Sport

Ellen Lind sterkust á Íslandi þriðja árið í röð eftir háspennu

Sindri Sverrisson skrifar
Sterkustu konur landsins hnykluðu vöðvana í mótslok.
Sterkustu konur landsins hnykluðu vöðvana í mótslok.

Ellen Lind Ísaksdóttir er áfram sterkasta kona Íslands en hún vann keppnina þriðja árið í röð um helgina. Aðeins Bryndís Ólafsdóttir hefur oftar unnið titilinn.

Lokastaðan árið 2021 í keppninni Sterkasta kona Íslands.

Ellen átti í jafnri og afar spennandi keppni við Ragnheiði Ósk Jónasdóttur. Ragnheiður vann keppnina árið 2018 en hefur nú lent í 2. sæti þrjú ár í röð.

Ellen Lind endaði með 53 stig en Ragnheiður fékk 50. Lilja B. Jónsdóttir varð svo í 3. sæti með 46 stig. Lilja vann keppnina í undir 82 kg flokki, í sjötta sinn.

Ragnheiður vann fyrstu fjórar greinarnar af þeim sex sem keppt var í og setti meðal annars Íslandsmet í réttstöðuleyftu með öxul þegar hún lyfti 200 kg.

Sterkustu konur Íslands í undir 82 kg flokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×