Erik Botheim og Patrick Berg komu Bodø/Glimt í tveggja marka forystu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, áður en Carles Perez minnkaði muninn fyrir hálfleik.
Alfons Sampsted lagði upp þriðja mark heimamanna, og annað mark Botheim á 52. mínútu, áður en Ola Solbakken bætti fjórða markinu við.
Amahl Pellegrino breytti stöðunni í 5-1 á 78. mínútu, og Erik Botheim fullkomnaði þrennu sína tveimur mínútum síðar og tryggði norska liðinu 6-1 stórsigur gegn Roma.
Kampen er over! Glimt vinner 6-1 over Roma på Aspmyra 💛 6-1. Mot Roma.
— FK Bodø/Glimt (@Glimt) October 21, 2021
Gratulerer til alle. Til hele Bodø, Nordland og alle med helgult hjerte! Vær stolt av kor du e fra! pic.twitter.com/dTZwTfQNBb
Nikolas Dyhr bjargaði stigi fyrir Elías Rafn og félaga í Midtjylland þegar hann jafnaði metin í 1-1 á 78. mínútu, eftir að Mirko Ivanic hafði komið gestunum yfir tuttugu mínútum áður.
Elías rafn stóð vaktina í marki Midtjylland, en liðið er nú með tvö stig í þriðja sæti F-riðils.