Handbolti

Fyrsti sigur HK kominn í hús

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
HK vann góðan sigur á ÍBV í kvöld.
HK vann góðan sigur á ÍBV í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

HK vann sex marka sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 27-21. Var þetta fyrsti sigur HK í deildinni.

Leikurinn var jafn framan af en undir lok fyrri hálfleiks náðu heimakonur öllum völdum á vellinum og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 14-9. Það sama var upp á teningnum í síðari hálfleik þar sem munurinn var fljótt kominn upp í átta mörk.

Munurinn sex mörk er flautað var til leiksloka, 27-21, og sigurinn HK að þessu sinni. Um var að ræða fyrsta sigur liðsins í deildinni á leiktíðinni. Það þýðir að bæði lið eru nú með tvö stig líkt og Stjarnan. 

HK og Stjarnan hafa þó leikið fjóra leiki á meðan Eyjastúlkur eiga leik til góða.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst í liði HK með átta mörk. Þar á eftir kom Sara Katrín Gunnarsdóttir með sjö mörk.

Þóra Björg Stefánsdóttir – sem spilar einnig með meistaraflokki ÍBV í fótbolta – var markahæst í liði gestanna með sex mörk. Þar á eftir komu Karolina Olszowa og Sunna Jónsdóttir með fjögur mörk hvor.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×