Orkuskipti – stóra tækifærið fyrir Ísland Ingólfur Guðmundsson skrifar 27. október 2021 08:01 Hagnýting jarðefnaeldsneytis hefur gegnt lykilhlutverki í samfélagsþróun síðustu tvær aldir. Nú er velferð mannkyns ógnað vegna áhrifa losunar koltvísýrings sem fylgir bruna á kolum, jarðgasi og olíu. Mörg Evrópuríki styðja rausnarlega við fjárfestingu og nýsköpun á sviði orkuskipta. Markmiðið er ekki aðeins að draga úr loftslagsvánni heldur einnig að skapa útflutningstekjur og verðmæt störf. Íslendingar, leiðandi þjóð í nýtingu vatnsafls og jarðvarma, eru eftirbátar grannríkjanna í stuðningi við nýsköpun og markaðssetningu grænna lausna. Danir ætla sér leiðandi hlutverk í orkuskiptum og líta á það sem tækifæri til að stórauka útflutningstekjur. Nýlega samþykkti danska þingið 17 milljarða króna framlag til sex verkefna á sviði grænnar orku. Þá eru stjórnvöld að vinna að sameiningu opinberra sjóða sem styrkja verkefni á sviði grænnar tækni. Fjárfestingageta þeirra verður 500 milljarðar króna fram til 2030. Sterkur stuðningur á heimamarkaði veitir dönskum fyrirtækjum ótvírætt samkeppnisforskot. Carbon Recycling International (CRI) er íslenskt hátæknifyrirtæki og hefur undanfarin 15 ár þróað og innleitt tækni til að nýta græna raforku til sjálfbærrar framleiðslu hráefna fyrir iðnað og grænt eldsneyti á skip og bíla. Nú hefur CRI landað fyrstu stóru verkefnunum erlendis. Með slíkri tækni geta Íslendingar orðið leiðandi í lausnum sem leysa munu jarðefnaeldsneyti af hólmi. En sterk staða á alþjóðlegum markaði fyrir grænar lausnir, næst ekki nema að nýsköpunarfyrirtæki geti treyst á stuðning hins opinbera og sterkan heimamarkað. Til að styðja við vöxt eftirspurnar innanlands og skapa atvinnu á sviði grænna lausna, þurfa íslensk stjórnvöld að hraða orkuskiptum með hvötum í skattkerfinu, auknu fjármagni og áherslu á loftslagsmál í opinberum innkaupum. Síðan 2009 hafa notendur eldsneytis á sjó og landi greitt ríkissjóði kolefnisgjald sem ætlað var að hvetja til orkuskipta. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema nú 44.000 milljónum króna en lítið bólar á auknu fjármagni til þróunar og innleiðingar grænni lausna fyrir sjávarútveg og samgöngur. Eftir áratug orða en minni aðgerða, hlýtur næsta ríkisstjórn að spýta í lófana. Með auknum opinberum stuðningi getur íslenskur grænn iðnaður keppt á alþjóðlegum markaði og orðið öflug stoð í hagkerfinu. Valið stendur milli þess að vera leiðandi eða fylgjandi í grænu byltingunni. Loftslagsvandinn er skýr en sóknarfærin blasa einnig við. Höfundur er forstjóri CRI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Bensín og olía Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hagnýting jarðefnaeldsneytis hefur gegnt lykilhlutverki í samfélagsþróun síðustu tvær aldir. Nú er velferð mannkyns ógnað vegna áhrifa losunar koltvísýrings sem fylgir bruna á kolum, jarðgasi og olíu. Mörg Evrópuríki styðja rausnarlega við fjárfestingu og nýsköpun á sviði orkuskipta. Markmiðið er ekki aðeins að draga úr loftslagsvánni heldur einnig að skapa útflutningstekjur og verðmæt störf. Íslendingar, leiðandi þjóð í nýtingu vatnsafls og jarðvarma, eru eftirbátar grannríkjanna í stuðningi við nýsköpun og markaðssetningu grænna lausna. Danir ætla sér leiðandi hlutverk í orkuskiptum og líta á það sem tækifæri til að stórauka útflutningstekjur. Nýlega samþykkti danska þingið 17 milljarða króna framlag til sex verkefna á sviði grænnar orku. Þá eru stjórnvöld að vinna að sameiningu opinberra sjóða sem styrkja verkefni á sviði grænnar tækni. Fjárfestingageta þeirra verður 500 milljarðar króna fram til 2030. Sterkur stuðningur á heimamarkaði veitir dönskum fyrirtækjum ótvírætt samkeppnisforskot. Carbon Recycling International (CRI) er íslenskt hátæknifyrirtæki og hefur undanfarin 15 ár þróað og innleitt tækni til að nýta græna raforku til sjálfbærrar framleiðslu hráefna fyrir iðnað og grænt eldsneyti á skip og bíla. Nú hefur CRI landað fyrstu stóru verkefnunum erlendis. Með slíkri tækni geta Íslendingar orðið leiðandi í lausnum sem leysa munu jarðefnaeldsneyti af hólmi. En sterk staða á alþjóðlegum markaði fyrir grænar lausnir, næst ekki nema að nýsköpunarfyrirtæki geti treyst á stuðning hins opinbera og sterkan heimamarkað. Til að styðja við vöxt eftirspurnar innanlands og skapa atvinnu á sviði grænna lausna, þurfa íslensk stjórnvöld að hraða orkuskiptum með hvötum í skattkerfinu, auknu fjármagni og áherslu á loftslagsmál í opinberum innkaupum. Síðan 2009 hafa notendur eldsneytis á sjó og landi greitt ríkissjóði kolefnisgjald sem ætlað var að hvetja til orkuskipta. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema nú 44.000 milljónum króna en lítið bólar á auknu fjármagni til þróunar og innleiðingar grænni lausna fyrir sjávarútveg og samgöngur. Eftir áratug orða en minni aðgerða, hlýtur næsta ríkisstjórn að spýta í lófana. Með auknum opinberum stuðningi getur íslenskur grænn iðnaður keppt á alþjóðlegum markaði og orðið öflug stoð í hagkerfinu. Valið stendur milli þess að vera leiðandi eða fylgjandi í grænu byltingunni. Loftslagsvandinn er skýr en sóknarfærin blasa einnig við. Höfundur er forstjóri CRI.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun