Metum störf kvenna til launa! Tatjana Latinovic og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifa 24. október 2021 11:31 Í haust birtust nýjar tölur frá Hagstofu Íslands þar sem fram kemur að launamunur kynjanna heldur áfram að minnka hér á Íslandi. Munurinn á heildarlaunum kvenna og karla er nú 22,8% og hefur minnkað töluvert frá árinu á undan þegar samsvarandi munur var 24,9%. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að við á Íslandi séum smám saman að uppræta kynbundið kjaramisrétti. En þetta er einnig skelfileg staðreynd, að við búum í samfélagi þar sem helmingur þjóðarinnar býr enn við landlægt og rótgróið misrétti. Kynbundin skipting vinnumarkaðar skýrir að miklu leyti launamun sem enn er til staðar og okkur mun ekki takast að uppræta hann fyrr en sátt næst um mikilvægi svokallaða „kvennastarfa“. Við búum enn í samfélagi þar sem störf kvenna eru minna metin en störf karla, þar sem framlag kvenna til samfélagsins er enn talið minna virði en framlag karla. Heimsfaraldur COVID-19 hefur dregið fram mikilvægi umönnunar, fræðslu og þjónustu, starfsgreina þar sem konur eru í miklum meirihluta. Þegar litið er á dreifingu launa eftir starfsgreinum kemur í ljós að þessi störf eru minna metin til launa en önnur, svo framleiðsla eða byggingarstarfsemi. Við sem samfélag þurfum að meta heildstætt virði ólíkra starfa og greiða sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf. Kvenréttindafélag Íslands styður heilshugar við áætlanir til að leiðrétta skakkt verðmætamat samfélagsins sem lagðar voru fram í haust í skýrslu forsætisráðherra. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þurfum við ekki aðeins verkfæri og verkferla, heldur samstilltan vilja og kraft. Konur hafa gengið úr vinnu sex sinnum síðustu hálfa öldina til að mótmæla landlægu kjaramisrétti kynjanna hér á landi, á kvennafrídegi 1975, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Kvenréttindafélag Íslands minnir á kröfur kvenna sem lesnar voru upp á baráttufundi á Arnarhóli þann 24. október 2018: Jafnréttismál eru hagsmunir okkar allra, ekki bara kvenna. Breytum menningunni og hugarfarinu, saman! Stöndum saman og höfum hátt! Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Kjarajafnrétti STRAX! Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tatjana Latinovic Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Í haust birtust nýjar tölur frá Hagstofu Íslands þar sem fram kemur að launamunur kynjanna heldur áfram að minnka hér á Íslandi. Munurinn á heildarlaunum kvenna og karla er nú 22,8% og hefur minnkað töluvert frá árinu á undan þegar samsvarandi munur var 24,9%. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að við á Íslandi séum smám saman að uppræta kynbundið kjaramisrétti. En þetta er einnig skelfileg staðreynd, að við búum í samfélagi þar sem helmingur þjóðarinnar býr enn við landlægt og rótgróið misrétti. Kynbundin skipting vinnumarkaðar skýrir að miklu leyti launamun sem enn er til staðar og okkur mun ekki takast að uppræta hann fyrr en sátt næst um mikilvægi svokallaða „kvennastarfa“. Við búum enn í samfélagi þar sem störf kvenna eru minna metin en störf karla, þar sem framlag kvenna til samfélagsins er enn talið minna virði en framlag karla. Heimsfaraldur COVID-19 hefur dregið fram mikilvægi umönnunar, fræðslu og þjónustu, starfsgreina þar sem konur eru í miklum meirihluta. Þegar litið er á dreifingu launa eftir starfsgreinum kemur í ljós að þessi störf eru minna metin til launa en önnur, svo framleiðsla eða byggingarstarfsemi. Við sem samfélag þurfum að meta heildstætt virði ólíkra starfa og greiða sambærileg laun fyrir jafnverðmæt störf. Kvenréttindafélag Íslands styður heilshugar við áætlanir til að leiðrétta skakkt verðmætamat samfélagsins sem lagðar voru fram í haust í skýrslu forsætisráðherra. Til þess að leiðrétta þessa skekkju þurfum við ekki aðeins verkfæri og verkferla, heldur samstilltan vilja og kraft. Konur hafa gengið úr vinnu sex sinnum síðustu hálfa öldina til að mótmæla landlægu kjaramisrétti kynjanna hér á landi, á kvennafrídegi 1975, 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Kvenréttindafélag Íslands minnir á kröfur kvenna sem lesnar voru upp á baráttufundi á Arnarhóli þann 24. október 2018: Jafnréttismál eru hagsmunir okkar allra, ekki bara kvenna. Breytum menningunni og hugarfarinu, saman! Stöndum saman og höfum hátt! Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Kjarajafnrétti STRAX! Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun