. Erlent 11.1.2022 07:14 Lífi átta mánaða drengs bjargað á elleftu stundu: „Þú getur aldrei endurgoldið þetta“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sögðum við frá ótrúlegri batasögu hins 8 mánaða Elds Elís sem gekkst undir lifrarskiptaaðgerð nú í lok sumars á sjúkrahúsi í Gautaborg en í raun má segja að aðgerðin og aðdragandinn að henni hafi verið kraftaverki líkust. Lífið 17.11.2021 23:15 Eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu Foreldrar átta mánaða drengs, sem gekkst undir lifrarskiptaaðgerð í Svíþjóð í sumar, segja lækna hafa unnið kraftaverk. Drengurinn sé eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu. Innlent 8.11.2021 20:37 Svínsnýra grætt á fótlegg sjúklings starfar eðlilega og framleiðir þvag Skurðlæknum í New York hefur tekist að græða nýra úr erfðabreyttu svíni á mann. Fylgst var með sjúklingnum í 54 klukkustundir og virtist nýrað starfa eðlilega og framleiddi meðal annars þvag og úrgangsefnið kreatínín. Erlent 20.10.2021 08:57 Líffæraflutningum hefur fækkað verulega í Covid-faraldrinum Líffæraflutningum hefur fækkað verulega í Covid-19 faraldrinum en mismikið eftir löndum. Þeim fækkaði til að mynda um tæp 10 prósent í Kanada árið 2020 en um tæp 67 prósent í Japan. Erlent 31.8.2021 07:00 Fyrst til að fá lungnaígræðslu úr lifandi líffæragjafa Japönsk kona varð í dag sú fyrsta til þess að fá lungnaígræðslu frá líffæragjafa sem er á lífi. Konan hafði orðið fyrir því að líffæri hennar biluðu í kjölfar þess að hún smitaðist af kórónuveirunni og fékk hún hluta úr lungum sonar síns og eiginmanns. Erlent 8.4.2021 22:57
Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn er látinn Fyrsti maðurinn sem fékk grætt í sig svínsnýru á meðan hann var lifandi er látinn, um tveimur mánuðum eftir að nýrun voru grædd í hann og rúmum fimm vikum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi. Richard Slayman fékk tvö erfðabreytt nýru úr svíni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í mars og var vonast til þess að nýrun myndu duga honum í minnst tvö ár. Erlent 12.5.2024 08:50
Virtur læknir sakaður um að hafa útilokað sjúklinga frá líffæragjöf Virtur skurðlæknir í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa breytt umsóknum sumra sjúklinga sinna um líffæragjöf til að útiloka þá frá því að fá nokkurn tímann líffæri. Erlent 15.4.2024 08:53
Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn útskrifaður af spítalanum Fyrsti maðurinn til að fá grætt í sig svínsnýra hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hinn 62 ára Richard „Rick“ Slayman, sem þjáist af nýrnabilun á lokastigi, horfir bjartsýnn til framtíðar og segir heilsu sína ekki hafa verið betri í langan tíma. Erlent 4.4.2024 09:19
„Mamma, ég á eftir að deyja ungur“ „Fólk er hrætt við ræða um dauðann, skiljanlega. En samt er það nú þannig að það er bara tvennt sem við getum stólað á í þessu lífi; við fæðumst og við deyjum. Þess vegna finnst mér sjálfsagt að ræða þessa hluti. En ég skil samt svo vel að fólki finnist það erfitt,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir móðir Skarphéðins Andra Kristjánssonar sem lét lífið í bílslysi á Holtavörðuheiði árið 2014, þá einungis átján ára gamall. Lífið 11.2.2024 10:00
Ómar bjargaði lífi fimm einstaklinga Ómar Andrés Ottósson var einungis tvítugur að aldri og verðandi stúdent í Kaupmannahöfn þegar hann varð bráðkvaddur vegna heilablæðingar. Aðstandendur hans, sem sátu eftir harmi slegnir, tóku þá ákvörðun að gefa líffæri hans, enda þótti það í anda Ómars að enda jarðvist sína með slíkri gjöf. Andlát Ómars leiddi þannig til þess að hvorki meira né minna en fimm einstaklingar fengu nýtt og betra líf. Innlent 27.1.2024 07:00
Hvenær er maður dáinn? Umdeild aðferð klýfur læknasamfélagið í Bandaríkjunum „Það er óhugnanlegt að gera þetta,“ segir hjartaskurðlæknirinn V. Eric Thompson, um nýja aðferð við líffæraflutninga sem sérfræðingar vestanhafs deila nú hart um. Erlent 5.12.2023 06:18
Vilji Ívars var skýr Ívar Örn Edvardsson var einungis 54 ára þegar hann lést í fyrravor. Hann hafði alla tíð verið mikill talsmaður líffæragjafar. Fjölskylda hans finnur huggun í því að annað fólk lifi áfram fyrir tilstilli Ívars. Áhugi þeirra á gjöfinni var slíkur að þau festu á filmu þegar líffærin voru flutt úr landi og á sjúkrahús í Svíþjóð. Innlent 21.10.2023 07:01
„Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. Áskorun 24.9.2023 08:00
Svínsnýra með fulla virkni eftir mánuð í heiladauðum manni Svínsnýra sem var grætt í heiladauðan mann fyrir meira en mánuði síðan virkar enn og stefnt er að því að fylgjast með þróun mála í að minnsta kosti mánuð til viðbótar. Sérfræðingur segir nýrað starfa jafnvel enn betur en nýra úr manneskju. Erlent 17.8.2023 10:16
Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. Lífið 14.4.2023 14:00
Kastaði sér í snjóinn eftir sprengingu á Grenivík og vaknaði í Noregi Kona sem slasaðist alvarlega í sprengingu í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík á síðasta ári hefur náð undraverðum bata í Noregi. Hún segist muna eftir því að hafa kastað sér í snjóinn fyrir utan verksmiðjuna strax eftir sprenginguna. Því næst rankaði hún við sér á spítala í Noregi, mánuði eftir slysið. Innlent 9.2.2023 07:01
Leggja til að fangar fái að gefa líffæri gegn styttri afplánunartíma Tveir þingmenn í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa lagt fram frumvarp sem kveður á um að fangar fái dóma sína mildaða gegn því að gefa beinmerg eða líffæri. Afplánunartíminn gæti þannig styst um 60 til 365 daga. Erlent 1.2.2023 07:03
4.048 Íslendingar hafa hafnað því alfarið að gefa líffæri Frá því að breytt lög um líffæragjafir tóku gildi í byrjun árs 2019 hafa 4.048 einstaklingar alfarið hafnað líffæragjöf en 2.013 hafnað líffæragjöf að hluta. Lítill munur er á milli kynjanna hvað þetta varðar; 2.018 karlar hafa alfarið hafnað líffæragjöf en 1.940 konur. Innlent 10.11.2022 06:38
Íslendingar hafa gefið helmingi fleiri hjörtu en þeir hafa þegið Frá aldamótum hafa 42 hjörtu verið gefin frá Íslandi en 24 Íslendingar gengist undir hjartaígræðslu. Fyrstu árin voru hjartagjafar um það bil einn á ári en þeim hefur fjölgað í þrjá á ári síðustu ár. Innlent 3.11.2022 07:00
Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum. Erlent 11.1.2022 07:14
Lífi átta mánaða drengs bjargað á elleftu stundu: „Þú getur aldrei endurgoldið þetta“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sögðum við frá ótrúlegri batasögu hins 8 mánaða Elds Elís sem gekkst undir lifrarskiptaaðgerð nú í lok sumars á sjúkrahúsi í Gautaborg en í raun má segja að aðgerðin og aðdragandinn að henni hafi verið kraftaverki líkust. Lífið 17.11.2021 23:15
Eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu Foreldrar átta mánaða drengs, sem gekkst undir lifrarskiptaaðgerð í Svíþjóð í sumar, segja lækna hafa unnið kraftaverk. Drengurinn sé eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu. Innlent 8.11.2021 20:37
Svínsnýra grætt á fótlegg sjúklings starfar eðlilega og framleiðir þvag Skurðlæknum í New York hefur tekist að græða nýra úr erfðabreyttu svíni á mann. Fylgst var með sjúklingnum í 54 klukkustundir og virtist nýrað starfa eðlilega og framleiddi meðal annars þvag og úrgangsefnið kreatínín. Erlent 20.10.2021 08:57
Líffæraflutningum hefur fækkað verulega í Covid-faraldrinum Líffæraflutningum hefur fækkað verulega í Covid-19 faraldrinum en mismikið eftir löndum. Þeim fækkaði til að mynda um tæp 10 prósent í Kanada árið 2020 en um tæp 67 prósent í Japan. Erlent 31.8.2021 07:00
Fyrst til að fá lungnaígræðslu úr lifandi líffæragjafa Japönsk kona varð í dag sú fyrsta til þess að fá lungnaígræðslu frá líffæragjafa sem er á lífi. Konan hafði orðið fyrir því að líffæri hennar biluðu í kjölfar þess að hún smitaðist af kórónuveirunni og fékk hún hluta úr lungum sonar síns og eiginmanns. Erlent 8.4.2021 22:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent