Tíu milljarða króna sementsverkefni í Ölfusi Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2021 13:02 Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss. Vísir Stefnt er að því að flytja milljón tonn af íblöndunarefni í sement úr landi frá Þorlákshöfn. Félagið Hornsteinn leiðir þróunarvinnuna en verkefnið er metið á 10 milljarða króna. Mikil tækifæri eru sögð liggja í því að nú sé skortur á heimsvísu á þessum íblöndunarefnum. Þorsteinn Víglundsson forstjóri Hornsteins, sem á og rekur BM Vallá, mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss í síðustu viku til að fara yfir stöðuna á verkefninu sem hefur verið í þróun á annað ár. Fyrirtækið áformar að sækja um lóðir við Þorlákshöfn sem þarf undir verksmiðjuna og að framleiðsla á fullunnu efni gæti hafist árið 2024. Framleiðslan yrði umhverfisvæn en móberg og önnur efni yrðu brennd við háan hita til að ná fram flugösku áhrifum en skortur hefur verið á þessum efnum eftir að kolaverum hefur verið lokað. „Það er að verða verulegur skortur á íblöndunarefnum í sement eftir að kolaverin hafa verið að loka sem skapa þessi tækifæri hér á Íslandi,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. Elliði segir að framleiðslan muni draga úr kolefnisspori á bak við steypuframleiðslu. „Það sem gerir þetta mögulegt hjá okkur er aðgengi að jarðefnum og lóðir á hafnarsvæðinu og við erum að ráðast í gríðarlega miklar framkvæmdir við höfnina sem gjörbreytir tækifærum okkar til að ráðast í verkefni sem þessi.“ Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á bak við framkvæmdina nemi 10 milljörðum króna. „Þetta er gott verkefni fyrir margar sakir, fyrsta lagi mjög umhverfisvænt verkefni og dregur úr kolefnisspori á bak við steypuframleiðslu, þetta er allt í lokuðum ferlið er lokað þannig að það er hvorki ryk eða hljóðmengun af þessu eða opnar efnisnámu eða nokkuð annað, þetta fellur að þessum áherslum sem við höfum í atvinnusköpun,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. Ölfus Byggingariðnaður Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Félagið Hornsteinn leiðir þróunarvinnuna en verkefnið er metið á 10 milljarða króna. Mikil tækifæri eru sögð liggja í því að nú sé skortur á heimsvísu á þessum íblöndunarefnum. Þorsteinn Víglundsson forstjóri Hornsteins, sem á og rekur BM Vallá, mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss í síðustu viku til að fara yfir stöðuna á verkefninu sem hefur verið í þróun á annað ár. Fyrirtækið áformar að sækja um lóðir við Þorlákshöfn sem þarf undir verksmiðjuna og að framleiðsla á fullunnu efni gæti hafist árið 2024. Framleiðslan yrði umhverfisvæn en móberg og önnur efni yrðu brennd við háan hita til að ná fram flugösku áhrifum en skortur hefur verið á þessum efnum eftir að kolaverum hefur verið lokað. „Það er að verða verulegur skortur á íblöndunarefnum í sement eftir að kolaverin hafa verið að loka sem skapa þessi tækifæri hér á Íslandi,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss. Elliði segir að framleiðslan muni draga úr kolefnisspori á bak við steypuframleiðslu. „Það sem gerir þetta mögulegt hjá okkur er aðgengi að jarðefnum og lóðir á hafnarsvæðinu og við erum að ráðast í gríðarlega miklar framkvæmdir við höfnina sem gjörbreytir tækifærum okkar til að ráðast í verkefni sem þessi.“ Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á bak við framkvæmdina nemi 10 milljörðum króna. „Þetta er gott verkefni fyrir margar sakir, fyrsta lagi mjög umhverfisvænt verkefni og dregur úr kolefnisspori á bak við steypuframleiðslu, þetta er allt í lokuðum ferlið er lokað þannig að það er hvorki ryk eða hljóðmengun af þessu eða opnar efnisnámu eða nokkuð annað, þetta fellur að þessum áherslum sem við höfum í atvinnusköpun,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss.
Ölfus Byggingariðnaður Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira