Siggi hakkari í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikil fjársvik Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2021 12:09 Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur sætt síbrotagæslu í fjórar vikur sem hefur verið framlengd, vegna gruns um að hann sé höfuðpaurinn í umfangsmiklu fjársvikamáli. Stöð 2 Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Tugir milljóna eru undir í málinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir í samtali við fréttastofu. Fólkið er grunað um að hafa stofnað til reikningsviðskipta við tugi fyrirtækja og svikið þau. Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins í rúman mánuð en það hefur nú verið framlengt um fjórar vikur til viðbótar. Hann er grunaður um að vera höfuðpaur í málinu samkvæmt frétt RÚV. „Það er svolítið síðan þetta kom inn á borð lögreglunnar. Það var farið í þessar aðgerðir lögreglu fyrir einhverjum fjórum vikum síðan,“ segir Margeir Sveinsson í samtali við fréttastofu. „Það er einn í gæsluvarðhaldi, það er ekkert meira en það. Það er verið að fara að tala við fólk og svoleiðis. Rannsókn er í fullum gangi. Þetta skiptir einhverjum tugum milljóna.“ Margeir segist ekki geta sagt til um hvenær málið verði sent á borð ákærusviðs lögreglu. Játaði að hafa logið í máli Julians Assange Stundin fjallaði um málið 6. október síðastliðinn en þar kom fram að Sigurður hafi verið handtekinn 23. september síðastliðinn og hafi síðar verið dæmdur í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjavíkur og sendur á Litla Hraun. Ástæðan fyrir því að hann hafi verið dæmdur í síbrotagæslu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, sé fjöldi fjársvikamála og tilrauna til fjársvika sem séu nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé Sigurður grunaður um að hafa falsað undirskrift síns eigin lögmanns til þess að láta líta svo út að lögmaðurinn hafi greitt fé inn á reikninga fyrirtækis sem Sigurður er sjálfur hluthafi í. Sigurður hafi notast við fjölda fyrirtækja og félagasamtaka til að svíkja tugi milljóna króna af einstaklingum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Sigurður játaði fyrr á þessu ári í viðtali við Stundina að hafa logið til um ásakanir sem bandarísk yfirvöld hafa notað í máli sínu gegn Assange. Dæmdur í einu umfangsmesta kynferðisbrotamáli landsins Sigurður á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn pilti undir lögaldri. Sama ár var hann sakfelldur fyrir fjársvik og fleiri brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Var hann í því máli meðal annars sakfelldur fyrir að hafa villt á sér heimildir og þóst vera Julian Assange. Sigurður hefur verið dæmdur fyrir fjölda kynferðisbrota en hann fékk þriggja ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum á aldrinum fimmtán til sextán ára. Játaði hann að hafa tælt fimm drengi og brotið á þeim í tugi skipta. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Efnahagsbrot Mál Sigga hakkara Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir í samtali við fréttastofu. Fólkið er grunað um að hafa stofnað til reikningsviðskipta við tugi fyrirtækja og svikið þau. Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins í rúman mánuð en það hefur nú verið framlengt um fjórar vikur til viðbótar. Hann er grunaður um að vera höfuðpaur í málinu samkvæmt frétt RÚV. „Það er svolítið síðan þetta kom inn á borð lögreglunnar. Það var farið í þessar aðgerðir lögreglu fyrir einhverjum fjórum vikum síðan,“ segir Margeir Sveinsson í samtali við fréttastofu. „Það er einn í gæsluvarðhaldi, það er ekkert meira en það. Það er verið að fara að tala við fólk og svoleiðis. Rannsókn er í fullum gangi. Þetta skiptir einhverjum tugum milljóna.“ Margeir segist ekki geta sagt til um hvenær málið verði sent á borð ákærusviðs lögreglu. Játaði að hafa logið í máli Julians Assange Stundin fjallaði um málið 6. október síðastliðinn en þar kom fram að Sigurður hafi verið handtekinn 23. september síðastliðinn og hafi síðar verið dæmdur í síbrotagæslu í Héraðsdómi Reykjavíkur og sendur á Litla Hraun. Ástæðan fyrir því að hann hafi verið dæmdur í síbrotagæslu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, sé fjöldi fjársvikamála og tilrauna til fjársvika sem séu nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé Sigurður grunaður um að hafa falsað undirskrift síns eigin lögmanns til þess að láta líta svo út að lögmaðurinn hafi greitt fé inn á reikninga fyrirtækis sem Sigurður er sjálfur hluthafi í. Sigurður hafi notast við fjölda fyrirtækja og félagasamtaka til að svíkja tugi milljóna króna af einstaklingum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Sigurður játaði fyrr á þessu ári í viðtali við Stundina að hafa logið til um ásakanir sem bandarísk yfirvöld hafa notað í máli sínu gegn Assange. Dæmdur í einu umfangsmesta kynferðisbrotamáli landsins Sigurður á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn pilti undir lögaldri. Sama ár var hann sakfelldur fyrir fjársvik og fleiri brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Var hann í því máli meðal annars sakfelldur fyrir að hafa villt á sér heimildir og þóst vera Julian Assange. Sigurður hefur verið dæmdur fyrir fjölda kynferðisbrota en hann fékk þriggja ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum á aldrinum fimmtán til sextán ára. Játaði hann að hafa tælt fimm drengi og brotið á þeim í tugi skipta. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Efnahagsbrot Mál Sigga hakkara Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira