Lögregla segir ekki hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2021 14:17 Á myndum úr myndbandsupptöku sem fylgja lögregluskýrslu sést fólk á gangi um salinn á ýmsum tímum eftir að talningu atkvæða lauk um klukkan sjö og þar til talning hófst að nýju. Lögreglan á Vesturlandi getur ekki fullyrt út frá upptökum úr öryggismyndavélum hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. Á upptökum sést fólk ganga inn og út úr salnum eftir að fyrri talningu lauk. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem fréttastofa hefur undir höndum. Í lögregluskýrslu er farið yfir að tvær eftirlitsmyndavélar séu í salnum og þrjár utan við innganga. Engin þeirra sýni hins vegar svæðið þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi. Upptökurnar eru í vörslu lögreglu í tengslum við rannsókn á kæru Karls Gauta Hjaltasonar, oddvita Miðflokksins í Suðurkjördæmi, á talningunni. Lögregla hefur lokið þeirri rannsókn og líkt og greint var frá í morgun hefur meðlimum yfirkjörstjórnar verið boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu - sem að minnsta kosti hluti þeirra hafnar. Í lögregluskýrslu kemur fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi hafi starfsfólk hótelsins gengið um salinn. Af upptökum af dæma virðast þau vinna ýmis tiltektar- og frágangsverk. Vegna sjónarhorns eftirlitsmyndavélanna hverfur starfsfólkið annað slagið úr mynd - allt frá því að vera úr mynd í nokkrar sekúndur og upp í tvær og hálfa mínútu. Lögregla segist ekki geta fullyrt að enginn hafi snert gögnin. Í skýrslunni segir: „Vegna þess að eftirlitsmyndavélar sýna ekki svæðið þar sem kjörgögn vorur geymd getur lögregla ekki fullyrt, af eða á, um hvort farið var að svæðinu þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi.“ Líkt og fram hefur komið leiddi talningin til mikilla hræringa á jöfnunarmönnum þingflokka þrátt fyrir að þingstyrkur þeirra hafi ekki breyst. Tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Að neðan má sjá myndir úr skýrslu lögreglu þar sem fólk sést í og við salinn á milli talninga. Gengið út úr salnum klukkna 07:10. Einstaklingur í salnum 07:11. Gengið inn í salinn 07:11. Þrír í salnum klukkan 07:12. Þrír í salnum klukkan 07:12. Í salnum klukkan 09:40. Í salnum klukkan 10:10. Tveir í salnum klukkan 11:30. Mynd tekin klukkan 11:59. Í salnum klukkan 11:59:57. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Í lögregluskýrslu er farið yfir að tvær eftirlitsmyndavélar séu í salnum og þrjár utan við innganga. Engin þeirra sýni hins vegar svæðið þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi. Upptökurnar eru í vörslu lögreglu í tengslum við rannsókn á kæru Karls Gauta Hjaltasonar, oddvita Miðflokksins í Suðurkjördæmi, á talningunni. Lögregla hefur lokið þeirri rannsókn og líkt og greint var frá í morgun hefur meðlimum yfirkjörstjórnar verið boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu - sem að minnsta kosti hluti þeirra hafnar. Í lögregluskýrslu kemur fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi hafi starfsfólk hótelsins gengið um salinn. Af upptökum af dæma virðast þau vinna ýmis tiltektar- og frágangsverk. Vegna sjónarhorns eftirlitsmyndavélanna hverfur starfsfólkið annað slagið úr mynd - allt frá því að vera úr mynd í nokkrar sekúndur og upp í tvær og hálfa mínútu. Lögregla segist ekki geta fullyrt að enginn hafi snert gögnin. Í skýrslunni segir: „Vegna þess að eftirlitsmyndavélar sýna ekki svæðið þar sem kjörgögn vorur geymd getur lögregla ekki fullyrt, af eða á, um hvort farið var að svæðinu þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi.“ Líkt og fram hefur komið leiddi talningin til mikilla hræringa á jöfnunarmönnum þingflokka þrátt fyrir að þingstyrkur þeirra hafi ekki breyst. Tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Að neðan má sjá myndir úr skýrslu lögreglu þar sem fólk sést í og við salinn á milli talninga. Gengið út úr salnum klukkna 07:10. Einstaklingur í salnum 07:11. Gengið inn í salinn 07:11. Þrír í salnum klukkan 07:12. Þrír í salnum klukkan 07:12. Í salnum klukkan 09:40. Í salnum klukkan 10:10. Tveir í salnum klukkan 11:30. Mynd tekin klukkan 11:59. Í salnum klukkan 11:59:57.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent