Skrýtið að Angjelin fái sömu refsingu og tíðkast við ástríðuglæp Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. október 2021 12:01 Helgi Gunnlaugsson furður sig á ýmsu hvað varðar Rauðagerðismálið. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Afbrotafræðingur telur margt sérstakt við dóminn sem féll í Rauðagerðismálinu í gær. Hann furðar sig á því að dómurinn hafi ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir höfðu réttarstöðu sakbornings. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Rauðagerðismálinu í gær en hin þrjú sem voru ákærð fyrir samverknað í málinu voru sýknuð. Guðjón Marteinsson héraðsdómari dæmdi málið einn. „Það fyrsta sem vekur athygli er að þarna er ekki um fjölskipaðan dóm að ræða, þarna er aðeins einn dómari sem úrskurðar í mjög flóknu og alvarlegu máli þar sem margir koma við sögu, þarna er fjöldi sakborninga," segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Og málið er auðvitað mjög alvarlegt og með því alvarlegra sem við höfum séð í okkar samfélagi. Þetta eitt og sér hlýtur eiginlega að kalla á það að málinu verði áfrýjað til æðra dómstigs." Íslensk morð oftast ástríðuglæpir Hann telur sérstakt að Angjelin fái sömu refsingu fyrir morðið og tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum á Íslandi. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram," segir Helgi. Íslensk manndrápsmál séu oftast af allt öðrum toga. „Þar er oft um svona augnabliksæði, kannski í vímuefnaneyslu þar sem eru oft nánir aðilar í einhverjum átökum eða deilu og eru oft bara persónulegir harmleikir þar sem er iðrun og eftirsjá," segir hann. „Og ég er enginn talsmaður þungra refsinga en maður spyr sig hvort það sé eðlilegt að það sé gefin sama refsing fyrir svona manndráp sem er skipulagt í þaula, reynt að hylma yfir það og menn sýna enga iðrun." Morðið hefði aldrei getað orðið nema fyrir tilverknað hinna Loks segir hann það koma sér á óvart að enginn hinna þriggja hafi verið sakfelldur fyrir samverknað í morðinu. Hann spyr sig hvort jafnvel þurfi að skerpa á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum á Íslandi. „Fyrir utanaðkomandi þá finnst manni að það þurfi að skoða eitthvað þennan samverknað eða hlutdeild hinna,“ segir Helgi. „Vegna þess að maður sér alveg að þarna er ákveðinn mannskapur sem er honum náinn með einhverjum hætti sem er beinlínis að aðstoða við þennan verknað. Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum," segir Helgi. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Rauðagerðismálinu í gær en hin þrjú sem voru ákærð fyrir samverknað í málinu voru sýknuð. Guðjón Marteinsson héraðsdómari dæmdi málið einn. „Það fyrsta sem vekur athygli er að þarna er ekki um fjölskipaðan dóm að ræða, þarna er aðeins einn dómari sem úrskurðar í mjög flóknu og alvarlegu máli þar sem margir koma við sögu, þarna er fjöldi sakborninga," segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Og málið er auðvitað mjög alvarlegt og með því alvarlegra sem við höfum séð í okkar samfélagi. Þetta eitt og sér hlýtur eiginlega að kalla á það að málinu verði áfrýjað til æðra dómstigs." Íslensk morð oftast ástríðuglæpir Hann telur sérstakt að Angjelin fái sömu refsingu fyrir morðið og tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum á Íslandi. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram," segir Helgi. Íslensk manndrápsmál séu oftast af allt öðrum toga. „Þar er oft um svona augnabliksæði, kannski í vímuefnaneyslu þar sem eru oft nánir aðilar í einhverjum átökum eða deilu og eru oft bara persónulegir harmleikir þar sem er iðrun og eftirsjá," segir hann. „Og ég er enginn talsmaður þungra refsinga en maður spyr sig hvort það sé eðlilegt að það sé gefin sama refsing fyrir svona manndráp sem er skipulagt í þaula, reynt að hylma yfir það og menn sýna enga iðrun." Morðið hefði aldrei getað orðið nema fyrir tilverknað hinna Loks segir hann það koma sér á óvart að enginn hinna þriggja hafi verið sakfelldur fyrir samverknað í morðinu. Hann spyr sig hvort jafnvel þurfi að skerpa á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum á Íslandi. „Fyrir utanaðkomandi þá finnst manni að það þurfi að skoða eitthvað þennan samverknað eða hlutdeild hinna,“ segir Helgi. „Vegna þess að maður sér alveg að þarna er ákveðinn mannskapur sem er honum náinn með einhverjum hætti sem er beinlínis að aðstoða við þennan verknað. Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum," segir Helgi.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
„Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25
Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47