Davide Frattesi kom gestunum í 1-0 forystu stuttu fyrir hálfleik og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja.
Weston McKennie jafnaði metin fyrir Juventus á 76. mínútu eftir stoðsendingu frá Paulo Dybala, en Maxime Lopez sá til þess að það voru liðsmenn Sassuolo sem tóku stigin þrjú með sér heim er hann tryggði sínum mönnum 2-1 sigur á 95. mínútu.
Með sigrinum fór Sassuolo upp í níunda sæti deildarinnar með 14 stig, aðeins einu stigi minna en Juventus sem situr í áttunda sæti.
95' | #JuveSassuolo 1⃣-2⃣
— U.S. Sassuolo (@SassuoloUS) October 27, 2021
⚽️ MAAAAAAAAAXIIIIIIIIMEEEEEEEE LOOOOOOOOOOOOOPEEEEEEEEEEZ!!!!!!!!!!#ForzaSasol 🖤💚 pic.twitter.com/uiPUmIBFm0
Á sama tíma fóru tveir aðrir leikir fram í ítölsku deildinni, en Udinese og Verona gerðu 1-1 jafntefli, og Atalanta van góðan 3-1 útisigur gegn Sampdoria.