Líf Assange í húfi og loforð Bandaríkjastjórnar innantóm Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. október 2021 12:30 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, er nú viðstaddur réttarhöldin í Lundúnum. Getty/Chris J Ratcliffe Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi. Réttarhöldin hófust í morgun í Royal Court of Justice og munu standa yfir í tvo daga þar sem Bandaríkjastjórn reynir að fá ákvörðun undirréttar frá því í janúar hnekkt. Assange er ákærður í Bandaríkjunum fyrir þjófnað og birtingu á sendiráðs- og hernaðarskjölum árið 2010. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, er nú í dómsalnum. „Núna eru lögmenn Bandaríkjastjórnar að reyna að halda því fram að þeir geti lagt fram fullkomnar tryggingar á því það verði farið óskaplega vel með Julian í fangelsi í Bandaríkjunum, hann verði ekki í einangrun og geti látið sér líða vel,“ segir Kristinn. „Á morgun munu lögmenn Julians hafa tækifæri til þess að leggja fram gögn því til stuðnings að það sé lítið á því að treysta.“ Kristinn segir heilsu Assange vera í húfi og á þeirri forsendu hafi framsalsbeiðninni verið hafnað í janúar en hætta var á að Assange myndi svipta sig lífi í bandarísku fangelsi. Assange var handtekinn árið 2019 eftir að hafa eytt sjö árum í sendiráði Ekvadors í Lundúnum. „Heilsu hans hefur hrakað mjög mikið og hefur ekki skánað við það að sitja í fangelsi, mesta öryggisfangelsi Bretlands, í meira en tvö ár í varðhaldi sem að eitt og sér og í sjálfu sér er náttúrulega fullkomið mannréttindabrot,“ segir Kristinn. Aðspurður um hvort hann telji að áfrýjunardómstóllinn muni hafna nýjustu beiðni Bandaríkjastjórnar segist Kristinn vona það. Hann vísar til nýlegra frétta frá Yahoo News, sem byggðar voru á yfir 30 heimildarmönnum í Bandaríkjunum, um áætlanir Leyniþjónustu Bandaríkjanna að ræna Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þá hafi einnig verið dregnar upp áætlanir um að taka Assange af lífi. „Það ætti nú að vera tiltölulega augljóst að siðmenntað ríki getur ekki framselt mann til ríkis sem að hefur dregið upp áætlanir um að ræna viðkomandi eða taka hann af lífi.“ Mál Julians Assange WikiLeaks Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38 Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. 9. júlí 2021 12:01 Heita því að vista Assange ekki við verstu aðstæður og leyfa honum að afplána í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að vista Julian Assange ekki við verstu aðstæður ef hann fæst framseldur frá Bretlandi. Þá yrði honum heimilað að afplána mögulegan dóm í heimalandi sínu, Ástralíu. 8. júlí 2021 10:37 Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Réttarhöldin hófust í morgun í Royal Court of Justice og munu standa yfir í tvo daga þar sem Bandaríkjastjórn reynir að fá ákvörðun undirréttar frá því í janúar hnekkt. Assange er ákærður í Bandaríkjunum fyrir þjófnað og birtingu á sendiráðs- og hernaðarskjölum árið 2010. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, er nú í dómsalnum. „Núna eru lögmenn Bandaríkjastjórnar að reyna að halda því fram að þeir geti lagt fram fullkomnar tryggingar á því það verði farið óskaplega vel með Julian í fangelsi í Bandaríkjunum, hann verði ekki í einangrun og geti látið sér líða vel,“ segir Kristinn. „Á morgun munu lögmenn Julians hafa tækifæri til þess að leggja fram gögn því til stuðnings að það sé lítið á því að treysta.“ Kristinn segir heilsu Assange vera í húfi og á þeirri forsendu hafi framsalsbeiðninni verið hafnað í janúar en hætta var á að Assange myndi svipta sig lífi í bandarísku fangelsi. Assange var handtekinn árið 2019 eftir að hafa eytt sjö árum í sendiráði Ekvadors í Lundúnum. „Heilsu hans hefur hrakað mjög mikið og hefur ekki skánað við það að sitja í fangelsi, mesta öryggisfangelsi Bretlands, í meira en tvö ár í varðhaldi sem að eitt og sér og í sjálfu sér er náttúrulega fullkomið mannréttindabrot,“ segir Kristinn. Aðspurður um hvort hann telji að áfrýjunardómstóllinn muni hafna nýjustu beiðni Bandaríkjastjórnar segist Kristinn vona það. Hann vísar til nýlegra frétta frá Yahoo News, sem byggðar voru á yfir 30 heimildarmönnum í Bandaríkjunum, um áætlanir Leyniþjónustu Bandaríkjanna að ræna Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þá hafi einnig verið dregnar upp áætlanir um að taka Assange af lífi. „Það ætti nú að vera tiltölulega augljóst að siðmenntað ríki getur ekki framselt mann til ríkis sem að hefur dregið upp áætlanir um að ræna viðkomandi eða taka hann af lífi.“
Mál Julians Assange WikiLeaks Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38 Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. 9. júlí 2021 12:01 Heita því að vista Assange ekki við verstu aðstæður og leyfa honum að afplána í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að vista Julian Assange ekki við verstu aðstæður ef hann fæst framseldur frá Bretlandi. Þá yrði honum heimilað að afplána mögulegan dóm í heimalandi sínu, Ástralíu. 8. júlí 2021 10:37 Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03 Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. 27. október 2021 10:38
Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. 9. júlí 2021 12:01
Heita því að vista Assange ekki við verstu aðstæður og leyfa honum að afplána í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld hafa heitið því að vista Julian Assange ekki við verstu aðstæður ef hann fæst framseldur frá Bretlandi. Þá yrði honum heimilað að afplána mögulegan dóm í heimalandi sínu, Ástralíu. 8. júlí 2021 10:37
Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum. 4. janúar 2021 11:03
Kristinn um úrskurðinn í máli Assange: „Ákvörðunin var rétt en á röngum forsendum“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist finna fyrir miklum stuðningi við málstað Julians Assange, stofnanda Wikileaks. Í dag úrskurðaði dómari í dómsmáli gegn þeim síðarnefnda, um að hann skyldi ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 4. janúar 2021 23:25