„Hugsa um mig eins og mamma og pabbi“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2021 13:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er þrátt fyrir að vera aðeins tvítug þegar búin að spila 10 A-landsleiki og skora þrjú mörk, verða tvisvar Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Breiðabliki, og hefja atvinnumannsferil sinn með Bayern München þar sem hún varð þýskur meistari í vor. vísir/Hulda Margrét Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk Glódísi Perlu Viggósdóttur sem liðsfélaga hjá Bayern München í sumar og nýtur þess innan sem utan vallar. Glódís kom til Bayern frá Rosengård í júlí og þrátt fyrir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu fékk hún fljótt tækifæri í byrjunarliði og virðist hafa stimplað sig vel inn í liðið. Þær Karólína og Glódís verða líklega í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Kýpur á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Á blaðamannafundi fyrir landsleikinn var Karólína spurð hvernig væri að hafa fengið Glódísi til München: „Það er búið að vera stórkostlegt. Ég get ekki kvartað. Hún og Kristófer [Eggertsson, sambýlismaður Glódísar] eru búin að hugsa um mig eins og mamma og pabbi. Það er búið að vera yndislegt,“ sagði Karólína létt. Klippa: Karólína um Glódísi Karólína er aðeins tvítug en hefur þegar landað Þýskalandsmeistaratitli með Bayern. Þó að Glódís sé aðeins sex árum eldri dregur Karólína ekkert úr því að sér líði eins og hún sé komin með nýtt sett af foreldrum til Þýskalands: „Þau eru dugleg að bjóða manni í mat og maður er bara orðinn eitthvað litla barn þarna,“ sagði Karólína spaugsöm, en var svo fljót að bæta við hve góð áhrif Glódís hefði einnig haft innan vallar: „Svo hefur Glódís komið fáránlega vel inn í liðið. Maður sér núna hversu frábær íþróttakona hún er – smellpassaði bara inn í hópinn og ég held að hún sé strax orðin ein af lykilmönnunum.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00 Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Glódís kom til Bayern frá Rosengård í júlí og þrátt fyrir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu fékk hún fljótt tækifæri í byrjunarliði og virðist hafa stimplað sig vel inn í liðið. Þær Karólína og Glódís verða líklega í eldlínunni á morgun þegar Ísland mætir Kýpur á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Á blaðamannafundi fyrir landsleikinn var Karólína spurð hvernig væri að hafa fengið Glódísi til München: „Það er búið að vera stórkostlegt. Ég get ekki kvartað. Hún og Kristófer [Eggertsson, sambýlismaður Glódísar] eru búin að hugsa um mig eins og mamma og pabbi. Það er búið að vera yndislegt,“ sagði Karólína létt. Klippa: Karólína um Glódísi Karólína er aðeins tvítug en hefur þegar landað Þýskalandsmeistaratitli með Bayern. Þó að Glódís sé aðeins sex árum eldri dregur Karólína ekkert úr því að sér líði eins og hún sé komin með nýtt sett af foreldrum til Þýskalands: „Þau eru dugleg að bjóða manni í mat og maður er bara orðinn eitthvað litla barn þarna,“ sagði Karólína spaugsöm, en var svo fljót að bæta við hve góð áhrif Glódís hefði einnig haft innan vallar: „Svo hefur Glódís komið fáránlega vel inn í liðið. Maður sér núna hversu frábær íþróttakona hún er – smellpassaði bara inn í hópinn og ég held að hún sé strax orðin ein af lykilmönnunum.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00 Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01 Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49 Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Svona var fundurinn með Karólínu og Þorsteini fyrir leikinn við Kýpur Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern München, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Kýpur sem fram fer annað kvöld. 25. október 2021 12:00
Sveindís Jane: Á leiðinni til Wolfsburg eftir tímabilið Íslenska kvennalandsliðið leikur við Kýpur á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður íslenska liðsins, var spurð út í síðasta leik landsliðsins og verkefnið framundan. 25. október 2021 11:01
Twitter yfir mögnuðum sigri á Tékklandi: „Hvað er að gerast Ísland?“ Ísland vann magnaðan 4-0 sigur á Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í kvöld. 22. október 2021 20:49
Leið fyrst eins og hún hefði ekki unnið neitt: „Vona að þau hugsi til mín“ Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættu til æfinga með íslenska landsliðinu í fótbolta í gær sem nýkrýndir Svíþjóðarmeistarar. Þær náðu þó aldrei að spila saman hjá meistaraliði Rosengård. 19. október 2021 09:01