Facebook hagnaðist um 1.193 milljarða króna á þremur mánuðum Eiður Þór Árnason skrifar 26. október 2021 00:08 Facebook rekur meðal annars samnefndan samfélagsmiðil, Instagram, WhatsApp, Messenger og Workplace. Getty/Chesnot Heildartekjur Facebook námu 29,0 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 35% milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins en tekjur þess voru 21,5 milljarðar Bandaríkjadala á sama tíma í fyrra. Hagnaður félagsins nam 9,2 milljörðum Bandaríkjadala á tímabilinu 30. júní til 30. september 2021 og hækkaði um 17% milli ára. Upphæðin nemur um 1.193 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar eru heildartekjur íslenska ríkisins áætlaðar 890,4 milljarðar króna fyrir allt árið í fyrra. Hagnaður Facebook nam 3,22 Bandaríkjadölum á hlut en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 3,19 Bandaríkjadölum. Til samanburðar var hann 2,71 Bandaríkjadalur á hlut á þriðja ársfjórðungi 2020. Hagnaður fór fram úr væntingum greiningaraðila en tekjur Facebook á þriðja ársfjórðungi voru undir spám. Daglegir virkir notendur á miðlum Facebook voru að jafnaði 1,93 milljarðar talsins í september og fjölgaði um 6% milli ára. Meðaltekjur Facebook af hverjum notanda voru 10 Bandaríkjadalir. Hlutabréfaverð hækkaði í skugga afhjúpanna Að sögn Facebook vænta stjórnendur þess að tekjur verði á bilinu 31,5 til 34 milljarðar Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Ársfjórðungsuppgjörið er birt í skugga afhjúpanna sem byggja á innanhússskjölum sem Frances Haugen, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, og annar uppljóstrari hefur afhent fjölmiðlum og nefndum Bandaríkjaþings. Benda gögnin meðal annars til að stjórnendur Facebook hafi virt að vettugi ábendingar eigin sérfræðinga um að miðlar fyrirtækisins væru skaðlegir börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Hlutabréfaverð Facebook hefur hækkað um 2% í kvöld en stjórnendur tilkynntu samhliða uppgjörinu að 50 milljörðum Bandaríkjadala yrði bætt í endurkaupaáætlun fyrirtækisins. Facebook rekur meðal annars samnefndan samfélagsmiðil, Instagram, WhatsApp, Messenger og Workplace. Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. 5. október 2021 19:39 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagnaður félagsins nam 9,2 milljörðum Bandaríkjadala á tímabilinu 30. júní til 30. september 2021 og hækkaði um 17% milli ára. Upphæðin nemur um 1.193 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar eru heildartekjur íslenska ríkisins áætlaðar 890,4 milljarðar króna fyrir allt árið í fyrra. Hagnaður Facebook nam 3,22 Bandaríkjadölum á hlut en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 3,19 Bandaríkjadölum. Til samanburðar var hann 2,71 Bandaríkjadalur á hlut á þriðja ársfjórðungi 2020. Hagnaður fór fram úr væntingum greiningaraðila en tekjur Facebook á þriðja ársfjórðungi voru undir spám. Daglegir virkir notendur á miðlum Facebook voru að jafnaði 1,93 milljarðar talsins í september og fjölgaði um 6% milli ára. Meðaltekjur Facebook af hverjum notanda voru 10 Bandaríkjadalir. Hlutabréfaverð hækkaði í skugga afhjúpanna Að sögn Facebook vænta stjórnendur þess að tekjur verði á bilinu 31,5 til 34 milljarðar Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Ársfjórðungsuppgjörið er birt í skugga afhjúpanna sem byggja á innanhússskjölum sem Frances Haugen, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, og annar uppljóstrari hefur afhent fjölmiðlum og nefndum Bandaríkjaþings. Benda gögnin meðal annars til að stjórnendur Facebook hafi virt að vettugi ábendingar eigin sérfræðinga um að miðlar fyrirtækisins væru skaðlegir börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Hlutabréfaverð Facebook hefur hækkað um 2% í kvöld en stjórnendur tilkynntu samhliða uppgjörinu að 50 milljörðum Bandaríkjadala yrði bætt í endurkaupaáætlun fyrirtækisins. Facebook rekur meðal annars samnefndan samfélagsmiðil, Instagram, WhatsApp, Messenger og Workplace.
Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. 5. október 2021 19:39 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. 5. október 2021 19:39