Tíu sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolpar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. október 2021 20:15 Edda Björk og Ragnheiður Bríet með hvolpana hjá sér í sumarbústað fjölskyldunnar rétt hjá Laugarvatni og tíkina Chelsí, sem gaut þeim í byrjun október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir eru sætir og krúttlegir Dalmatíuhvolparnir tíu, sem voru að koma í heiminn. Mamma þeirra mjólkar vel og pabbi þeirra fylgist stoltur með afkvæmum sínum. Hvolparnir og foreldrar þeirra eiga heima á höfuðborgarsvæðinu hjá eigendum sínum en stundum fá þeir að fara út á land og þá er farið í sumarbústað í grennd við Laugarvatn. Edda Björk Arnardóttir og fjölskylda hennar eru ræktendur Dalmatíuhundanna og þau eiga tíkina Chelsí og rakkann Sjapplín. Hvolparnir eru nú rúmlega þriggja vikna, fimm tíkur og fimm hundar. Þá á fjölskyldan líka hvolpinn Kiddu, 9 vikna. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þeir eru dásamlegir, pissa á mig eins og þú sérð en þetta er samt æðislegt. Já, við fengum tíu hvolpa og svo erum við með einn annan hvolp líka níu vikna, sem er frá vinkonu minni fyrir norðan og undan mínum rakka, þannig að það er líf og fjör“, segir Edda. Hvolparnir fæðast alveg hvítir. „Já, þeir fæðast ekki með neinar doppur og fæðast heyrnarlausir og blindir, þannig að þeir eru bara eins og hvítar litlar rottur en svo fer þetta að skána á fyrstu vikunni. Þegar þeir eru viku gamlir fer maður að sjá fyrstu doppurnar og núna eru þeir þriggja vikna og orðnir alveg full doppóttir,“ bætir Edda við. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir hvolparnir nema einn eru seldir. Edda Björk segir að það séu til um fimmtíu Dalmatíuhundar á Íslandi. „Þetta eru rosalega fallegir hundar, þeir eru orkumiklir, þetta eru rosalega skemmtilegir fjölskylduhundar fyrir okkur til dæmis, sem erum mikið fyrir að hreyfa okkur og fara með okkur allt en eru rólegir heima.“ Heimasætan á heimilinu, Ragnheiður Bríet er ánægð og stolt af hvolpunum. „Það er bara skemmtilegt að vera með svona mikið af hundum og fá þessa athygli frá fullt af fólki, Ha, ertu með tíu hvolpa, hvernig tegund, hvað er í gangi, má ég sjá mynd, það er yndislegt að vera með alla þessa athygli en stundum er svolítið mikið að vera með svona marga hunda inni á heimilinu en það er bara skemmtilegt.“ Ragnheiður Bríet segir fjölskylduna fá mikla athygli út á Dalmatíuhundana, ekki síst eftir að hvolparnir fæddust.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Hundar Dýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira
Hvolparnir og foreldrar þeirra eiga heima á höfuðborgarsvæðinu hjá eigendum sínum en stundum fá þeir að fara út á land og þá er farið í sumarbústað í grennd við Laugarvatn. Edda Björk Arnardóttir og fjölskylda hennar eru ræktendur Dalmatíuhundanna og þau eiga tíkina Chelsí og rakkann Sjapplín. Hvolparnir eru nú rúmlega þriggja vikna, fimm tíkur og fimm hundar. Þá á fjölskyldan líka hvolpinn Kiddu, 9 vikna. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þeir eru dásamlegir, pissa á mig eins og þú sérð en þetta er samt æðislegt. Já, við fengum tíu hvolpa og svo erum við með einn annan hvolp líka níu vikna, sem er frá vinkonu minni fyrir norðan og undan mínum rakka, þannig að það er líf og fjör“, segir Edda. Hvolparnir fæðast alveg hvítir. „Já, þeir fæðast ekki með neinar doppur og fæðast heyrnarlausir og blindir, þannig að þeir eru bara eins og hvítar litlar rottur en svo fer þetta að skána á fyrstu vikunni. Þegar þeir eru viku gamlir fer maður að sjá fyrstu doppurnar og núna eru þeir þriggja vikna og orðnir alveg full doppóttir,“ bætir Edda við. Chelsí hugsar mjög vel um hvolpana sína og er með nóga mjólk til að gefa þeim. Gotið hjá henni gekk vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir hvolparnir nema einn eru seldir. Edda Björk segir að það séu til um fimmtíu Dalmatíuhundar á Íslandi. „Þetta eru rosalega fallegir hundar, þeir eru orkumiklir, þetta eru rosalega skemmtilegir fjölskylduhundar fyrir okkur til dæmis, sem erum mikið fyrir að hreyfa okkur og fara með okkur allt en eru rólegir heima.“ Heimasætan á heimilinu, Ragnheiður Bríet er ánægð og stolt af hvolpunum. „Það er bara skemmtilegt að vera með svona mikið af hundum og fá þessa athygli frá fullt af fólki, Ha, ertu með tíu hvolpa, hvernig tegund, hvað er í gangi, má ég sjá mynd, það er yndislegt að vera með alla þessa athygli en stundum er svolítið mikið að vera með svona marga hunda inni á heimilinu en það er bara skemmtilegt.“ Ragnheiður Bríet segir fjölskylduna fá mikla athygli út á Dalmatíuhundana, ekki síst eftir að hvolparnir fæddust.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Hundar Dýr Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Sjá meira