Breytingar í samræmi við lög og breytt samfélag Þórhildur Ólöf Helgadóttir skrifar 23. október 2021 08:00 Íslandspóstur hefur náð góðum árangri í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir undanfarin ár. Pósturinn hefur meðal annars þurft að takasta á við samfélagslegar breytingar á borð við samdrátt bréfasendinga og öra fjölgun pakkasendinga. Fjölgun pakkasendinga, sem m.a. má rekja til aukinnar netverslunar, hefur veitt Íslandspósti tækifæri til að stíga hraðar inn á markaðinn með tæknivæðingu og þéttingu afgreiðslustaða. Þannig höfum við sett upp fleiri póstbox og pakkaport, sem bætir afgreiðslunet fyrirtækisins um allt land til muna, neytendum og netverslunum til hagsbóta. Nýting póstboxanna kemur til með að aukast enn frekar þegar bæði verður hægt að taka á móti og senda pakka í gegnum þau. Með því verður stigið nýtt skref í póstþjónustu á Íslandi. Breytingar á lögum kalla á verðbreytingar Ein af þeim áskorunum sem við hjá Íslandspósti höfum þurft að fást við er gagnrýni vegna breytinga á verðskrám, breytinga sem fyrirtækið hefur vel að merkja ekki fullt forræði á, heldur sem leiðir af fyrirmælum Alþingis. Í ársbyrjun 2020 tóku gildi lög sem kváðu á um að sama verðskrá skyldi vera fyrir póstsendingar, óháð því hvar á landinu sendandi og móttakandi væru staddir. Markmið laganna var að kostnaður neytenda við pakkasendingar yrði sá sami, óháð búsetu. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér greiðsluþátttöku ríkissjóðs í sendingarkostnaði á strjálbýlli svæðum. Greiðsluþátttaka ríkissjóðs mætti mikilli gagnrýni, m.a. af hálfu Íslandspósts. Alþingi brást við gagnrýninni og vatt kvæði sínu í kross með lagabreytingum sem tóku gildi í sumar. Í þeim var kveðið um að frá og með 1. nóvember 2021 yrði Póstinum einungis heimilt að bjóða sömu verðskrá um allt land fyrir bréf undir 51 g. Þessi lagabreyting hefur í för að Íslandspóstur er knúinn til að setja nýja verðskrá fyrir pakkasendingar í samræmi við raunkostnað þeirra. Um næstu mánaðamót mun sendingarkostnaður því sums staðar lækka en víðast hvar á landsbyggðinni hækka. Stjórnendur Íslandspósts geta ekki lagt mat á markmið Alþingis við gerð verðskrár fyrirtækisins. Verkefni okkar ráðast af þeim lagaramma sem fyrirtækið starfar og því að rekstur fyrirtæksins sé sjálfbær og í takti við þarfir viðskiptavina. Verðbreytingarnar taka mið af þessum þáttum. Samdráttur í bréfasendingum hefur áhrif á fjölpóst Íslandspóstur hefur undanfarin ár ekki aðeins þurft að bregðast við breytingum löggjafans heldur einnig unnið að lausnum þegar kemur að breyttri hegðun og þörfum neytenda. Á sama tíma og pakkasendingum hefur fjölgað hefur dregið mjög úr bréfasendingum. Fækkun þeirra hefur áhrif á aðra þætti rekstursins. Í gegnum tíðina hefur fjölpóstur fengið að fljóta með öðrum bréfasendingum. Viðbótarkostnaður vegna fjölpósts var óverulegur þar sem bréfin báru mestan hluta kostnaðarins. Með fækkun á bréfum hefur Pósturinn nú viðkomu á mun færri stöðum en áður. Fjölpóstur kallar hins vegar á að borið sé út í hverja lúgu og póstkassa og hefur kostnaður við dreifingu hans því vaxið. Ný verðskrá fyrir fjölpóst tekur mið að því. Póstinum hefur með markvissri vinnu á undanförnum misserum tekist að tryggja góðan rekstur samhliða því að halda uppi öflugri þjónustu og rækja skyldur sínar sem alþjónustuveitandi póstþjónustu um land allt. Að því erum við stolt. Höfundur er forstjóri Íslandspósts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Neytendur Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Íslandspóstur hefur náð góðum árangri í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir undanfarin ár. Pósturinn hefur meðal annars þurft að takasta á við samfélagslegar breytingar á borð við samdrátt bréfasendinga og öra fjölgun pakkasendinga. Fjölgun pakkasendinga, sem m.a. má rekja til aukinnar netverslunar, hefur veitt Íslandspósti tækifæri til að stíga hraðar inn á markaðinn með tæknivæðingu og þéttingu afgreiðslustaða. Þannig höfum við sett upp fleiri póstbox og pakkaport, sem bætir afgreiðslunet fyrirtækisins um allt land til muna, neytendum og netverslunum til hagsbóta. Nýting póstboxanna kemur til með að aukast enn frekar þegar bæði verður hægt að taka á móti og senda pakka í gegnum þau. Með því verður stigið nýtt skref í póstþjónustu á Íslandi. Breytingar á lögum kalla á verðbreytingar Ein af þeim áskorunum sem við hjá Íslandspósti höfum þurft að fást við er gagnrýni vegna breytinga á verðskrám, breytinga sem fyrirtækið hefur vel að merkja ekki fullt forræði á, heldur sem leiðir af fyrirmælum Alþingis. Í ársbyrjun 2020 tóku gildi lög sem kváðu á um að sama verðskrá skyldi vera fyrir póstsendingar, óháð því hvar á landinu sendandi og móttakandi væru staddir. Markmið laganna var að kostnaður neytenda við pakkasendingar yrði sá sami, óháð búsetu. Útfærsla þessa markmiðs fól í sér greiðsluþátttöku ríkissjóðs í sendingarkostnaði á strjálbýlli svæðum. Greiðsluþátttaka ríkissjóðs mætti mikilli gagnrýni, m.a. af hálfu Íslandspósts. Alþingi brást við gagnrýninni og vatt kvæði sínu í kross með lagabreytingum sem tóku gildi í sumar. Í þeim var kveðið um að frá og með 1. nóvember 2021 yrði Póstinum einungis heimilt að bjóða sömu verðskrá um allt land fyrir bréf undir 51 g. Þessi lagabreyting hefur í för að Íslandspóstur er knúinn til að setja nýja verðskrá fyrir pakkasendingar í samræmi við raunkostnað þeirra. Um næstu mánaðamót mun sendingarkostnaður því sums staðar lækka en víðast hvar á landsbyggðinni hækka. Stjórnendur Íslandspósts geta ekki lagt mat á markmið Alþingis við gerð verðskrár fyrirtækisins. Verkefni okkar ráðast af þeim lagaramma sem fyrirtækið starfar og því að rekstur fyrirtæksins sé sjálfbær og í takti við þarfir viðskiptavina. Verðbreytingarnar taka mið af þessum þáttum. Samdráttur í bréfasendingum hefur áhrif á fjölpóst Íslandspóstur hefur undanfarin ár ekki aðeins þurft að bregðast við breytingum löggjafans heldur einnig unnið að lausnum þegar kemur að breyttri hegðun og þörfum neytenda. Á sama tíma og pakkasendingum hefur fjölgað hefur dregið mjög úr bréfasendingum. Fækkun þeirra hefur áhrif á aðra þætti rekstursins. Í gegnum tíðina hefur fjölpóstur fengið að fljóta með öðrum bréfasendingum. Viðbótarkostnaður vegna fjölpósts var óverulegur þar sem bréfin báru mestan hluta kostnaðarins. Með fækkun á bréfum hefur Pósturinn nú viðkomu á mun færri stöðum en áður. Fjölpóstur kallar hins vegar á að borið sé út í hverja lúgu og póstkassa og hefur kostnaður við dreifingu hans því vaxið. Ný verðskrá fyrir fjölpóst tekur mið að því. Póstinum hefur með markvissri vinnu á undanförnum misserum tekist að tryggja góðan rekstur samhliða því að halda uppi öflugri þjónustu og rækja skyldur sínar sem alþjónustuveitandi póstþjónustu um land allt. Að því erum við stolt. Höfundur er forstjóri Íslandspósts.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun