Daka minnkaði muninn í 2-1 í lok fyrri hálfleiks og hóf svo seinni hálfleik á að koma Leicester yfir með tveimur mörkum á sex mínútna kafla. Hann gerði svo fjórða markið sitt á 78. mínútu áður en heimamenn minnkuðu muninn undir lokin.
Daka er fyrsti leikmaður Leicester og fyrsti Sambíumaðurinn til að skora þrennu í leik á aðalstigi Evrópukeppni.
3 - Patson Daka is both the first Leicester to player to score a hat-trick in European competition and first Zambian player to do so for any club in a major European competition (excluding qualifiers). Magic.
— OptaJoe (@OptaJoe) October 20, 2021
Eftir sigurinn er Leicester með fjögur stig í 2. sæti C-riðils Evrópudeildarinnar. Legia Varsjá, sem mætir Napoli á Ítalíu annað kvöld, er með sex stig, Spartak þrjú stig en Napoli eitt.