FAST 112 hetjurnar vilja hitta ykkur! Marianne E. Klinke skrifar 29. október 2021 09:01 Slag, öðru nafni heilablóðfall, er önnur algengasta orsök dauðsfalla í heiminum og ein algengasta orsök þess að fullorðið fólk býr við færniskerðingu. Eitt af hverjum fjórum okkar má búast við því að fá slag á lífsleiðinni, ef miðað er við tölur frá Alþjóðlegu slagsamtökunum. Í dag er alþjóðlegi slagdagurinn – og því er við hæfi að spyrja hvort þú þekkir helstu einkenni slags? Slag er hægt að meðhöndla og leiti fólk tafarlaust aðstoðar aukast líkur á bata verulega. Við, sem vinnum með þessum sjúklingum, vitum að margir bíða of lengi án þess að leita sér aðstoðar eftir upphaf einkenna. Þeir reyna að harka af sér eða hvíla sig og leita ráða hjá vinum og ættingjum í stað þess að hringja strax í Neyðarlínuna. Þannig tapast verðmætur tími. Það er afar mikilvægt að allir í fjölskyldunni þekki einkenni slags og rétt viðbrögð til að auka möguleika á bata. Námsefni fyrir börn – fræðir alla fjölskylduna FAST 112 er alþjóðlegt verðlaunaverkefni sem veitir leik- og grunnskólum skemmtilegt námsefni sem gagnast bæði börnum og fjölskyldum þeirra. FAST stendur fyrir Face (andlit), Arm (handleggur), Speech (tal) og Time (tími). Það skiptir máli að kenna almenningi að þekkja helstu einkennin. Ef þau sjá einhvern sem skyndilega missir mátt í andliti eða handlegg og/eða fær talerfiðleika þarf að kalla tafarlaust eftir aðstoð með því að hringja 112. Tíminn skiptir nefnilega máli. Námsefnið til að kenna FAST 112 var þróað af menntavísindasviði háskólans í Makedóníu í Grikklandi. Það byggir á því að fræða börn á aldrinum 5-9 ára um slag með það fyrir augum að þau miðli þekkingunni áfram til fjölskyldunnar. Kennslan fer fram í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, Friðrik fyndna fés, Arnór arm og Soffíu söngkonu, sem eru ofurhetjur á efri árum og barnabarn þeirra Tómasi tímanlega. Einnig eru leikir, verkefni og söngur þar sem þau m.a. læra að hringja í Neyðarlínuna. Börnin eru hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til að mynda með því að senda ömmu og afa falleg póstkort með gagnlegum upplýsingum. Verkefnið skilar árangri Verkefninu var hleypt af stokkunum vorið 2021 í fjölmörgum löndum s.s. Suður-Afríku, Úkraínu, Spáni, Ítalíu og Bretlandi. Nú þegar hafa um 5.700 kennarar frá 1.900 skólum með samtals 72.500 börnum tekið þátt í verkefninu. Þá hafa 4.200 foreldrar lokið verkefnum með börnum sínum. Niðurstöður rannsókna benda til að fræðslan sé áhrifarík og að foreldrar barna sem taka þátt bæti þekkingu sína um einkenni slags. Þá er gaman að segja frá að við höfum heyrt af fjölda dæma þar sem verkefnið hefur leitt til skjótra og réttra viðbragða. Verkefninu er stýrt af mér en ég hef einnig þýtt námsefnið í samstarfi við Kristínu Ásgeirsdóttur, taugahjúkrunarfræðing. Það hefur verið rýnt og staðfært að íslenskum aðstæðum samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga á þessu sviði, þ.m.t. taugalæknum, taugahjúkrunarfræðingum og leikskólakennurum. Börn hafa einnig tekið þátt með því að að finna áhugaverð nöfn á ofurhetjurnar. Það er sönn ánægja að geta boðið íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra upp á námsefnið. Fyrsti skólinn, leikskólinn Brákaborg, hóf þátttöku í verkefninu nú í október og nú fer fram kynning á verkefninu um allt land. Einfalt að taka þátt Kennslan er einföld og er skipt í fimm kennslustundir. Kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni. Verkefnið er stutt af samtökunum Heilaheill á Íslandi og alþjóðlegu og evrópsku slagsamtökunum, WSO og ESO. Innleiðingin á Íslandi er fjármögnuð af Angels Initiative, alþjóðlegum slagsamtökum. Vonir standa til þess að verkefnið verði sjálfbært með stuðningi íslenskra aðila og verði hluti af menntun barna og fjölskyldna þeirra. Efnið stendur öllum þeim sem koma að fræðslu barna á aldrinum 5-9 ára til boða endurgjaldslaust. Við hvetjum alla skóla til að taka þátt með því að skrá sig á heimasíðu verkefnisins fastheroes.com. Þá er einnig hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Fast 112 hetjurnar, þar sem birtast myndir og skemmtilegar færslur sem ýta undir þekkingu og forvarnir. Höfundur er verkefnastjóri FAST 112 hetjanna á Íslandi, dósent við HÍ og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingarsjúklinga á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Slag, öðru nafni heilablóðfall, er önnur algengasta orsök dauðsfalla í heiminum og ein algengasta orsök þess að fullorðið fólk býr við færniskerðingu. Eitt af hverjum fjórum okkar má búast við því að fá slag á lífsleiðinni, ef miðað er við tölur frá Alþjóðlegu slagsamtökunum. Í dag er alþjóðlegi slagdagurinn – og því er við hæfi að spyrja hvort þú þekkir helstu einkenni slags? Slag er hægt að meðhöndla og leiti fólk tafarlaust aðstoðar aukast líkur á bata verulega. Við, sem vinnum með þessum sjúklingum, vitum að margir bíða of lengi án þess að leita sér aðstoðar eftir upphaf einkenna. Þeir reyna að harka af sér eða hvíla sig og leita ráða hjá vinum og ættingjum í stað þess að hringja strax í Neyðarlínuna. Þannig tapast verðmætur tími. Það er afar mikilvægt að allir í fjölskyldunni þekki einkenni slags og rétt viðbrögð til að auka möguleika á bata. Námsefni fyrir börn – fræðir alla fjölskylduna FAST 112 er alþjóðlegt verðlaunaverkefni sem veitir leik- og grunnskólum skemmtilegt námsefni sem gagnast bæði börnum og fjölskyldum þeirra. FAST stendur fyrir Face (andlit), Arm (handleggur), Speech (tal) og Time (tími). Það skiptir máli að kenna almenningi að þekkja helstu einkennin. Ef þau sjá einhvern sem skyndilega missir mátt í andliti eða handlegg og/eða fær talerfiðleika þarf að kalla tafarlaust eftir aðstoð með því að hringja 112. Tíminn skiptir nefnilega máli. Námsefnið til að kenna FAST 112 var þróað af menntavísindasviði háskólans í Makedóníu í Grikklandi. Það byggir á því að fræða börn á aldrinum 5-9 ára um slag með það fyrir augum að þau miðli þekkingunni áfram til fjölskyldunnar. Kennslan fer fram í gegnum skemmtilegar teiknimyndapersónur, Friðrik fyndna fés, Arnór arm og Soffíu söngkonu, sem eru ofurhetjur á efri árum og barnabarn þeirra Tómasi tímanlega. Einnig eru leikir, verkefni og söngur þar sem þau m.a. læra að hringja í Neyðarlínuna. Börnin eru hvött til að miðla þekkingu sinni áfram, til að mynda með því að senda ömmu og afa falleg póstkort með gagnlegum upplýsingum. Verkefnið skilar árangri Verkefninu var hleypt af stokkunum vorið 2021 í fjölmörgum löndum s.s. Suður-Afríku, Úkraínu, Spáni, Ítalíu og Bretlandi. Nú þegar hafa um 5.700 kennarar frá 1.900 skólum með samtals 72.500 börnum tekið þátt í verkefninu. Þá hafa 4.200 foreldrar lokið verkefnum með börnum sínum. Niðurstöður rannsókna benda til að fræðslan sé áhrifarík og að foreldrar barna sem taka þátt bæti þekkingu sína um einkenni slags. Þá er gaman að segja frá að við höfum heyrt af fjölda dæma þar sem verkefnið hefur leitt til skjótra og réttra viðbragða. Verkefninu er stýrt af mér en ég hef einnig þýtt námsefnið í samstarfi við Kristínu Ásgeirsdóttur, taugahjúkrunarfræðing. Það hefur verið rýnt og staðfært að íslenskum aðstæðum samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga á þessu sviði, þ.m.t. taugalæknum, taugahjúkrunarfræðingum og leikskólakennurum. Börn hafa einnig tekið þátt með því að að finna áhugaverð nöfn á ofurhetjurnar. Það er sönn ánægja að geta boðið íslenskum börnum og fjölskyldum þeirra upp á námsefnið. Fyrsti skólinn, leikskólinn Brákaborg, hóf þátttöku í verkefninu nú í október og nú fer fram kynning á verkefninu um allt land. Einfalt að taka þátt Kennslan er einföld og er skipt í fimm kennslustundir. Kennarar þurfa ekki mikinn undirbúning, aðeins að skrá bekkinn sinn á vefsíðunni fastheroes.com og lesa eina rafbók í hverri kennslustund. Rafbókin leiðir svo kennarann og börnin í gegnum kennslustundina. Hvert barn fær afhent veglega verkefnabók stútfulla af leikjum og skemmtilegu efni. Verkefnið er stutt af samtökunum Heilaheill á Íslandi og alþjóðlegu og evrópsku slagsamtökunum, WSO og ESO. Innleiðingin á Íslandi er fjármögnuð af Angels Initiative, alþjóðlegum slagsamtökum. Vonir standa til þess að verkefnið verði sjálfbært með stuðningi íslenskra aðila og verði hluti af menntun barna og fjölskyldna þeirra. Efnið stendur öllum þeim sem koma að fræðslu barna á aldrinum 5-9 ára til boða endurgjaldslaust. Við hvetjum alla skóla til að taka þátt með því að skrá sig á heimasíðu verkefnisins fastheroes.com. Þá er einnig hægt að fylgjast með okkur á Facebook, Fast 112 hetjurnar, þar sem birtast myndir og skemmtilegar færslur sem ýta undir þekkingu og forvarnir. Höfundur er verkefnastjóri FAST 112 hetjanna á Íslandi, dósent við HÍ og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingarsjúklinga á Landspítala.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun