Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Tryggvi Páll Tryggvason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. október 2021 08:53 Angjelin Sterkaj í dómsal. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. Til frádráttar kemur tímabilið sem hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 17. febrúar til dagsins í dag. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Friðrik Smári Björgvinsson saksóknari segir niðurstöðuna í máli Angjelin í takti við kröfur ákæruvaldsins. Skoða verði niðurstöðuna í tilfelli hinna þriggja. Hann segir ekki tímabært að tjá sig um það hvort málinu verði áfrýjað. Skoða þurfi niðurstöðuna betur. Greiðir háar miskabætur Angjelin var dæmdur til að greiða Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Var hann einnig dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos 7 milljónir vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Murat Selivrada var sýknaður í málinu, hann mætti í dómsal í morgun. Til vinstri á myndinni má einnig sjá Anton Kristinn Þórarinsson, sem gaf vitnisburð í málinu. Angjelin var dæmdur til að greiða nýfæddri dóttur þeirra þrjár milljónir króna í miskabætur og rétt tæpar átta milljónir vegna missis framfærslu. Þá hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum Armandos hvoru um sig þrjár milljónir í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða fyrir málsóknarlaun allra verjenda og réttargæslumanns Ákæruvaldið fór fram á að Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa orðið Armando Beqirai að bana laugardaginn 13. febrúar, yrði dæmdur í sextán til tuttugu ára fangelsi. Farið var fram á að hinir þrír meðákærðu: Murat Selivrada, Claudia Sofia Coelho Carvalho og Shpetim Qerimi yrðu dæmd hvert um sig fyrir samverknað í manndrápinu, og ef ekki fyrir hlutdeild. Lágmarksdómur fyrir slíkt eru fimm ár. Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í málinu. Ýmist var um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Til frádráttar kemur tímabilið sem hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 17. febrúar til dagsins í dag. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi voru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Friðrik Smári Björgvinsson saksóknari segir niðurstöðuna í máli Angjelin í takti við kröfur ákæruvaldsins. Skoða verði niðurstöðuna í tilfelli hinna þriggja. Hann segir ekki tímabært að tjá sig um það hvort málinu verði áfrýjað. Skoða þurfi niðurstöðuna betur. Greiðir háar miskabætur Angjelin var dæmdur til að greiða Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Var hann einnig dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos 7 milljónir vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Murat Selivrada var sýknaður í málinu, hann mætti í dómsal í morgun. Til vinstri á myndinni má einnig sjá Anton Kristinn Þórarinsson, sem gaf vitnisburð í málinu. Angjelin var dæmdur til að greiða nýfæddri dóttur þeirra þrjár milljónir króna í miskabætur og rétt tæpar átta milljónir vegna missis framfærslu. Þá hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum Armandos hvoru um sig þrjár milljónir í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða fyrir málsóknarlaun allra verjenda og réttargæslumanns Ákæruvaldið fór fram á að Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa orðið Armando Beqirai að bana laugardaginn 13. febrúar, yrði dæmdur í sextán til tuttugu ára fangelsi. Farið var fram á að hinir þrír meðákærðu: Murat Selivrada, Claudia Sofia Coelho Carvalho og Shpetim Qerimi yrðu dæmd hvert um sig fyrir samverknað í manndrápinu, og ef ekki fyrir hlutdeild. Lágmarksdómur fyrir slíkt eru fimm ár. Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í málinu. Ýmist var um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dómur í Rauðagerðismálinu kveðinn upp Uppfært klukkan 8:52:Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur fangelsi í 16 ár fyrir morðið á Armando Beqirai, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar.Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi eru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. 21. október 2021 06:41 Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. 23. september 2021 10:35 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Dómur í Rauðagerðismálinu kveðinn upp Uppfært klukkan 8:52:Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur fangelsi í 16 ár fyrir morðið á Armando Beqirai, fjölskylduföður á þrítugsaldri, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar.Ákærðu Claudia Sofia Coelho Carvalho, Murat Selivrada og Shpetim Qerimi eru sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. 21. október 2021 06:41
Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. 23. september 2021 10:35
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum