Ráðgjöf um misþyrmingu lífríkis Íslands? Ole Anton Bieltvedt skrifar 23. október 2021 18:28 Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) hefur mörgum góðum og gegnum mönnum á að skipa, sérfræðingum á sviði náttúru- og vistfræði, en hlutverk hennar er, að fylgjast með þróun íslenzka lífríkisins og leiðbeina stjórnvöldum um vernd þess og viðhald. Hluti þessarar ráðgjafar er tillögugerð um veiðar villtra dýra, en öll villt dýr voru friðuð, góðu heilli, með lögum nr. 64/1994, eða fyrir 25 árum. Þessa dagana er umræðan um undanþágu frá friðun rjúpunnar í deiglu, en þrátt fyrir það, að rjúpan hafi verið friðuð í 25 ár, og þrátt fyrir það, að þá þegar var búið að útrýma 80-90% rjúpnastofnsins, þá hefur NÍ mælt með því, að undanþága væri veitt frá friðun, og veiðar leyfðar, í 23 ár, af þeim 25, sem rjúpan hefði átt að njóta friðunar skv. lögum. Skýringin er fyrir unndirrituðum sú, annars vegar, að veiðimenn, sem litlar eða engar tilfinningar bera fyrir villtum dýrum - og virðast hafa af því mikla ánægju, að stunda sitt blóðsport - hafa þrýst hart á með það, að vikið væri frá lögbundinni friðun, til þess, að þeir gætu stundað það, sem ég kalla óiðju sína. Hins vegar, virðist skýringin á því, að aftur og aftur hafa friðunarlög verið vanvirt, og mælt með veiðum, vera sú, að veiðimenn sjálfir hafa gegnt lykilhlutverkum bæði í NÍ og Umhverfisstofnun (UST), sem saman fara með ráðgjöf um undanþágu frá friðun og veiðistjórnun. Helzti sérfræðingur NÍ um rjúpnamál, sem hefur haft mest að segja um það, hvort fuglinn væri friðaður skv. lögum, eða undanþága veitt til veiða, er sjálfur rjúpnaveiðimaður. Það sama mun gilda um forstjóra NÍ; hann hefur sjálfur stundað rjúpnaveiðar. Á sama hátt er það svo, að sá maður, sem var helzti sérfræðingur UST í veiðum villtra dýra, og gaf þar að nokkru tóninn um langt árabil, er nú orðinn formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvíss, sem gefur til kynna, að hann sjálfur hafi stundað blóðsportið, kannske ótæpilega, í gegnum tíðina. Það er ýmislegt skrýtið, sem gerist í okkar litla þjóðfélagi, en mitt mat er, að það gæti vart gerzt meðal annarra siðmenntaðra þjóða, að þeir menn, sem eiga að hafa það meginhlutverk, að tryggja vernd og viðhald lífríkisins, tryggja velferð og afkomu villtra dýra, séu sjálfir virkir veiðimenn. Ég þekki ýmsa góða menn, sem eru veiðimenn, á líka nána vini meðal þeirra, en þeirra tilfinnigalíf er, í þessu tilliti, annað, en okkar dýravina; þeir hafa litlar eða engar tilfinningar fyrir dýrum, og líta á þau sem sjálfsagða bráð; veiðar sem sport og skemmtun, sem þeir eigi fullan rétt á. Villtdýr séu nánast fædd í þenna heim, til að gera þeim kleift að elta þau og drepa. Kikkið ráði. Tilfinningin fyrir villtum dýrum og rétti þeirra til velferðar og lífs við núllið. Forráðamenn NÍ, líka formaður Skotvíss, virka sem vænir menn, góðir drengir, almennt talað, en gagnvart dýrum hafa þeir litlar tilfinningar. Því er með öllu óhæft, að þeir ráði ferðinni, þegar línur eru lagðar um það, hvort lögbundinn friðun gildi, eða undanþága sé veitt til veiða. Skv. talningu NÍ var vor- eða varpstofn rjúpu í vor 69 þúsund fuglar. Reiknað er með, að 179 þúsund ungar hafi bætzt við í sumar, þannig, að haust- eða veiðistofn, með 6 mánaða ungum, sé 248 þúsund fuglar. Er þetta minnsti og veikasti stofninn frá upphafi talninga 1995 Skv. gögnum NÍ. Til samanburðar má nefna, að NÍ hefur sjálf gefið út, að rjúpur í landinu, á fyrri hluta síðustu aldar, hafi verið allt að 5 milljónum fuglum. Engu að síður mæla forráðamenn NÍ með, að friðun rjúpu sé enn og aftur virt að vettugi, og, að veiðar verði leyfðar á 20 þúsund fuglum, sem skiptist eiga á 5 þúsund veiðimenn. Mælt er með, að hver veiðimaður fái að veiða 4 rjúpur. Allir, sem eitthvað vita um rjúpnaveiðar og neyzlu fuglsins, vita, hins vegar, að það fer enginn veiðimaður til fjalla til að veiða 4 rjúpur. Uppgefin meðalveiði á veiðimann, skv. gögnum UST sjálfrar, síðustu 16 árin, er 12 fuglar á veiðimann. Þetta er sjá fjöldi, sem sem veiðimenn gefa upp, ef þeir gefa yfir höfuð eitthvað upp. Þeir, sem til þekkja, munu vita, að almenn veiði veiðimanna er 15-20 fuglar, eða fjórum til fimm sinnum meiri, en NÍ reiknar með. Eru þeir þá ótaldir, sem kunna að veiða án leyfa, t.a.m. bændur og landeigendur, sem veiða á eigin jörðum, og telja lífríkið þar sína eign, eins og fiskinn í vötnum og ám. Verði UST og umhverfisráðherra við ráðgjöf NÍ um veiðar, nú í nóvember, tel ég, að stjórnvöld séu að gefa grænt ljós á enn eina misþyrmingu hins fábrotna og fátæklega íslenzka lífríkis. Rjúpan er nú þegar á válista NÍ um „tegundir í yfirvofandi útrýmingarhætt“. Þetta yrði þá kannske síðasta sóknin og loka sigur veiðimanna. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) hefur mörgum góðum og gegnum mönnum á að skipa, sérfræðingum á sviði náttúru- og vistfræði, en hlutverk hennar er, að fylgjast með þróun íslenzka lífríkisins og leiðbeina stjórnvöldum um vernd þess og viðhald. Hluti þessarar ráðgjafar er tillögugerð um veiðar villtra dýra, en öll villt dýr voru friðuð, góðu heilli, með lögum nr. 64/1994, eða fyrir 25 árum. Þessa dagana er umræðan um undanþágu frá friðun rjúpunnar í deiglu, en þrátt fyrir það, að rjúpan hafi verið friðuð í 25 ár, og þrátt fyrir það, að þá þegar var búið að útrýma 80-90% rjúpnastofnsins, þá hefur NÍ mælt með því, að undanþága væri veitt frá friðun, og veiðar leyfðar, í 23 ár, af þeim 25, sem rjúpan hefði átt að njóta friðunar skv. lögum. Skýringin er fyrir unndirrituðum sú, annars vegar, að veiðimenn, sem litlar eða engar tilfinningar bera fyrir villtum dýrum - og virðast hafa af því mikla ánægju, að stunda sitt blóðsport - hafa þrýst hart á með það, að vikið væri frá lögbundinni friðun, til þess, að þeir gætu stundað það, sem ég kalla óiðju sína. Hins vegar, virðist skýringin á því, að aftur og aftur hafa friðunarlög verið vanvirt, og mælt með veiðum, vera sú, að veiðimenn sjálfir hafa gegnt lykilhlutverkum bæði í NÍ og Umhverfisstofnun (UST), sem saman fara með ráðgjöf um undanþágu frá friðun og veiðistjórnun. Helzti sérfræðingur NÍ um rjúpnamál, sem hefur haft mest að segja um það, hvort fuglinn væri friðaður skv. lögum, eða undanþága veitt til veiða, er sjálfur rjúpnaveiðimaður. Það sama mun gilda um forstjóra NÍ; hann hefur sjálfur stundað rjúpnaveiðar. Á sama hátt er það svo, að sá maður, sem var helzti sérfræðingur UST í veiðum villtra dýra, og gaf þar að nokkru tóninn um langt árabil, er nú orðinn formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvíss, sem gefur til kynna, að hann sjálfur hafi stundað blóðsportið, kannske ótæpilega, í gegnum tíðina. Það er ýmislegt skrýtið, sem gerist í okkar litla þjóðfélagi, en mitt mat er, að það gæti vart gerzt meðal annarra siðmenntaðra þjóða, að þeir menn, sem eiga að hafa það meginhlutverk, að tryggja vernd og viðhald lífríkisins, tryggja velferð og afkomu villtra dýra, séu sjálfir virkir veiðimenn. Ég þekki ýmsa góða menn, sem eru veiðimenn, á líka nána vini meðal þeirra, en þeirra tilfinnigalíf er, í þessu tilliti, annað, en okkar dýravina; þeir hafa litlar eða engar tilfinningar fyrir dýrum, og líta á þau sem sjálfsagða bráð; veiðar sem sport og skemmtun, sem þeir eigi fullan rétt á. Villtdýr séu nánast fædd í þenna heim, til að gera þeim kleift að elta þau og drepa. Kikkið ráði. Tilfinningin fyrir villtum dýrum og rétti þeirra til velferðar og lífs við núllið. Forráðamenn NÍ, líka formaður Skotvíss, virka sem vænir menn, góðir drengir, almennt talað, en gagnvart dýrum hafa þeir litlar tilfinningar. Því er með öllu óhæft, að þeir ráði ferðinni, þegar línur eru lagðar um það, hvort lögbundinn friðun gildi, eða undanþága sé veitt til veiða. Skv. talningu NÍ var vor- eða varpstofn rjúpu í vor 69 þúsund fuglar. Reiknað er með, að 179 þúsund ungar hafi bætzt við í sumar, þannig, að haust- eða veiðistofn, með 6 mánaða ungum, sé 248 þúsund fuglar. Er þetta minnsti og veikasti stofninn frá upphafi talninga 1995 Skv. gögnum NÍ. Til samanburðar má nefna, að NÍ hefur sjálf gefið út, að rjúpur í landinu, á fyrri hluta síðustu aldar, hafi verið allt að 5 milljónum fuglum. Engu að síður mæla forráðamenn NÍ með, að friðun rjúpu sé enn og aftur virt að vettugi, og, að veiðar verði leyfðar á 20 þúsund fuglum, sem skiptist eiga á 5 þúsund veiðimenn. Mælt er með, að hver veiðimaður fái að veiða 4 rjúpur. Allir, sem eitthvað vita um rjúpnaveiðar og neyzlu fuglsins, vita, hins vegar, að það fer enginn veiðimaður til fjalla til að veiða 4 rjúpur. Uppgefin meðalveiði á veiðimann, skv. gögnum UST sjálfrar, síðustu 16 árin, er 12 fuglar á veiðimann. Þetta er sjá fjöldi, sem sem veiðimenn gefa upp, ef þeir gefa yfir höfuð eitthvað upp. Þeir, sem til þekkja, munu vita, að almenn veiði veiðimanna er 15-20 fuglar, eða fjórum til fimm sinnum meiri, en NÍ reiknar með. Eru þeir þá ótaldir, sem kunna að veiða án leyfa, t.a.m. bændur og landeigendur, sem veiða á eigin jörðum, og telja lífríkið þar sína eign, eins og fiskinn í vötnum og ám. Verði UST og umhverfisráðherra við ráðgjöf NÍ um veiðar, nú í nóvember, tel ég, að stjórnvöld séu að gefa grænt ljós á enn eina misþyrmingu hins fábrotna og fátæklega íslenzka lífríkis. Rjúpan er nú þegar á válista NÍ um „tegundir í yfirvofandi útrýmingarhætt“. Þetta yrði þá kannske síðasta sóknin og loka sigur veiðimanna. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun