Sport

Lárus: Davíð Arnar var besti leikmaður liðsins í kvöld

Andri Már Eggertsson skrifar
Lárus Jónsson var ángæður með sigur kvöldsins
Lárus Jónsson var ángæður með sigur kvöldsins vísir/hulda margrét

Þór Þorlákshöfn vann tólf stiga sigur á ÍR 105-93. Þetta var þriðji sigur Þórs Þorlákshafnar í röð og var Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, léttur í leiks lok.

„Ég er ágætlega ánægður með liðið mitt eftir leik. Það var flott að vinna leikinn. Við vissum að ÍR myndi mæta ákveðið til leiks. Ronaldas Rutkauskas var besti leikmaður liðsins í síðasta leik en lenti snemma í villu vandræðum og var ég ánægður með hvernig aðrir stigu upp,“ sagði Lárus Jónsson. 

Lárus var afar sáttur með framlagið sem Davíð Arnar Ágústsson skilaði í kvöld.

„Glynn Watson átti fínan leik. Mér fannst besti leikmaðurinn okkar vera Davíð Arnar, hann var að skora á mikilvægum augnablikum í fyrri hálfleik og síðan var hann mikilvægur hlekkur í seinni hálfleik.“

Leikurinn var jafn framan af leik en Lárus var sannfærður myndi Þór halda áfram að spila sinn leik yrði sigurinn þeirra. 

„Við trúðum því að ef við myndum halda áfram að spila okkar leik myndu koma augnablik í seinni hálfleik þar sem okkur tækist að slíta þá frá okkur.“ 

Næsti leikur Þórs er gegn Keflavík og talaði Lárus um að liðið þyrfti að spila betur en þeir gerðu í kvöld ætli þeir sér sigur í þeim leik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×