Fótbolti

Mönchengladbach fór illa með þýsku meistarana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breel Embolo skoraði seinustu tvö mörk Mönchengladbach í kvöld.
Breel Embolo skoraði seinustu tvö mörk Mönchengladbach í kvöld. Lars Baron/Getty Images

Börussia Mönchengladbach vann 5-0 stórsigur er liðið tók á móti þýsku meisturunum Bayern München í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld.

Kouadio Kone kom heimamönnum í 1-0 strax á annarri mínútu áður en Ramy Bensebaini tvöfaldaði forystu Mönchengladbach eftir 15 mínútna leik.

Bensenaini var svo aftur á ferðinni þegar hann breytti stöðunni í 3-0 sex mínútum síðar af vítapunktinum.

Þannig var staðan í hálfleik, en á 51. mínútu bætti Breel Embolo fjórða marki Mönchengladbach við. Hann var svo aftur á ferðinni þegar hann skoraði sitt annað mark, og fimmta mark heimamanna sex mínútum síðar.

Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan því 5-0 sigur Borussia Mönchengladbach. Bayern München er því úr leik, en Mönchengladbach heldur áfram í 16-liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×