Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2021 14:51 Eyþór Arnalds, Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek tókust hart á um stöðu íbúðarmála í Reykjavík í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumari þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Meirihluti borgarstjórnar felldi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi í gær um að nú þegar yrði ráðist í byggingu um þrjú þúsund íbúða í borginni. Það yrði gert á Keldnalandinu, í Úlfarársdal og við Umferðarmiðstöðina. Eyþór sagði þessa tillögu hafa verið nauðsynlegt skref. „Verkalýðshreyfingin hefur reyndar talað um miklu hærri tölu. Tólf þúsund íbúðir og Samtök iðnaðarins og verkalýðshreyfingin voru ánægð með tillöguna en töldu hana ganga kannski dálítið skammt,“ sagði Eyþór í Pallborðinu. Á þessum stöðum væru innviðir til staðar. Pawel Bartoszek sagði þéttingarstefnu borgarinnar hafa skilað metfjölda af íbúðum á undanförnum tveimur árum. Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir sögðu stefnuna hins vegar hafa skapað skort á nýjum íbúðum í borginni.Stöð 2/Arnar „Við látum stundum eins og við séum í ástandi þar sem ekkert hefur verið byggt. Staðan er sú að undanfarin tvö þrjú ár hafa verið alger metár í uppbyggingu nýrra íbúða í Reykjavík og reyndar Íslandi öllu. Árið 2019 vorum við með þúsund íbúðir á markað og í fyrra fimmtán hundruð,“ sagði Pawel. Þetta væri árangurinn af þeirri þéttingarstefnu sem borgin hefði rekið. Kolbrún gagnrýndi hins vegar þessa stefnu borgarinnar. Margir tekjuminni hópar og fleiri yrðu útundan í þessari stefnu. Hún vildi hafa mun meira frjálsræði lóðaúthlutunum hjá borginni en verið hefði. Hún vildi samt ekki draga úr því sem þó væri búið að gera. „Það er bara ekki nóg og við erum öll sammála um það. Það vantar miklu meira og nú er húsnæðismarkaðurinn í verulegri kreppu. Þetta segja fasteignasalar okkur. Það er slegist um hverja einustu íbúð og þeir sem hafa mestu efnin fá þessar fáu eignir sem eru,“ sagði Kolbrún. Þremenningarnir tókust hart á um ólíkar áherslur í íbúðarmálum og flugu ásakanirnar á víxl. Hér má horfa á þáttinn í heild sinni. Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Pallborðið Tengdar fréttir Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Undinfarið eitt og hálft ár eða svo hefur myndast umframeftirspurn efir íbúðarhúsnæði víða um land eftir að bankar lækkuðu vexti á húsnæðislánum. Í Reykjavík hafa margar íbúðir selst yfir fasteignamati og jafnvel sölumari þótt dregið hafi úr því að undanförnu. Meirihluti borgarstjórnar felldi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi í gær um að nú þegar yrði ráðist í byggingu um þrjú þúsund íbúða í borginni. Það yrði gert á Keldnalandinu, í Úlfarársdal og við Umferðarmiðstöðina. Eyþór sagði þessa tillögu hafa verið nauðsynlegt skref. „Verkalýðshreyfingin hefur reyndar talað um miklu hærri tölu. Tólf þúsund íbúðir og Samtök iðnaðarins og verkalýðshreyfingin voru ánægð með tillöguna en töldu hana ganga kannski dálítið skammt,“ sagði Eyþór í Pallborðinu. Á þessum stöðum væru innviðir til staðar. Pawel Bartoszek sagði þéttingarstefnu borgarinnar hafa skilað metfjölda af íbúðum á undanförnum tveimur árum. Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir sögðu stefnuna hins vegar hafa skapað skort á nýjum íbúðum í borginni.Stöð 2/Arnar „Við látum stundum eins og við séum í ástandi þar sem ekkert hefur verið byggt. Staðan er sú að undanfarin tvö þrjú ár hafa verið alger metár í uppbyggingu nýrra íbúða í Reykjavík og reyndar Íslandi öllu. Árið 2019 vorum við með þúsund íbúðir á markað og í fyrra fimmtán hundruð,“ sagði Pawel. Þetta væri árangurinn af þeirri þéttingarstefnu sem borgin hefði rekið. Kolbrún gagnrýndi hins vegar þessa stefnu borgarinnar. Margir tekjuminni hópar og fleiri yrðu útundan í þessari stefnu. Hún vildi hafa mun meira frjálsræði lóðaúthlutunum hjá borginni en verið hefði. Hún vildi samt ekki draga úr því sem þó væri búið að gera. „Það er bara ekki nóg og við erum öll sammála um það. Það vantar miklu meira og nú er húsnæðismarkaðurinn í verulegri kreppu. Þetta segja fasteignasalar okkur. Það er slegist um hverja einustu íbúð og þeir sem hafa mestu efnin fá þessar fáu eignir sem eru,“ sagði Kolbrún. Þremenningarnir tókust hart á um ólíkar áherslur í íbúðarmálum og flugu ásakanirnar á víxl. Hér má horfa á þáttinn í heild sinni.
Húsnæðismál Reykjavík Efnahagsmál Pallborðið Tengdar fréttir Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. 21. október 2021 11:41
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20