Vanda skoðar að láta landsliðsfólk skrifa undir samning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 12:15 Vanda Sigurgeirsdóttir er til viðtals í afar veglegri grein The Athletic um krísuna innan KSÍ. vísir/Hulda Margrét Til skoðunar er að láta leikmenn landsliða Íslands í fótbolta skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að fara með karlalandsliðinu til Rúmeníu og Norður-Makedóníu í næsta mánuði og ræða við leikmenn þess. The Athletic birti í dag afar ítarlega grein um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins. Vanda er meðal þeirra sem blaðamaðurinn Stuart James ræddi við fyrir greinina. Vanda var kjörinn formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins í byrjun þessa mánaðar. Hún tók við starfinu af Guðna Bergssyni sem sagði af sér í lok ágúst. Í greininni segir Vanda að í forgangi sé vinna við það hvernig KSÍ taki á ásökunum um brot landsliðsfólks sem koma inn á borð sambandsins. „Ég vil að þau sem stígi fram finnist þau vera örugg og viss um að þetta sé ekki eitthvað sem við sópum undir teppið eða stingum ofan í skúffu. Við verðum að gera þetta og verðum að gera þetta rétt,“ segir Vanda. Búa til ramma Hún segir jafnframt að búa þurfi til regluverk um það hvað teljist brot, einhvers konar ramma sem hægt er að fylgja þótt hann verði eflaust alltaf umdeildur. Ein leið sem er til skoðunar er að láta landsliðsfólk skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Enginn slíkur samningur hefur verið teiknaður upp og KSÍ hefur fengið viðvaranir frá lögmönnum að sambandið gæti orðið skaðabótaskylt ef það bannar leikmönnum að mæta í landsliðsverkefni ef þeir hafa ekki verið kærðir af lögreglu. Karlalandsliðið mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM í næsta mánuði. Vanda verður þar með í för og ætlar að ræða við leikmenn íslenska liðsins, ekki bara um skandalinn sem hefur skokið sambandið heldur allt. Talið við okkur Aðspurð um gagnrýni Jóhanns Berg Guðmundssonar á vinnubrögð KSÍ og aðra leikmenn sem kunna að vera ósáttir hvetur Vanda þá til að tala við sig. „Ég er með skilaboð til þeirra: ef þið eruð ósáttir við eitthvað, það þarf ekki að vera tengt þessum málum, komiði og talið við okkur. Það er eitt af því sem ég lofaði, að ég myndi hlusta á fólk og ræða málin.“ Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana. KSÍ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
The Athletic birti í dag afar ítarlega grein um meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmanna karlalandsliðsins. Vanda er meðal þeirra sem blaðamaðurinn Stuart James ræddi við fyrir greinina. Vanda var kjörinn formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins í byrjun þessa mánaðar. Hún tók við starfinu af Guðna Bergssyni sem sagði af sér í lok ágúst. Í greininni segir Vanda að í forgangi sé vinna við það hvernig KSÍ taki á ásökunum um brot landsliðsfólks sem koma inn á borð sambandsins. „Ég vil að þau sem stígi fram finnist þau vera örugg og viss um að þetta sé ekki eitthvað sem við sópum undir teppið eða stingum ofan í skúffu. Við verðum að gera þetta og verðum að gera þetta rétt,“ segir Vanda. Búa til ramma Hún segir jafnframt að búa þurfi til regluverk um það hvað teljist brot, einhvers konar ramma sem hægt er að fylgja þótt hann verði eflaust alltaf umdeildur. Ein leið sem er til skoðunar er að láta landsliðsfólk skrifa undir samning þar sem það samþykkir að fara eftir ákveðnum reglum. Enginn slíkur samningur hefur verið teiknaður upp og KSÍ hefur fengið viðvaranir frá lögmönnum að sambandið gæti orðið skaðabótaskylt ef það bannar leikmönnum að mæta í landsliðsverkefni ef þeir hafa ekki verið kærðir af lögreglu. Karlalandsliðið mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM í næsta mánuði. Vanda verður þar með í för og ætlar að ræða við leikmenn íslenska liðsins, ekki bara um skandalinn sem hefur skokið sambandið heldur allt. Talið við okkur Aðspurð um gagnrýni Jóhanns Berg Guðmundssonar á vinnubrögð KSÍ og aðra leikmenn sem kunna að vera ósáttir hvetur Vanda þá til að tala við sig. „Ég er með skilaboð til þeirra: ef þið eruð ósáttir við eitthvað, það þarf ekki að vera tengt þessum málum, komiði og talið við okkur. Það er eitt af því sem ég lofaði, að ég myndi hlusta á fólk og ræða málin.“ Nálgast má grein The Athletic með því að smella hér en kaupa þarf aðgang til að lesa hana.
KSÍ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira