FAST 112 hetjurnar vilja hitta ykkur! Marianne E. Klinke skrifar 29. október 2021 09:01 Slag, öðru nafni heilablóðfall, er önnur algengasta orsök dauðsfalla í heiminum og ein algengasta orsök þess að fullorðið fólk býr við færniskerðingu. Eitt af hverjum fjórum okkar má búast við því að fá slag á lífsleiðinni, ef miðað er við tölur frá Alþjóðlegu slagsamtökunum. Í dag er alþjóðlegi slagdagurinn – og því er við hæfi að spyrja hvort þú þekkir helstu einkenni slags? Slag er hægt að meðhöndla og leiti fólk tafarlaust aðstoðar aukast líkur á bata verulega. Við, sem vinnum með þessum sjúklingum, vitum að margir bíða of lengi án þess að leita sér aðstoðar eftir upphaf einkenna. Þeir reyna að harka af sér eða hvíla sig og leita ráða hjá vinum og ættingjum í stað þess að hringja strax í Neyðarlínuna. Þannig tapast verðmætur tími. Það er afar mikilvægt að allir í fjölskyldunni þekki einkenni slags og rétt viðbrögð til að auka möguleika á bata. Námsefni fyrir börn – fræðir alla fjölskylduna FAST 112 er alþjóðlegt verðlaunaverkefni sem veitir leik- og grunnskólum skemmtilegt námsefni sem gagnast bæði börnum og fjölskyldum þeirra. FAST stendur fyrir Face (andlit), Arm (handleggur), Speech (tal) og Time (tími). Það skiptir máli að kenna almenningi að þekkja helstu einkennin. Ef þau sjá einhvern sem skyndilega missir mátt í andliti eða handlegg og/eða fær talerfiðleika þarf að kalla tafarlaust eftir aðstoð með því að hringja 112. Tíminn skiptir nefnilega máli. Námsefnið til að kenna FAST 112 var þróað af menntavísindasviði háskólans í Makedóníu í Grikklandi. Það byggir á því að fræða börn á aldrinum 5-9 ára um slag með það fyrir augum að þau miðli þekkingunni áfram til fjölskyldunnar. Kennslan fer fram í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, Friðrik fyndna fés, Arnór arm og Soffíu söngkonu, sem eru ofurhetjur á efri árum og barnabarn þeirra Tómasi tímanlega. Einnig eru leikir, verkefni og söngur þar sem þau m.a. læra að hringja í Neyðarlínuna. Börnin eru hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til að mynda með því að senda ömmu og afa falleg póstkort með gagnlegum upplýsingum. Verkefnið skilar árangri Verkefninu var hleypt af stokkunum vorið 2021 í fjölmörgum löndum s.s. Suður-Afríku, Úkraínu, Spáni, Ítalíu og Bretlandi. Nú þegar hafa um 5.700 kennarar frá 1.900 skólum með samtals 72.500 börnum tekið þátt í verkefninu. Þá hafa 4.200 foreldrar lokið verkefnum með börnum sínum. Niðurstöður rannsókna benda til að fræðslan sé áhrifarík og að foreldrar barna sem taka þátt bæti þekkingu sína um einkenni slags. Þá er gaman að segja frá að við höfum heyrt af fjölda dæma þar sem verkefnið hefur leitt til skjótra og réttra viðbragða. Verkefninu er stýrt af mér en ég hef einnig þýtt námsefnið í samstarfi við Kristínu Ásgeirsdóttur, taugahjúkrunarfræðing. Það hefur verið rýnt og staðfært að íslenskum aðstæðum samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga á þessu sviði, þ.m.t. taugalæknum, taugahjúkrunarfræðingum og leikskólakennurum. Börn hafa einnig tekið þátt með því að að finna áhugaverð nöfn á ofurhetjurnar. Það er sönn ánægja að geta boðið íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra upp á námsefnið. Fyrsti skólinn, leikskólinn Brákaborg, hóf þátttöku í verkefninu nú í október og nú fer fram kynning á verkefninu um allt land. Einfalt að taka þátt Kennslan er einföld og er skipt í fimm kennslustundir. Kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni. Verkefnið er stutt af samtökunum Heilaheill á Íslandi og alþjóðlegu og evrópsku slagsamtökunum, WSO og ESO. Innleiðingin á Íslandi er fjármögnuð af Angels Initiative, alþjóðlegum slagsamtökum. Vonir standa til þess að verkefnið verði sjálfbært með stuðningi íslenskra aðila og verði hluti af menntun barna og fjölskyldna þeirra. Efnið stendur öllum þeim sem koma að fræðslu barna á aldrinum 5-9 ára til boða endurgjaldslaust. Við hvetjum alla skóla til að taka þátt með því að skrá sig á heimasíðu verkefnisins fastheroes.com. Þá er einnig hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Fast 112 hetjurnar, þar sem birtast myndir og skemmtilegar færslur sem ýta undir þekkingu og forvarnir. Höfundur er verkefnastjóri FAST 112 hetjanna á Íslandi, dósent við HÍ og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingarsjúklinga á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Slag, öðru nafni heilablóðfall, er önnur algengasta orsök dauðsfalla í heiminum og ein algengasta orsök þess að fullorðið fólk býr við færniskerðingu. Eitt af hverjum fjórum okkar má búast við því að fá slag á lífsleiðinni, ef miðað er við tölur frá Alþjóðlegu slagsamtökunum. Í dag er alþjóðlegi slagdagurinn – og því er við hæfi að spyrja hvort þú þekkir helstu einkenni slags? Slag er hægt að meðhöndla og leiti fólk tafarlaust aðstoðar aukast líkur á bata verulega. Við, sem vinnum með þessum sjúklingum, vitum að margir bíða of lengi án þess að leita sér aðstoðar eftir upphaf einkenna. Þeir reyna að harka af sér eða hvíla sig og leita ráða hjá vinum og ættingjum í stað þess að hringja strax í Neyðarlínuna. Þannig tapast verðmætur tími. Það er afar mikilvægt að allir í fjölskyldunni þekki einkenni slags og rétt viðbrögð til að auka möguleika á bata. Námsefni fyrir börn – fræðir alla fjölskylduna FAST 112 er alþjóðlegt verðlaunaverkefni sem veitir leik- og grunnskólum skemmtilegt námsefni sem gagnast bæði börnum og fjölskyldum þeirra. FAST stendur fyrir Face (andlit), Arm (handleggur), Speech (tal) og Time (tími). Það skiptir máli að kenna almenningi að þekkja helstu einkennin. Ef þau sjá einhvern sem skyndilega missir mátt í andliti eða handlegg og/eða fær talerfiðleika þarf að kalla tafarlaust eftir aðstoð með því að hringja 112. Tíminn skiptir nefnilega máli. Námsefnið til að kenna FAST 112 var þróað af menntavísindasviði háskólans í Makedóníu í Grikklandi. Það byggir á því að fræða börn á aldrinum 5-9 ára um slag með það fyrir augum að þau miðli þekkingunni áfram til fjölskyldunnar. Kennslan fer fram í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, Friðrik fyndna fés, Arnór arm og Soffíu söngkonu, sem eru ofurhetjur á efri árum og barnabarn þeirra Tómasi tímanlega. Einnig eru leikir, verkefni og söngur þar sem þau m.a. læra að hringja í Neyðarlínuna. Börnin eru hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til að mynda með því að senda ömmu og afa falleg póstkort með gagnlegum upplýsingum. Verkefnið skilar árangri Verkefninu var hleypt af stokkunum vorið 2021 í fjölmörgum löndum s.s. Suður-Afríku, Úkraínu, Spáni, Ítalíu og Bretlandi. Nú þegar hafa um 5.700 kennarar frá 1.900 skólum með samtals 72.500 börnum tekið þátt í verkefninu. Þá hafa 4.200 foreldrar lokið verkefnum með börnum sínum. Niðurstöður rannsókna benda til að fræðslan sé áhrifarík og að foreldrar barna sem taka þátt bæti þekkingu sína um einkenni slags. Þá er gaman að segja frá að við höfum heyrt af fjölda dæma þar sem verkefnið hefur leitt til skjótra og réttra viðbragða. Verkefninu er stýrt af mér en ég hef einnig þýtt námsefnið í samstarfi við Kristínu Ásgeirsdóttur, taugahjúkrunarfræðing. Það hefur verið rýnt og staðfært að íslenskum aðstæðum samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga á þessu sviði, þ.m.t. taugalæknum, taugahjúkrunarfræðingum og leikskólakennurum. Börn hafa einnig tekið þátt með því að að finna áhugaverð nöfn á ofurhetjurnar. Það er sönn ánægja að geta boðið íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra upp á námsefnið. Fyrsti skólinn, leikskólinn Brákaborg, hóf þátttöku í verkefninu nú í október og nú fer fram kynning á verkefninu um allt land. Einfalt að taka þátt Kennslan er einföld og er skipt í fimm kennslustundir. Kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni. Verkefnið er stutt af samtökunum Heilaheill á Íslandi og alþjóðlegu og evrópsku slagsamtökunum, WSO og ESO. Innleiðingin á Íslandi er fjármögnuð af Angels Initiative, alþjóðlegum slagsamtökum. Vonir standa til þess að verkefnið verði sjálfbært með stuðningi íslenskra aðila og verði hluti af menntun barna og fjölskyldna þeirra. Efnið stendur öllum þeim sem koma að fræðslu barna á aldrinum 5-9 ára til boða endurgjaldslaust. Við hvetjum alla skóla til að taka þátt með því að skrá sig á heimasíðu verkefnisins fastheroes.com. Þá er einnig hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Fast 112 hetjurnar, þar sem birtast myndir og skemmtilegar færslur sem ýta undir þekkingu og forvarnir. Höfundur er verkefnastjóri FAST 112 hetjanna á Íslandi, dósent við HÍ og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingarsjúklinga á Landspítala.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar