Höfðu hendur í hári stórtæks síbrotamanns eftir árekstur og afstungu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2021 10:49 Setning Alþingis / Lögreglan Foto: Vilhelm Gunnarsson Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að stórtækur þjófur með langan brotaferil að baki skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 4. nóvember næstkomandi. Samtals er 31 opið mál á borði lögreglu sem tengist manninum. Lögregla handsamaði manninn á stolnum bíl eftir árekstur og afstungu. Úrskurður Landsréttar var kveðinn upp á föstudaginn og birtur á þriðjudaginn. Í honum kemur fram að maðurinn sé grunaður um margítrekuð auðgunarbrot. Var hann handtekinn á stolnum bíl eftir að hann stakk af eftir umferðaróhapp þann 10. október síðastliðinn. Sama dag hafði hann pantað mat á veitingastað í Reykjavík og gengið út án þess að greiða fyrir matinn. Í úrskurðinum eru fleiri meint brot manns rakin, sum hver sem hann hefur játað að hafa framið. Er hann meðal annnars grunaður um að hafa, á tímabilinu 26. október á síðasta ári til 10. október á þessu, stolið greiðsluposa, spjaldtölvum að virði hundruð þúsunda, nokkrum iPhone-símum og dýrum rafhlaupahjólum, svo dæmi séu nefnd. Plataði starfsmenn til að leyfa sér að prófa rafhlaupahjól Er hann til dæmis sakaður um að hafa þann 13. ágúst síðastliðinn farið í ótilgreinda verslun í Reykjavík, framvísað þar ökuskírteini annars manns og blekkt starfsmenn verslunarinnar til að leyfa sér prófa rafmagnshlaupahjól af gerðinni Power Zero 10-x að söluverðmæti 219.995 kr. Hjólinu skilaði hann ekki aftur. Við skýrslutöku hjá lögreglu 13. ágúst kannaðist kærði við atvikið og taldi líklegra en ekki að hann væri sekur um háttsemina, að því er fram kemur í úrskurði Landsréttar. Framvísaði fölsuðu skjáskoti af millifærslu Þá hefur hann einnig játað sök í fjársvikamáli er hann fékk ótilgreindan einstakling til að afhenda sér hlaupahjól að verðmæti 45 þúsund krónur. Þóttust hann og samverkamaður hans hafa greitt fyrir með því að sýna falsað skjáskot af millifærslu fyrir viðskiptunum en greiðslan barst ekki inn á reikning tjónþola. Er það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda áfram brotum gangi hann laus, nauðsynlegt sé að ljúka þeim málum sem séu til meðferðar hjá ákæruvaldi og lögreglu sem fyrst. Kemur einnig fram að maðurinn eigi að baki langan sakaferil, meðal annars fyrir auðgunarbrot sem hafa ítrekunaráhrif til refsiþyngingar á þau brot sem nú eru til rannsóknar. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 4. nóvember og Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms á föstudaginn. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Úrskurður Landsréttar var kveðinn upp á föstudaginn og birtur á þriðjudaginn. Í honum kemur fram að maðurinn sé grunaður um margítrekuð auðgunarbrot. Var hann handtekinn á stolnum bíl eftir að hann stakk af eftir umferðaróhapp þann 10. október síðastliðinn. Sama dag hafði hann pantað mat á veitingastað í Reykjavík og gengið út án þess að greiða fyrir matinn. Í úrskurðinum eru fleiri meint brot manns rakin, sum hver sem hann hefur játað að hafa framið. Er hann meðal annnars grunaður um að hafa, á tímabilinu 26. október á síðasta ári til 10. október á þessu, stolið greiðsluposa, spjaldtölvum að virði hundruð þúsunda, nokkrum iPhone-símum og dýrum rafhlaupahjólum, svo dæmi séu nefnd. Plataði starfsmenn til að leyfa sér að prófa rafhlaupahjól Er hann til dæmis sakaður um að hafa þann 13. ágúst síðastliðinn farið í ótilgreinda verslun í Reykjavík, framvísað þar ökuskírteini annars manns og blekkt starfsmenn verslunarinnar til að leyfa sér prófa rafmagnshlaupahjól af gerðinni Power Zero 10-x að söluverðmæti 219.995 kr. Hjólinu skilaði hann ekki aftur. Við skýrslutöku hjá lögreglu 13. ágúst kannaðist kærði við atvikið og taldi líklegra en ekki að hann væri sekur um háttsemina, að því er fram kemur í úrskurði Landsréttar. Framvísaði fölsuðu skjáskoti af millifærslu Þá hefur hann einnig játað sök í fjársvikamáli er hann fékk ótilgreindan einstakling til að afhenda sér hlaupahjól að verðmæti 45 þúsund krónur. Þóttust hann og samverkamaður hans hafa greitt fyrir með því að sýna falsað skjáskot af millifærslu fyrir viðskiptunum en greiðslan barst ekki inn á reikning tjónþola. Er það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn muni halda áfram brotum gangi hann laus, nauðsynlegt sé að ljúka þeim málum sem séu til meðferðar hjá ákæruvaldi og lögreglu sem fyrst. Kemur einnig fram að maðurinn eigi að baki langan sakaferil, meðal annars fyrir auðgunarbrot sem hafa ítrekunaráhrif til refsiþyngingar á þau brot sem nú eru til rannsóknar. Héraðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 4. nóvember og Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms á föstudaginn.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira