Skrýtið að Angjelin fái sömu refsingu og tíðkast við ástríðuglæp Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. október 2021 12:01 Helgi Gunnlaugsson furður sig á ýmsu hvað varðar Rauðagerðismálið. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Afbrotafræðingur telur margt sérstakt við dóminn sem féll í Rauðagerðismálinu í gær. Hann furðar sig á því að dómurinn hafi ekki verið fjölskipaður í svo víðfeðmu og alvarlegu sakamáli þar sem svo margir höfðu réttarstöðu sakbornings. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Rauðagerðismálinu í gær en hin þrjú sem voru ákærð fyrir samverknað í málinu voru sýknuð. Guðjón Marteinsson héraðsdómari dæmdi málið einn. „Það fyrsta sem vekur athygli er að þarna er ekki um fjölskipaðan dóm að ræða, þarna er aðeins einn dómari sem úrskurðar í mjög flóknu og alvarlegu máli þar sem margir koma við sögu, þarna er fjöldi sakborninga," segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Og málið er auðvitað mjög alvarlegt og með því alvarlegra sem við höfum séð í okkar samfélagi. Þetta eitt og sér hlýtur eiginlega að kalla á það að málinu verði áfrýjað til æðra dómstigs." Íslensk morð oftast ástríðuglæpir Hann telur sérstakt að Angjelin fái sömu refsingu fyrir morðið og tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum á Íslandi. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram," segir Helgi. Íslensk manndrápsmál séu oftast af allt öðrum toga. „Þar er oft um svona augnabliksæði, kannski í vímuefnaneyslu þar sem eru oft nánir aðilar í einhverjum átökum eða deilu og eru oft bara persónulegir harmleikir þar sem er iðrun og eftirsjá," segir hann. „Og ég er enginn talsmaður þungra refsinga en maður spyr sig hvort það sé eðlilegt að það sé gefin sama refsing fyrir svona manndráp sem er skipulagt í þaula, reynt að hylma yfir það og menn sýna enga iðrun." Morðið hefði aldrei getað orðið nema fyrir tilverknað hinna Loks segir hann það koma sér á óvart að enginn hinna þriggja hafi verið sakfelldur fyrir samverknað í morðinu. Hann spyr sig hvort jafnvel þurfi að skerpa á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum á Íslandi. „Fyrir utanaðkomandi þá finnst manni að það þurfi að skoða eitthvað þennan samverknað eða hlutdeild hinna,“ segir Helgi. „Vegna þess að maður sér alveg að þarna er ákveðinn mannskapur sem er honum náinn með einhverjum hætti sem er beinlínis að aðstoða við þennan verknað. Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum," segir Helgi. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Rauðagerðismálinu í gær en hin þrjú sem voru ákærð fyrir samverknað í málinu voru sýknuð. Guðjón Marteinsson héraðsdómari dæmdi málið einn. „Það fyrsta sem vekur athygli er að þarna er ekki um fjölskipaðan dóm að ræða, þarna er aðeins einn dómari sem úrskurðar í mjög flóknu og alvarlegu máli þar sem margir koma við sögu, þarna er fjöldi sakborninga," segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. „Og málið er auðvitað mjög alvarlegt og með því alvarlegra sem við höfum séð í okkar samfélagi. Þetta eitt og sér hlýtur eiginlega að kalla á það að málinu verði áfrýjað til æðra dómstigs." Íslensk morð oftast ástríðuglæpir Hann telur sérstakt að Angjelin fái sömu refsingu fyrir morðið og tíðkast í hefðbundnari manndrápsmálum á Íslandi. „Þegar við skoðum þetta mál og hvernig það allt saman bar að; þarna er um fyrir fram skipulagða atlögu að ræða. Það er yfirveguð og köld, rökvísi þarna á bakvið, þar sem málið virðist skipulagt í þaula fyrir fram," segir Helgi. Íslensk manndrápsmál séu oftast af allt öðrum toga. „Þar er oft um svona augnabliksæði, kannski í vímuefnaneyslu þar sem eru oft nánir aðilar í einhverjum átökum eða deilu og eru oft bara persónulegir harmleikir þar sem er iðrun og eftirsjá," segir hann. „Og ég er enginn talsmaður þungra refsinga en maður spyr sig hvort það sé eðlilegt að það sé gefin sama refsing fyrir svona manndráp sem er skipulagt í þaula, reynt að hylma yfir það og menn sýna enga iðrun." Morðið hefði aldrei getað orðið nema fyrir tilverknað hinna Loks segir hann það koma sér á óvart að enginn hinna þriggja hafi verið sakfelldur fyrir samverknað í morðinu. Hann spyr sig hvort jafnvel þurfi að skerpa á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum á Íslandi. „Fyrir utanaðkomandi þá finnst manni að það þurfi að skoða eitthvað þennan samverknað eða hlutdeild hinna,“ segir Helgi. „Vegna þess að maður sér alveg að þarna er ákveðinn mannskapur sem er honum náinn með einhverjum hætti sem er beinlínis að aðstoða við þennan verknað. Og þetta mál hefði aldrei getað orðið með þessum hætti nema fyrir tilverknað þeirra. Og það er allt gert til að dylja slóðina og þeir taka þátt í því með honum að dylja slóðina. En það virðist ekki duga til í okkar lögum," segir Helgi.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir „Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
„Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. 23. september 2021 17:25
Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47