Lífið

„Þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Auglýsing fyrir sýninguna Neind Thing.
Auglýsing fyrir sýninguna Neind Thing. Kaja Sigvalda

Dansverkið Neind Thing eftir Ingu Huld Hákonardóttur verður frumsýnt í Tjarnarbíó þann 28. október næstkomandi. Þrjár sviðslistakonur og einn trommari leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika.

„Neind Thing byggir á þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans, vonleysi gagnvart distópískri framtíð, stöðugu áreiti miðla og ekki síst þversagnakenndum og athyglistelandi netheimi,“ segir í tilkynningu um verkið. 

„Leikurinn er: Neitið og þér munið finna; nýja neind, nýtt zen, nýjar leiðir, nýja vini, ný lönd, nýjar hugmyndir, nýtt everything.“

Miðasala á sýninguna er hafin á tix.isKaja Sigvalda

Inga Huld Hákonardóttir er einn framsæknasti danshöfundur landsins og hefur unnið víða á hinni alþjóðlegu dans- og gjörningasenu. Dansarar í verkinu eru þær Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Védís Kjaratansdóttir og Inga Huld Hákonardóttir. Ægir Sindri Bjarnason fer með lifandi tónlist og Arnar Ingvarsson sér um lifandi lýsingu. Guðný Hrund Sigurðardóttir sér um leikmyndahönnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×