Xavi er sagður efstur á blaði hjá Barcelona og á leið í viðræður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 10:01 Xavi Hernandez átti magnaðan feril sem leikmaður Barcelona. EPA/MARCUS BRANDT Ronald Koeman er ekki lengur þjálfari Barcelona eftir þriðja tap liðsins í síðustu fjórum leikjum í gær. Leit stendur yfir af eftirmanni hans. Eitt nafn er efst á blaði sem fyrr. Lokaleikur Hollendingsins var 1-0 tap á móti Rayo Vallecano en nokkrum dögum fyrr hafði Barcelona tapað á heimavelli á móti Real Madrid í El Clasico. Barcelona hefur verið eitt eftirsóttasta félagið fyrir þjálfara undanfarin ár en ástandið innan klúbbsins núna er þó ekki mjög heillandi eftir óstjórn á síðustu árum og mikil fjárhagsvandræði í dag. Það er þó einn maður sem hefur verið orðaður við starfið í langan tíma og það er Barcelona goðsögnin Xavi Hernandez. Nafn Xavi er enn á ný efst á blaði. There s no announcement in place yet for Koeman replacement at Barcelona. It s gonna take few hours while negotiations are ongoing for Xavi to leave Al Sadd & become the new manager. #FCB #XaviOther candidates for Barça job also know Xavi is the favourite, as things stand. pic.twitter.com/1LaHsGkNDc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 27, 2021 Skúbbarinn Fabrizio Romano segir að Xavi hafi áhuga á starfinu en að Barcelona sé bara rétt að byrja að kanna stöðu hans hjá Al Sadd í Katar. Heimildir ESPN herma að Barcelona muni hefja viðræður við Xavi á morgun föstudag um að gerast næsti þjálfari liðsins. Næstu þrír leikir eru á móti Alaves, Dynamo Kiev og Celta Vigo en einhver annar þjálfari mun stjórna liðinu tímabundið í þeim. Koeman skilur við Barcelona í níunda sæti í spænsku deildinni og í þriðja sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni með markatöluna 1-3 og aðeins einn sigur í þremur leikjum. Xavi Hernandez er fyrrum fyrirliði Barcelona og spilaði 767 opinbera leiki fyrir félagið sem var met þar til að Lionel Messi sló það. Xavi varð átta sinnum spænskur meistari með félaginu og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Xavi has now won 7 trophies in two years as Al Sadd manager pic.twitter.com/ZfzjoVQu26— ESPN FC (@ESPNFC) October 25, 2021 Xavi er 41 árs og hefur verið að þjálfa lið Al Sadd í Katar með ágætum árangri. Það er hans eina þjálfarreynsla og þar tók hann við liðinu eftir að hafa spilað með því áður. Xavi hefur gert Al Sadd einu sinni að katörskum meisturum og tvisvar að bikarmeisturum. Alls hefur hann unnið sjö titla sem þjálfari félagsins á tveimur árum. Xavi er ekki bara einn besti leikmaðurinn í sögu Barcelona heldur einn besti miðjumaður sögunnar. Hann spilaði í sautján ár hjá Barcelona og kom upp í gegnum La Masia unglingastarf félagsins. Ef einhver getur grafið upp gömlu Barcelona ræturnar og fundið uppskriftina sem gekk svo vel í hans tíð þá er það örugglega hann. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Lokaleikur Hollendingsins var 1-0 tap á móti Rayo Vallecano en nokkrum dögum fyrr hafði Barcelona tapað á heimavelli á móti Real Madrid í El Clasico. Barcelona hefur verið eitt eftirsóttasta félagið fyrir þjálfara undanfarin ár en ástandið innan klúbbsins núna er þó ekki mjög heillandi eftir óstjórn á síðustu árum og mikil fjárhagsvandræði í dag. Það er þó einn maður sem hefur verið orðaður við starfið í langan tíma og það er Barcelona goðsögnin Xavi Hernandez. Nafn Xavi er enn á ný efst á blaði. There s no announcement in place yet for Koeman replacement at Barcelona. It s gonna take few hours while negotiations are ongoing for Xavi to leave Al Sadd & become the new manager. #FCB #XaviOther candidates for Barça job also know Xavi is the favourite, as things stand. pic.twitter.com/1LaHsGkNDc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 27, 2021 Skúbbarinn Fabrizio Romano segir að Xavi hafi áhuga á starfinu en að Barcelona sé bara rétt að byrja að kanna stöðu hans hjá Al Sadd í Katar. Heimildir ESPN herma að Barcelona muni hefja viðræður við Xavi á morgun föstudag um að gerast næsti þjálfari liðsins. Næstu þrír leikir eru á móti Alaves, Dynamo Kiev og Celta Vigo en einhver annar þjálfari mun stjórna liðinu tímabundið í þeim. Koeman skilur við Barcelona í níunda sæti í spænsku deildinni og í þriðja sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni með markatöluna 1-3 og aðeins einn sigur í þremur leikjum. Xavi Hernandez er fyrrum fyrirliði Barcelona og spilaði 767 opinbera leiki fyrir félagið sem var met þar til að Lionel Messi sló það. Xavi varð átta sinnum spænskur meistari með félaginu og vann Meistaradeildina fjórum sinnum. Xavi has now won 7 trophies in two years as Al Sadd manager pic.twitter.com/ZfzjoVQu26— ESPN FC (@ESPNFC) October 25, 2021 Xavi er 41 árs og hefur verið að þjálfa lið Al Sadd í Katar með ágætum árangri. Það er hans eina þjálfarreynsla og þar tók hann við liðinu eftir að hafa spilað með því áður. Xavi hefur gert Al Sadd einu sinni að katörskum meisturum og tvisvar að bikarmeisturum. Alls hefur hann unnið sjö titla sem þjálfari félagsins á tveimur árum. Xavi er ekki bara einn besti leikmaðurinn í sögu Barcelona heldur einn besti miðjumaður sögunnar. Hann spilaði í sautján ár hjá Barcelona og kom upp í gegnum La Masia unglingastarf félagsins. Ef einhver getur grafið upp gömlu Barcelona ræturnar og fundið uppskriftina sem gekk svo vel í hans tíð þá er það örugglega hann.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira