„Sextán ára pjakkur sem mætir með sítt hár og Mikkel Hansen bandið í hárinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 14:01 Skarphéðinn Ívar Einarsson stimplaði sig inn hjá KA í leiknum á móti Val. S2 Sport Stefán Árni Pálsson og félagar í Seinni bylgjunni buðu upp á nýjan dagskrárlið í þætti gærkvöldsins en sá heitir „Undir radarnum“ og var frumsýndur í gær. „Við erum að fara að kynna nýjan dagskrárlið í Seinni bylgjunni og hann heitir: Undir radarnum. Við ætlum að fá sérfræðinga okkur til að segja frá tveimur leikmönnum á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þetta eru leikmenn sem spiluðu annað hvort vel eða illa en fóru undir radarinn og hinn almenni áhugamaður um handbolta tók kannski ekki eftir þeirra frammistöðu,“ sagði Stefán Árni. Sérfræðingarnir sem voru fyrstir til að segja frá mönnum sem fóru undir radarinn voru þeir Rúnar Sigtryggsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir Örn reið á vaðið og talaði um tvo leikmenn sem fóru undir radarinn. „Ég valdi tvo leikmenn sem er skemmtilegt að sjá almennt. Fyrstur var Alexander Örn varnarmaður í Val sem mér fannst eiga alveg stórkostlegan leik á móti KA,“ sagði Ásgeir Örn. „Ég veit líka að það er smá saga. Hann er búinn einn af þessum stóru varnarmönnum í deildinni í örugglega einhver fimm, sex, sjö ár. Einar Rafn er búinn að vera þessi sóknarmaður á sama tíma og svo eru þeir bara með þetta einvígi þarna fyrir norðan. Alex bara jarðaði hann fannst mér. Einar skorar eitthvað en hann var að atast í honum allan leikinn,“ sagði Ásgeir. Ásgeir tók einnig fyrir hinn unga Skarphéðinn Ívar Einarsson í liði KA. „Þetta er bara einhver sextán ára pjakkur sem mætir með sítt hár og Mikkel Hansen bandið í hárinu og skoraði tvö flott mörk í leiknum. Hann átti líka stoðsendingu og ég hef ekki séð svona síðan Arnór Atlason var á fjölunum í KA-heimilinu. Á þessum aldri,“ sagði Ásgeir. Rúnar Sigtryggsson valdi Stefán Darri Þórsson úr Fram og Róbert Sigurðsson hjá ÍBV. Það má sjá umfjöllunina og rökstuðninginn fyrir valinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Undir ratarnum er nýr dagskrárliður Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
„Við erum að fara að kynna nýjan dagskrárlið í Seinni bylgjunni og hann heitir: Undir radarnum. Við ætlum að fá sérfræðinga okkur til að segja frá tveimur leikmönnum á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Þetta eru leikmenn sem spiluðu annað hvort vel eða illa en fóru undir radarinn og hinn almenni áhugamaður um handbolta tók kannski ekki eftir þeirra frammistöðu,“ sagði Stefán Árni. Sérfræðingarnir sem voru fyrstir til að segja frá mönnum sem fóru undir radarinn voru þeir Rúnar Sigtryggsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Ásgeir Örn reið á vaðið og talaði um tvo leikmenn sem fóru undir radarinn. „Ég valdi tvo leikmenn sem er skemmtilegt að sjá almennt. Fyrstur var Alexander Örn varnarmaður í Val sem mér fannst eiga alveg stórkostlegan leik á móti KA,“ sagði Ásgeir Örn. „Ég veit líka að það er smá saga. Hann er búinn einn af þessum stóru varnarmönnum í deildinni í örugglega einhver fimm, sex, sjö ár. Einar Rafn er búinn að vera þessi sóknarmaður á sama tíma og svo eru þeir bara með þetta einvígi þarna fyrir norðan. Alex bara jarðaði hann fannst mér. Einar skorar eitthvað en hann var að atast í honum allan leikinn,“ sagði Ásgeir. Ásgeir tók einnig fyrir hinn unga Skarphéðinn Ívar Einarsson í liði KA. „Þetta er bara einhver sextán ára pjakkur sem mætir með sítt hár og Mikkel Hansen bandið í hárinu og skoraði tvö flott mörk í leiknum. Hann átti líka stoðsendingu og ég hef ekki séð svona síðan Arnór Atlason var á fjölunum í KA-heimilinu. Á þessum aldri,“ sagði Ásgeir. Rúnar Sigtryggsson valdi Stefán Darri Þórsson úr Fram og Róbert Sigurðsson hjá ÍBV. Það má sjá umfjöllunina og rökstuðninginn fyrir valinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Undir ratarnum er nýr dagskrárliður
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Íslenski boltinn Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni