„Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2021 16:46 Alexandra Jóhannsdóttir spyrnir boltanum í leiknum við Holland í síðasta mánuði. vísir/Hulda Margrét „Ég er ekki búin að vera nógu sátt við mig í síðustu leikjum en ég get vonandi sýnt í næstu leikjum hvað býr í mér,“ segir hin 21 árs gamla Alexandra Jóhannsdóttir sem ætlar að láta til sín taka í leiknum mikilvæga gegn Tékklandi annað kvöld. Alexandra leikur með einu besta liði Þýskalands, Frankfurt, og hefur þegar leikið 15 A-landsleiki. Hún segir alla í íslenska hópnum gera sér grein fyrir því að á Laugardalsvelli á morgun verður afar mikið undir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu. „Þó að völlurinn hafi verið svolítið frosinn í gær þá hafa gæðin á æfingunum bara verið flott. Það eru allir leikmenn heilir og tilbúnir í þetta,“ sagði Alexandra. „Við gerum okkur allar grein fyrir mikilvægi leiksins. Það eru samt allir leikir í þessum riðli úrslitaleikir. Við þurfum öll stig sem við getum fengið,“ sagði Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Alexandra fyrir leikinn við Tékkland Ísland tapaði 2-0 í fyrsta leik í undankeppninni gegn Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hún vill sjá betri frammistöðu á morgun: „Við þurfum að vera óhræddar við að halda í boltann meira. Við erum með gæði inni á vellinum til þess að halda í boltann og þurfum að sýna þau. Við þurfum að pressa á réttum stundum og þora að stíga fram. Við féllum svolítið aftur gegn Hollandi og við miðjumennirnir vorum bara komnar niður í varnarlínu. Við þurfum að þora að pressa á þær,“ segir Alexandra. Ísland gerði tvö jafntefli við Tékkland í síðustu HM-undankeppni. Seinna jafnteflið var á Laugardalsvelli haustið 2018 en sigur hefði dugað Íslandi til að komast í umspil. Því er að minnsta kosti hluti af íslenska liðinu sjálfsagt í hefndarhug: „Við erum svo margar ungar í liðinu að við vorum ekki partur af þessu. Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum og við þessar yngri erum líka tilbúnar og viljum öll þrjú stigin.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. 21. október 2021 13:01 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld. 21. október 2021 12:50 „Fékk það í gjöf frá pabba að hugsa um yngri leikmenn“ Aldursforsetinn í íslenska kvennalandsliðinu segist hugsa vel um yngri leikmenn þess, eins og hún hafi alltaf gert. 21. október 2021 11:30 Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Alexandra leikur með einu besta liði Þýskalands, Frankfurt, og hefur þegar leikið 15 A-landsleiki. Hún segir alla í íslenska hópnum gera sér grein fyrir því að á Laugardalsvelli á morgun verður afar mikið undir í baráttunni um að komast á HM í Ástralíu. „Þó að völlurinn hafi verið svolítið frosinn í gær þá hafa gæðin á æfingunum bara verið flott. Það eru allir leikmenn heilir og tilbúnir í þetta,“ sagði Alexandra. „Við gerum okkur allar grein fyrir mikilvægi leiksins. Það eru samt allir leikir í þessum riðli úrslitaleikir. Við þurfum öll stig sem við getum fengið,“ sagði Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Alexandra fyrir leikinn við Tékkland Ísland tapaði 2-0 í fyrsta leik í undankeppninni gegn Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hún vill sjá betri frammistöðu á morgun: „Við þurfum að vera óhræddar við að halda í boltann meira. Við erum með gæði inni á vellinum til þess að halda í boltann og þurfum að sýna þau. Við þurfum að pressa á réttum stundum og þora að stíga fram. Við féllum svolítið aftur gegn Hollandi og við miðjumennirnir vorum bara komnar niður í varnarlínu. Við þurfum að þora að pressa á þær,“ segir Alexandra. Ísland gerði tvö jafntefli við Tékkland í síðustu HM-undankeppni. Seinna jafnteflið var á Laugardalsvelli haustið 2018 en sigur hefði dugað Íslandi til að komast í umspil. Því er að minnsta kosti hluti af íslenska liðinu sjálfsagt í hefndarhug: „Við erum svo margar ungar í liðinu að við vorum ekki partur af þessu. Þessar eldri eru með blóðið á tönnunum og við þessar yngri erum líka tilbúnar og viljum öll þrjú stigin.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. 21. október 2021 13:01 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld. 21. október 2021 12:50 „Fékk það í gjöf frá pabba að hugsa um yngri leikmenn“ Aldursforsetinn í íslenska kvennalandsliðinu segist hugsa vel um yngri leikmenn þess, eins og hún hafi alltaf gert. 21. október 2021 11:30 Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
„Var svolítið týnd í fyrri hálfleik“ Guðný Árnadóttir, leikmaður AC Milan, segist vera klár í að leysa stöðu hægri bakvarðar áfram með íslenska landsliðinu. Hún eigi enn eftir að fínpússa sóknarþáttinn þegar hún spilar þá stöðu. 21. október 2021 13:01
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Tékkaleikinn Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Dagný Brynjarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Laugardalsvelli klukkan 12:30 vegna leiks Íslands við Tékkland annað kvöld. 21. október 2021 12:50
„Fékk það í gjöf frá pabba að hugsa um yngri leikmenn“ Aldursforsetinn í íslenska kvennalandsliðinu segist hugsa vel um yngri leikmenn þess, eins og hún hafi alltaf gert. 21. október 2021 11:30
Segir Dagnýju hafa varað sig við aðstæðum á Íslandi Katerina Svitková er stærsta stjarnan í liði Tékka sem mæta Íslandi á Laugardalsvelli á föstudag. Hún hlakkar til að glíma við Dagnýju Brynjarsdóttur og segir hana hafa varað sig við aðstæðum á vellinum. 20. október 2021 11:30