Kennsl borin á eitt fórnarlamba eins þekktasta raðmorðingja Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 23:31 Francis Wayne Alexander var 21 eða 22 ára þegar John Wayne Gacy myrti hann. AP Yfirvöld í Illinois í Bandaríkjunum greindu frá því í dag að þau hefðu borið kennsl á eitt fórnarlamba raðmorðingjans Johns Wayne Gacy, sem var dæmdur fyrir 33 morð árið 1980. Fórnarlambið sem kennsl voru borin á hét Francis Wayne Alexander og var frá Norður-Karólínu. Hann var 21 eða 22 ára þegar Gacy myrt hann, annað hvort árið 1976 eða 1977, að því er lögreglustjórinn í Cook-sýslu í Illinois hefur greint frá. Guardian vísar í yfirlýsingu frá systur Alexander, þar sem hún þakkar lögregluyfirvöldum fyrir að veita fjölskyldu hans einhvers konar ró, þar sem örlög Alexander höfðu aldrei verið ljós fyrr en nú. „Það er erfitt, jafnvel 45 árum síðar, að komast að raun um örlög okkar ástkæra Wayne. Hann var myrtur af andstyggilegum og illum manni. Við finnum til hjartasorgar og sendum fjölskyldum hinna fórnarlambanna samúðarkveðjur. Nú getum við lagt til hliðar það sem gerðist og haldið áfram með því að heiðra Wayne,“ segir í yfirlýsingunni. Borið kennsl á þrjá frá 2011 Líkamsleifar Alexander voru á meðal þeirra 26 sem lögreglan fann í skriðrými undir heimili Gacy rétt utan við Chicago árið 1979. Þrjú fórnarlömb fundust þá grafin í garði fyrir utan húsið og Gacy gekkst við því að hafa myrt fjóra til viðbótar, sem fundust í skurði skammt frá borginni. Það var svo árið 2011 sem nokkur líkanna voru rannsökuð og lögreglan kallaði eftir því að hver sem gæti átt ættingja sem hvarf á sjöunda áratugnum í kringum Chicago myndi stíga fram. Það var gert með það fyrir augum að bera kennsl á líkin með því að rannsaka erfðaefni þeirra. Samkvæmt Guardian er Alexander þriðja fórnarlambið sem kennsl eru borin á með þessum hætti. John Wayne Gacy hlaut tólf dauðadóma árið 1980 og var tekinn af lífi árið 1994, þá 52 ára gamall. Hann er á meðal þeirra bandarísku fjöldamorðingja sem hefur myrt hvað flesta. Hann var dæmdur fyrir 33 morð en talið er að fórnarlömb hans kunni að hafa verið mun fleiri. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Fórnarlambið sem kennsl voru borin á hét Francis Wayne Alexander og var frá Norður-Karólínu. Hann var 21 eða 22 ára þegar Gacy myrt hann, annað hvort árið 1976 eða 1977, að því er lögreglustjórinn í Cook-sýslu í Illinois hefur greint frá. Guardian vísar í yfirlýsingu frá systur Alexander, þar sem hún þakkar lögregluyfirvöldum fyrir að veita fjölskyldu hans einhvers konar ró, þar sem örlög Alexander höfðu aldrei verið ljós fyrr en nú. „Það er erfitt, jafnvel 45 árum síðar, að komast að raun um örlög okkar ástkæra Wayne. Hann var myrtur af andstyggilegum og illum manni. Við finnum til hjartasorgar og sendum fjölskyldum hinna fórnarlambanna samúðarkveðjur. Nú getum við lagt til hliðar það sem gerðist og haldið áfram með því að heiðra Wayne,“ segir í yfirlýsingunni. Borið kennsl á þrjá frá 2011 Líkamsleifar Alexander voru á meðal þeirra 26 sem lögreglan fann í skriðrými undir heimili Gacy rétt utan við Chicago árið 1979. Þrjú fórnarlömb fundust þá grafin í garði fyrir utan húsið og Gacy gekkst við því að hafa myrt fjóra til viðbótar, sem fundust í skurði skammt frá borginni. Það var svo árið 2011 sem nokkur líkanna voru rannsökuð og lögreglan kallaði eftir því að hver sem gæti átt ættingja sem hvarf á sjöunda áratugnum í kringum Chicago myndi stíga fram. Það var gert með það fyrir augum að bera kennsl á líkin með því að rannsaka erfðaefni þeirra. Samkvæmt Guardian er Alexander þriðja fórnarlambið sem kennsl eru borin á með þessum hætti. John Wayne Gacy hlaut tólf dauðadóma árið 1980 og var tekinn af lífi árið 1994, þá 52 ára gamall. Hann er á meðal þeirra bandarísku fjöldamorðingja sem hefur myrt hvað flesta. Hann var dæmdur fyrir 33 morð en talið er að fórnarlömb hans kunni að hafa verið mun fleiri.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira