Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - KA/Þór 27-25 | Framkonur sterkari á svellinu undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2021 18:30 Hafdís Renötudóttir fagnar eftir að hafa varið frá Rut Jónsdóttur undir lok leiks. vísir/hulda margrét Fram vann góðan sigur á Íslands- og bikarmeisturum KA/Þórs, 27-25, í Safamýrinni í Olís-deild kvenna í dag. KA/Þór var með undirtökin í fyrri hálfleik og leiddi með þremur mörkum að honum loknum, 11-14. Fram byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti, jafnaði og var svo sterkari á lokakaflanum. Hafdís Renötudóttir átti frábæran leik í marki Fram og varði átján skot (44 prósent). Hún fór langt með að tryggja Framkonum sigurinn þegar hún varði frá Rut Jónsdóttur í dauðafæri þegar um mínúta var eftir og kom í veg fyrir að Akureyringar jöfnuðu. Karen Knútsdóttir átti sömuleiðis stórleik og skoraði níu mörk. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði átta mörk, þar af fjögur af síðustu fimm mörkum Fram í leiknum. Aldís Ásta Heimisdóttir og Martha Hermannsdóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir KA/Þór og Rut fimm. Sunna Guðrún Pétursdóttir lék í markinu í stað Mateu Lonac sem er erlendis og átti góðan leik. Hún varði sautján skot, eða 39 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Martha Hermannsdóttir skoraði sex mörk fyrir KA/Þór og var sérstaklega öflug í fyrri hálfleik.vísir/hulda margrét KA/Þór var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, sérstaklega seinni hluta hans. Vörn gestanna var gríðarlega sterk og heimakonur áttu í miklum vandræðum í sókninni. Þá varði Sunna virkilega vel í markinu, alls níu skot (45 prósent). Eftir leikhlé Stefáns Arnarsonar þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik skoraði Fram tvö mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 8-9. KA/Þór svaraði með þremur mörkum í röð og náði fjögurra marka forskoti, 8-12. KA/Þór átti möguleika á að fara með fimm marka forskot til búningsherbergja. En Ásdís Guðmundsdóttir skaut í stöng og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði ellefta mark Fram í þann mund sem leiktíminn rann út. Staðan í hálfleik var því 11-14, KA/Þór í vil. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Unnur Ómarsdóttir berjast um frákast.vísir/hulda margrét Allt annað var að sjá Framliðsins í seinni hálfleik. Það byrjaði hann af miklum krafti, skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og jafnaði í 15-15. Fram fékk ótal tækifæri til að komast yfir en það gekk ekki fyrr en Karen kom heimakonum í 21-20 þegar ellefu mínútur voru eftir. Hún skoraði tvö mörk í röð eftir að hafa stolið boltanum þegar KA/Þór var með sjö sóknarmenn inni á vellinum. Sá kafli reyndist dýr fyrir gestina þegar uppi var staðið. Á lokakaflanum hrökk Ragnheiður í gang og Fram átti nokkuð greiða leið í gegnum vörn KA/Þórs. En Akureyringar gáfust ekki upp og Rut jafnaði í tvígang. Hún gat gert það í þriðja þegar hún fór í gegn þegar mínúta var eftir. Færið var gott en Hafdís varði og Framkonur voru því með pálmann í höndunum. Karen Knútsdóttir fiskar vítið sem Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði svo síðasta mark leiksins úr.vísir/hulda margrét Í næstu sókn Fram fiskaði Karen víti sem Ragnheiður skoraði úr og gulltryggði sigur heimakvenna, 27-25. Fram er á toppi Olís-deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki en KA/Þór er í 4. sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki. Af hverju vann Fram? Eftir að hafa verið undir á flestum sviðum í fyrri hálfleik tók Fram heldur betur við sér í þeim seinni. Vörnin efldist og KA/Þór átti í mestu vandræðum með að skora. Þá kom meiri hraði í sóknarleik Framkvenna og þær skoruðu sjö mörk eftir hraðaupphlaup í seinni hálfleik eftir að hafa aðeins gert eitt slíkt í þeim fyrri. Þá var uppstilltur sóknarleikur Fram mjög góður undir lokin og liðið þurfti að hafa minna fyrir mörkunum sínum en KA/Þór. Leikmenn Fram fagna sigrinum.vísir/hulda margrét Hverjar stóðu upp úr? Karen og Hafdís voru góðar allan leikinn og hafa byrjað tímabilið af miklum krafti. Ragnheiður var í vandræðum lengi framan af en var ómetanleg á lokakaflanum. Þá voru Emma Olsson og Stella Sigurðardóttir sterkar í vörn Fram. Aldís Ásta var besti sóknarmaður KA/Þórs í gegnum leikinn. Martha, Rut og Hulda Bryndís Tryggvadóttir voru góðar í fyrri hálfleik en duttu niður í þeim seinni. Sunna var svo virkilega góð í markinu og komst vel frá sínu. Karen að fara að skora eftir að hafa stolið boltanum.vísir/hulda margrét Hvað gekk illa? Sóknarleikur KA/Þórs var mjög ráðleysislegur í seinni hálfleik og öryggið sem einkenndi hann í þeim fyrri var ekki sjáanlegt. Gestirnir hættu á köflum að horfa á markið og þurftu að hafa rosalega mikið fyrir því að skora. Þá gerði KA/Þór aðeins þrjú hraðaupphlaupsmörk í leiknum og sú ákvörðun að spila með sjö í sókn gafst ekki vel. Þær Þórey Rósa og Hildur Þorgeirsdóttir hafa oft leikið betur fyrir Fram. Sú fyrrnefnda fór illa með nokkur góð færi og sú síðarnefnda skoraði ekki mark þótt hún hafi átt nokkrar stoðsendingar eins og venjulega. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fram er á fimmtudaginn þegar liðið sækir stigalausa nýliða Aftureldingar heim. Næsta laugardag mætir KA/Þór HK fyrir norðan. Stefán: Sóknirnar voru alltof stuttar í fyrri hálfleik Stefán Arnarson var sáttur með hvernig Framkonur spiluðu í seinni hálfleik.vísir/hulda margrét Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ánægður með hvernig liðið sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik gegn KA/Þór í dag. Fram var þremur mörkum undir í hálfleik, 11-14, en allt annað var að sjá til liðsins í seinni hálfleik sem það vann, 16-11, og leikinn, 27-25. „Við spiluðum betri vörn. Við spiluðum góða vörn fyrstu tíu mínúturnar en svo gáfum við of auðvelt mörk. Og við spiluðum við lengri sóknir. Þær voru alltof stuttar í fyrri hálfleik. Um leið og við spilum aðeins lengur fengum við alltaf færi. Við gerðum það vel í seinni hálfleik,“ sagði Stefán eftir leik. Fram skoraði aðeins eitt hraðaupphlaupsmark í fyrri hálfleik en í þeim seinni gerði liðið sjö slík. „Við keyrðum meira í seinni hálfleik. Karen [Knútsdóttir] kom í vörnina og það breytir miklu að hafa hana í seinni bylgjunni. Það skilaði nokkrum mörkum,“ sagði Stefán. En gerði hann einhverjar áherslubreytingar á vörninni í hálfleik? „Við gerðum þá breytingu að spila vörnina eins og við ætluðum að gera,“ svaraði Stefán. Hann er mjög sáttur með hvernig Framkonur svöruðu fyrir sig í seinni hálfleiknum í dag. „Ég er mjög ánægður að snúa þessu við, klára þetta og vinna þetta hörkulið eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik,“ sagði Stefán að lokum. Andri Snær: Sunna er frábær markvörður Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var skiljanlega súr eftir tapið fyrir Fram í dag. Akureyringar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en misstu tökin á leiknum í þeim seinni. „Þetta er mjög svekkjandi tap og ég er mjög svekktur. Við spiluðum frábæran fyrri hálfleik en mér fannst við eiga að vera betri í seinni hálfleik,“ sagði Andri eftir leik. KA/Þór var þremur mörkum yfir í hálfleik, 11-14, en það tók Fram aðeins fimm mínútur að jafna í seinni hálfleik. „Við áttum möguleika að komast fimm mörkum yfir undir lok fyrri hálfleiks en í staðinn minnkuðu þær muninn niður í þrjú mörk. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og við vissum að þær kæmu með áhlaup. En við komum okkur aftur í gírinn og náðum ágætis stjórn á okkar leik,“ sagði Andri. Þegar KA/Þór var í hvað mestum vandræðum í sókninni í seinni hálfleik tók Andri markvörðinn út af og bætti sjöunda sóknarmanninum við. Það ráðabrugg heppnaðist ekki því Fram skoraði tvisvar í tómt markið. „Ég tek það á mig, við prófuðum sjö á sex þegar sóknin var erfið. Við prófuðum að hrista upp í þessu en það var dýrt og við gáfum tvö mörk sem gáfu Fram sjálfstraust. Svo voru þetta bara smáatriði undir lokin og Fram vann.“ Þrátt fyrir tapið var Andri ánægður með eitt og annað í leik KA/Þórs, meðal annars frammistöðu Sunna Guðrúnar Pétursdóttir sem lék í marki liðsins í stað Mateu Lonac sem er stödd í Króatíu vegna brúðkaups systur sinnar. „Ég er gríðarlega ánægður með Sunnu. Hún er frábær markvörður, er í B-landsliðinu og sýndi og sannaði í dag að hún á fullt erindi í það. Við erum með tvo góða markmenn,“ sagði Andri að endingu. Olís-deild kvenna Fram KA Þór Akureyri
Fram vann góðan sigur á Íslands- og bikarmeisturum KA/Þórs, 27-25, í Safamýrinni í Olís-deild kvenna í dag. KA/Þór var með undirtökin í fyrri hálfleik og leiddi með þremur mörkum að honum loknum, 11-14. Fram byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti, jafnaði og var svo sterkari á lokakaflanum. Hafdís Renötudóttir átti frábæran leik í marki Fram og varði átján skot (44 prósent). Hún fór langt með að tryggja Framkonum sigurinn þegar hún varði frá Rut Jónsdóttur í dauðafæri þegar um mínúta var eftir og kom í veg fyrir að Akureyringar jöfnuðu. Karen Knútsdóttir átti sömuleiðis stórleik og skoraði níu mörk. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði átta mörk, þar af fjögur af síðustu fimm mörkum Fram í leiknum. Aldís Ásta Heimisdóttir og Martha Hermannsdóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir KA/Þór og Rut fimm. Sunna Guðrún Pétursdóttir lék í markinu í stað Mateu Lonac sem er erlendis og átti góðan leik. Hún varði sautján skot, eða 39 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Martha Hermannsdóttir skoraði sex mörk fyrir KA/Þór og var sérstaklega öflug í fyrri hálfleik.vísir/hulda margrét KA/Þór var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, sérstaklega seinni hluta hans. Vörn gestanna var gríðarlega sterk og heimakonur áttu í miklum vandræðum í sókninni. Þá varði Sunna virkilega vel í markinu, alls níu skot (45 prósent). Eftir leikhlé Stefáns Arnarsonar þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik skoraði Fram tvö mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 8-9. KA/Þór svaraði með þremur mörkum í röð og náði fjögurra marka forskoti, 8-12. KA/Þór átti möguleika á að fara með fimm marka forskot til búningsherbergja. En Ásdís Guðmundsdóttir skaut í stöng og Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði ellefta mark Fram í þann mund sem leiktíminn rann út. Staðan í hálfleik var því 11-14, KA/Þór í vil. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Unnur Ómarsdóttir berjast um frákast.vísir/hulda margrét Allt annað var að sjá Framliðsins í seinni hálfleik. Það byrjaði hann af miklum krafti, skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og jafnaði í 15-15. Fram fékk ótal tækifæri til að komast yfir en það gekk ekki fyrr en Karen kom heimakonum í 21-20 þegar ellefu mínútur voru eftir. Hún skoraði tvö mörk í röð eftir að hafa stolið boltanum þegar KA/Þór var með sjö sóknarmenn inni á vellinum. Sá kafli reyndist dýr fyrir gestina þegar uppi var staðið. Á lokakaflanum hrökk Ragnheiður í gang og Fram átti nokkuð greiða leið í gegnum vörn KA/Þórs. En Akureyringar gáfust ekki upp og Rut jafnaði í tvígang. Hún gat gert það í þriðja þegar hún fór í gegn þegar mínúta var eftir. Færið var gott en Hafdís varði og Framkonur voru því með pálmann í höndunum. Karen Knútsdóttir fiskar vítið sem Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði svo síðasta mark leiksins úr.vísir/hulda margrét Í næstu sókn Fram fiskaði Karen víti sem Ragnheiður skoraði úr og gulltryggði sigur heimakvenna, 27-25. Fram er á toppi Olís-deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki en KA/Þór er í 4. sæti með fjögur stig eftir þrjá leiki. Af hverju vann Fram? Eftir að hafa verið undir á flestum sviðum í fyrri hálfleik tók Fram heldur betur við sér í þeim seinni. Vörnin efldist og KA/Þór átti í mestu vandræðum með að skora. Þá kom meiri hraði í sóknarleik Framkvenna og þær skoruðu sjö mörk eftir hraðaupphlaup í seinni hálfleik eftir að hafa aðeins gert eitt slíkt í þeim fyrri. Þá var uppstilltur sóknarleikur Fram mjög góður undir lokin og liðið þurfti að hafa minna fyrir mörkunum sínum en KA/Þór. Leikmenn Fram fagna sigrinum.vísir/hulda margrét Hverjar stóðu upp úr? Karen og Hafdís voru góðar allan leikinn og hafa byrjað tímabilið af miklum krafti. Ragnheiður var í vandræðum lengi framan af en var ómetanleg á lokakaflanum. Þá voru Emma Olsson og Stella Sigurðardóttir sterkar í vörn Fram. Aldís Ásta var besti sóknarmaður KA/Þórs í gegnum leikinn. Martha, Rut og Hulda Bryndís Tryggvadóttir voru góðar í fyrri hálfleik en duttu niður í þeim seinni. Sunna var svo virkilega góð í markinu og komst vel frá sínu. Karen að fara að skora eftir að hafa stolið boltanum.vísir/hulda margrét Hvað gekk illa? Sóknarleikur KA/Þórs var mjög ráðleysislegur í seinni hálfleik og öryggið sem einkenndi hann í þeim fyrri var ekki sjáanlegt. Gestirnir hættu á köflum að horfa á markið og þurftu að hafa rosalega mikið fyrir því að skora. Þá gerði KA/Þór aðeins þrjú hraðaupphlaupsmörk í leiknum og sú ákvörðun að spila með sjö í sókn gafst ekki vel. Þær Þórey Rósa og Hildur Þorgeirsdóttir hafa oft leikið betur fyrir Fram. Sú fyrrnefnda fór illa með nokkur góð færi og sú síðarnefnda skoraði ekki mark þótt hún hafi átt nokkrar stoðsendingar eins og venjulega. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fram er á fimmtudaginn þegar liðið sækir stigalausa nýliða Aftureldingar heim. Næsta laugardag mætir KA/Þór HK fyrir norðan. Stefán: Sóknirnar voru alltof stuttar í fyrri hálfleik Stefán Arnarson var sáttur með hvernig Framkonur spiluðu í seinni hálfleik.vísir/hulda margrét Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var ánægður með hvernig liðið sneri dæminu sér í vil í seinni hálfleik gegn KA/Þór í dag. Fram var þremur mörkum undir í hálfleik, 11-14, en allt annað var að sjá til liðsins í seinni hálfleik sem það vann, 16-11, og leikinn, 27-25. „Við spiluðum betri vörn. Við spiluðum góða vörn fyrstu tíu mínúturnar en svo gáfum við of auðvelt mörk. Og við spiluðum við lengri sóknir. Þær voru alltof stuttar í fyrri hálfleik. Um leið og við spilum aðeins lengur fengum við alltaf færi. Við gerðum það vel í seinni hálfleik,“ sagði Stefán eftir leik. Fram skoraði aðeins eitt hraðaupphlaupsmark í fyrri hálfleik en í þeim seinni gerði liðið sjö slík. „Við keyrðum meira í seinni hálfleik. Karen [Knútsdóttir] kom í vörnina og það breytir miklu að hafa hana í seinni bylgjunni. Það skilaði nokkrum mörkum,“ sagði Stefán. En gerði hann einhverjar áherslubreytingar á vörninni í hálfleik? „Við gerðum þá breytingu að spila vörnina eins og við ætluðum að gera,“ svaraði Stefán. Hann er mjög sáttur með hvernig Framkonur svöruðu fyrir sig í seinni hálfleiknum í dag. „Ég er mjög ánægður að snúa þessu við, klára þetta og vinna þetta hörkulið eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik,“ sagði Stefán að lokum. Andri Snær: Sunna er frábær markvörður Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var skiljanlega súr eftir tapið fyrir Fram í dag. Akureyringar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en misstu tökin á leiknum í þeim seinni. „Þetta er mjög svekkjandi tap og ég er mjög svekktur. Við spiluðum frábæran fyrri hálfleik en mér fannst við eiga að vera betri í seinni hálfleik,“ sagði Andri eftir leik. KA/Þór var þremur mörkum yfir í hálfleik, 11-14, en það tók Fram aðeins fimm mínútur að jafna í seinni hálfleik. „Við áttum möguleika að komast fimm mörkum yfir undir lok fyrri hálfleiks en í staðinn minnkuðu þær muninn niður í þrjú mörk. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og við vissum að þær kæmu með áhlaup. En við komum okkur aftur í gírinn og náðum ágætis stjórn á okkar leik,“ sagði Andri. Þegar KA/Þór var í hvað mestum vandræðum í sókninni í seinni hálfleik tók Andri markvörðinn út af og bætti sjöunda sóknarmanninum við. Það ráðabrugg heppnaðist ekki því Fram skoraði tvisvar í tómt markið. „Ég tek það á mig, við prófuðum sjö á sex þegar sóknin var erfið. Við prófuðum að hrista upp í þessu en það var dýrt og við gáfum tvö mörk sem gáfu Fram sjálfstraust. Svo voru þetta bara smáatriði undir lokin og Fram vann.“ Þrátt fyrir tapið var Andri ánægður með eitt og annað í leik KA/Þórs, meðal annars frammistöðu Sunna Guðrúnar Pétursdóttir sem lék í marki liðsins í stað Mateu Lonac sem er stödd í Króatíu vegna brúðkaups systur sinnar. „Ég er gríðarlega ánægður með Sunnu. Hún er frábær markvörður, er í B-landsliðinu og sýndi og sannaði í dag að hún á fullt erindi í það. Við erum með tvo góða markmenn,“ sagði Andri að endingu.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti