„Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 14:01 Hamza Kablouti er búinn að skora 8 mörk í 5 leikjum með Aftureldingu í Olís deildinni í vetur. Seinni bylgjan Túnisbúinn Hamza Kablouti var til umræðu í síðustu Seinni bylgju en hann er á sínu fyrsta tímabili hjá Aftureldingu í Olís deild karla í handbolta. Þessi fyrrum landsliðsmaður Túnis er ekki alveg að finna sig í Mosfellsbænum og kom lítið við sögu í síðasta leik þegar Afturelding vann HK. Kablouti kom til Aftureldingar frá Ivry í Frakklandi en þegar Ivry féll úr efstu deild í vor var hann leystur undan samningi. Nú vildi Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fá að vita hvort Mosfellingar ættu að láta leikmanninn fara. Framtíð Kablouti var eitt af umræðuefnunum í Þristinum. „Það er spurning um leikmann Aftureldingar, Hamza Kablouti. Ég ætla að byrja á þér Ásgeir. Hann kemur rosalega lítið við sögu í leiknum í kvöld. Á Afturelding að láta hann fara,“ spurði Stefáb Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hamza Kablouti tekinn fyrir í Þristinum „Já, ég held það. Þegar þú ert að ná í einhver útlending þá hljóta menn að vera fá hann til að styrkja liðið af einhverju viti. Svo situr hann bara á bekknum. Mér finnst að þeir eigi að losa hann og því fyrr því betra í rauninni,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég held að við ættum bara hringja norður og athuga hvort norðanmennirnir vilji ekki bara taka hann,“ sagði Ásgeir Örn. „Hvaða norðanmenn,“ spurði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, í gríni en hélt svo áfram. „Ég er með svolítið aðra skoðun á þessu. Það er klárt að hann stendur ekki undir væntingum en þetta er líka vinnan hans. Mér hefur þótt það ódýrt þegar menn eru að fá erlenda íþróttamenn til að styrkja liðið og búa til flóru í íþróttalífinu og svo eru mönnum hent hingað og þangað eins og einhverjum dýrum,“ sagði Rúnar. „Þeir eru með launasamninga og hafa fjölskyldu til að fæða og framvegis. Að henda mönnum í burtu og tala um það í léttu rúmi. Hvað finnst fólki ef það væri talað svoleiðis um vinnuna þeirra? Ég veit samt að þetta er hluti af sportinu,“ sagði Rúnar. „Þetta er meira þeirra sem fengu hann, Afturelding, sem borgar honum launum og svona. Þeir þurfa að tækla þessa ákvörðun sína. Hann hefur ekkert breyst sem leikmaður held ég. Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom,“ sagði Rúnar. Það má finna allt spjallið um Túnisbúann hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Þessi fyrrum landsliðsmaður Túnis er ekki alveg að finna sig í Mosfellsbænum og kom lítið við sögu í síðasta leik þegar Afturelding vann HK. Kablouti kom til Aftureldingar frá Ivry í Frakklandi en þegar Ivry féll úr efstu deild í vor var hann leystur undan samningi. Nú vildi Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fá að vita hvort Mosfellingar ættu að láta leikmanninn fara. Framtíð Kablouti var eitt af umræðuefnunum í Þristinum. „Það er spurning um leikmann Aftureldingar, Hamza Kablouti. Ég ætla að byrja á þér Ásgeir. Hann kemur rosalega lítið við sögu í leiknum í kvöld. Á Afturelding að láta hann fara,“ spurði Stefáb Árni Pálsson. Klippa: Seinni bylgjan: Hamza Kablouti tekinn fyrir í Þristinum „Já, ég held það. Þegar þú ert að ná í einhver útlending þá hljóta menn að vera fá hann til að styrkja liðið af einhverju viti. Svo situr hann bara á bekknum. Mér finnst að þeir eigi að losa hann og því fyrr því betra í rauninni,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Ég held að við ættum bara hringja norður og athuga hvort norðanmennirnir vilji ekki bara taka hann,“ sagði Ásgeir Örn. „Hvaða norðanmenn,“ spurði Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, í gríni en hélt svo áfram. „Ég er með svolítið aðra skoðun á þessu. Það er klárt að hann stendur ekki undir væntingum en þetta er líka vinnan hans. Mér hefur þótt það ódýrt þegar menn eru að fá erlenda íþróttamenn til að styrkja liðið og búa til flóru í íþróttalífinu og svo eru mönnum hent hingað og þangað eins og einhverjum dýrum,“ sagði Rúnar. „Þeir eru með launasamninga og hafa fjölskyldu til að fæða og framvegis. Að henda mönnum í burtu og tala um það í léttu rúmi. Hvað finnst fólki ef það væri talað svoleiðis um vinnuna þeirra? Ég veit samt að þetta er hluti af sportinu,“ sagði Rúnar. „Þetta er meira þeirra sem fengu hann, Afturelding, sem borgar honum launum og svona. Þeir þurfa að tækla þessa ákvörðun sína. Hann hefur ekkert breyst sem leikmaður held ég. Hann er alveg jafnlélegur og áður en hann kom,“ sagði Rúnar. Það má finna allt spjallið um Túnisbúann hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira