Telma Líf er fundin en fjölskylduna grunar að henni hafi verið byrluð ólyfjan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2021 13:26 Telma Líf er fundin eftir rúma sólarhrings leit. Facebook/Vísir Telma Líf Ingadóttir er fundin heil á húfi eftir að hún hvarf af sjúkrahúsi á Alicante á Spáni í gærmorgun. Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, segir sterkan grun um að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar, sem Telma var á á mánudagskvöld. Telma Líf hvarf í gærmorgun af spítala í Alicante, þar sem fjölskyldan er búsett, og ekkert hafði til hennar sést síðan þá. Telma fór af spítalanum án síma síns eða peningaveskis og hefur umfangsmikil leit staðið yfir að henni í Benidorm síðan í gær. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Ingi Karl og Telma Líf voru að ganga út af lögreglustöðinni í Callosa de Ensirriá, þar sem hann, konan hans og börn þeirra búa, þegar blaðamaður náði af þeim tali og eru nú á leið upp á spítala svo að Telma geti gengist undir læknisskoðun. Inga og Telmu grunar sterklega að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar sem hún var á á mánudagskvöld en Telma muni ekkert eftir síðasta sólarhring. „Það sem væntanlega bjargaði henni var að hún náði að koma sér í burtu eftir að búið var að byrla fyrir henni, “ segir Ingi Karl. Man ekkert síðan á mánudagskvöld Að sögn Inga virðist Telma hafa hitt samstarfsfélaga sinn eftir að hún yfirgaf spítalann sem leyfði henni að gista heima hjá sér. Hún hafi sofið þar í sólarhring og hafi vaknað í morgun og muni ekkert eftir síðasta eina og hálfa sólarhringi. Þegar hún hafi vaknað í morgun hafi hún áttað sig á að hún væri hvorki með veski né síma en reddað sér fari heim til pabba síns. „Systir hennar var heima þegar hún kom heim. Hún reddaði sér upp í Callosa heim til mín og litla systir hennar var í Callosa,“ segir Ingi Karl. Man Telma ekkert eftir síðasta rúma sólarhringi? „Hún man eftir að hafa verið að tala við mig í síma þegar hún var á barnum. Svo man hún eftir því að hafa vaknað í morgun. Miðað við hegðun hennar á spítalanum stemmir það alveg en hún er mjög lemstruð,“ segir Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð. Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03 Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Telma Líf hvarf í gærmorgun af spítala í Alicante, þar sem fjölskyldan er búsett, og ekkert hafði til hennar sést síðan þá. Telma fór af spítalanum án síma síns eða peningaveskis og hefur umfangsmikil leit staðið yfir að henni í Benidorm síðan í gær. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Ingi Karl og Telma Líf voru að ganga út af lögreglustöðinni í Callosa de Ensirriá, þar sem hann, konan hans og börn þeirra búa, þegar blaðamaður náði af þeim tali og eru nú á leið upp á spítala svo að Telma geti gengist undir læknisskoðun. Inga og Telmu grunar sterklega að henni hafi verið byrluð ólyfjan á bar sem hún var á á mánudagskvöld en Telma muni ekkert eftir síðasta sólarhring. „Það sem væntanlega bjargaði henni var að hún náði að koma sér í burtu eftir að búið var að byrla fyrir henni, “ segir Ingi Karl. Man ekkert síðan á mánudagskvöld Að sögn Inga virðist Telma hafa hitt samstarfsfélaga sinn eftir að hún yfirgaf spítalann sem leyfði henni að gista heima hjá sér. Hún hafi sofið þar í sólarhring og hafi vaknað í morgun og muni ekkert eftir síðasta eina og hálfa sólarhringi. Þegar hún hafi vaknað í morgun hafi hún áttað sig á að hún væri hvorki með veski né síma en reddað sér fari heim til pabba síns. „Systir hennar var heima þegar hún kom heim. Hún reddaði sér upp í Callosa heim til mín og litla systir hennar var í Callosa,“ segir Ingi Karl. Man Telma ekkert eftir síðasta rúma sólarhringi? „Hún man eftir að hafa verið að tala við mig í síma þegar hún var á barnum. Svo man hún eftir því að hafa vaknað í morgun. Miðað við hegðun hennar á spítalanum stemmir það alveg en hún er mjög lemstruð,“ segir Ingi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Spánn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03 Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ganga strandlengjuna í leit að Telmu Líf: „Hún er búin að vera týnd í allt of langan tíma“ Fjölskylda Telmu Lífar Ingadóttur gengur nú strandlengju Benidorm í leit að henni en hún hvarf í gærmorgun af sjúkrahúsi í borginni. Faðir Telmu segist dauðhræddur um að henni hafi verið rænt. 27. október 2021 11:03
Leita átján ára íslenskrar stúlku á Spáni Leit stendur yfir að átján ára íslenskri stúlku á Spáni sem ekkert hefur sést til frá klukkan hálf sex í morgun. Að sögn foreldra Telmu Lífar Ingadóttur gekk hún út af Villajosa-sjúkrahúsinu í Alicante í morgun og skildi eigur sínar eftir. 26. október 2021 23:39