Ekkert íþróttahús í Laugardal Björn Kristjánsson skrifar 29. október 2021 08:30 Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. Þann 27. október birtist í Fréttablaðinu grein eftir Pawel Bartoszek borgarfulltrúa undir fyrirsögninni „Þétting styrkir innviði“. Í greininni reifar fulltrúinn kosti þéttingar byggðar og þróun íbúafjölda og þjónustu í ýmsum hverfum borgarinnar. Þar lætur borgarfulltrúinn að því liggja að innviðir þróist með, því sem næst, sjálfbærum hætti, eins og vöðvi sem vex og rýrnar eftir því hvort hann fái þjálfun eða ekki; „ef engin börn eru eftir til að æfa handbolta, þá hættir handboltadeildin.“ Sama dag var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann sagði að uppbygging á ákveðnum svæðum innan borgarmarkanna gæti ekki hafist fyrr en innviðir væru tiltækir til að anna þörfum íbúanna. Hvort sem innviðir fylgja eins og spenntur vöðvi í kjölfar uppbyggingarinnar eða eru forsenda hennar er ljóst að þeir hafa víða látið bíða eftir sér. Í hverfinu umhverfis Laugardalinn blasir nú við hryggðarmynd þar sem þéttingarstefnu borgarinnar hafa ekki fylgt nauðsynlegir innviðir. Íbúar hverfisins hafa endurnýjast hratt á síðustu árum með tilheyrandi barnafjölda og er hverfið nú orðið eitt hið fjölmennasta í borginni. Auk þess hefur mikill fjöldi íbúða risið á þéttingarreitum svo fyrirséð er að vandinn muni einungis aukast á næstu árum ef ekki verður brugðist hratt við. Fjöldi nemenda í grunnskólum hverfisins hefur aukist um allt að 40% á síðustu 10 árum og mun aukast enn frekar þegar hundruð íbúða sem eru í byggingu innan hverfisins fyllast af lífi. Skólar hverfisins eru löngu sprungnir og engar áætlanir eru fyrirliggjandi um viðbótarhúsnæði við þá. Börnin í Laugardalnum skortir þó ekki bara skólahúsnæði heldur eru aðstæður til íþróttaiðkunar verulega bágbornar. Aðstaðan er hvergi nærri nóg til að anna kennslu í skólaíþróttum og þaðan af síður metnaðarfullu starfi íþróttafélaga hverfisins. Í dag er Körfuknattleiksdeild Ármanns sú fjölmennasta í Reykjavík. Um 400 iðkendum félagsins er gert að stunda sína íþrótt í 60-80 ára gömlum leikfimisölum sem eru á stærð við badmintonvöll. Eldri iðkendur þurfa að fara út fyrir hverfið til að sækja sínar æfingar með tilheyrandi skutli, rútuferðum, mengun og tímasóun. Knattspyrnufélagið Þróttur reynir með herkjum að halda úti blakdeild og handknattleiksdeild en fær takmarkaða aðstöðu til þess innan hverfis. Blakdeild félagsins þarf að beina iðkendum sínum alla leið upp í Kópavog á meðan handknattleiksdeild félagsins getur einungis boðið upp á æfingar upp að 5. flokki vegna aðstöðuleysis. Það æfir enginn handbolta ef það er ekkert íþróttahús til að æfa handbolta í. Vandi íþróttafélaganna í Laugardal og aðstöðuleysi barna til íþróttaiðkunar í hverfinu er endurtekið efni þar sem ný kynslóð Laugdælinga elst nú upp við að þurfa að sækja æfingar út fyrir sitt heimahverfi. Þessi mál verða hvorki leyst með þjóðarhöll né nýju gólfi í hina 60 ára gömlu Laugardalshöll. Börn í Laugardalnum eiga rétt á því að sitja við sama borð og önnur börn í Reykjavík þegar kemur að íþróttaiðkun og eiga ekki að þurfa að gjalda þess að búa í námunda við þjóðarhöll sem verður mögulega einhvern tímann byggð. Það þarf að reisa íþróttahús í Laugardalnum fyrir íþróttaiðkendur í Laugardal. Þéttingu byggðar í Laugardal hafa ekki fylgt þeir nauðsynlegu innviðir sem þarf til að anna og sinna ört fjölgandi íbúum hverfisins. Innviðir verða ekki til í tómarúmi og í Laugardalnum voru þeir svo sannarlega ekki komnir áður en uppbygging hófst. Uppbygging innviða er pólitísk ákvörðun og ábyrgð sem borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík verða að taka og axla. Höfundur er foreldri í Laugardal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. Þann 27. október birtist í Fréttablaðinu grein eftir Pawel Bartoszek borgarfulltrúa undir fyrirsögninni „Þétting styrkir innviði“. Í greininni reifar fulltrúinn kosti þéttingar byggðar og þróun íbúafjölda og þjónustu í ýmsum hverfum borgarinnar. Þar lætur borgarfulltrúinn að því liggja að innviðir þróist með, því sem næst, sjálfbærum hætti, eins og vöðvi sem vex og rýrnar eftir því hvort hann fái þjálfun eða ekki; „ef engin börn eru eftir til að æfa handbolta, þá hættir handboltadeildin.“ Sama dag var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í viðtali í Bítinu á Bylgjunni þar sem hann sagði að uppbygging á ákveðnum svæðum innan borgarmarkanna gæti ekki hafist fyrr en innviðir væru tiltækir til að anna þörfum íbúanna. Hvort sem innviðir fylgja eins og spenntur vöðvi í kjölfar uppbyggingarinnar eða eru forsenda hennar er ljóst að þeir hafa víða látið bíða eftir sér. Í hverfinu umhverfis Laugardalinn blasir nú við hryggðarmynd þar sem þéttingarstefnu borgarinnar hafa ekki fylgt nauðsynlegir innviðir. Íbúar hverfisins hafa endurnýjast hratt á síðustu árum með tilheyrandi barnafjölda og er hverfið nú orðið eitt hið fjölmennasta í borginni. Auk þess hefur mikill fjöldi íbúða risið á þéttingarreitum svo fyrirséð er að vandinn muni einungis aukast á næstu árum ef ekki verður brugðist hratt við. Fjöldi nemenda í grunnskólum hverfisins hefur aukist um allt að 40% á síðustu 10 árum og mun aukast enn frekar þegar hundruð íbúða sem eru í byggingu innan hverfisins fyllast af lífi. Skólar hverfisins eru löngu sprungnir og engar áætlanir eru fyrirliggjandi um viðbótarhúsnæði við þá. Börnin í Laugardalnum skortir þó ekki bara skólahúsnæði heldur eru aðstæður til íþróttaiðkunar verulega bágbornar. Aðstaðan er hvergi nærri nóg til að anna kennslu í skólaíþróttum og þaðan af síður metnaðarfullu starfi íþróttafélaga hverfisins. Í dag er Körfuknattleiksdeild Ármanns sú fjölmennasta í Reykjavík. Um 400 iðkendum félagsins er gert að stunda sína íþrótt í 60-80 ára gömlum leikfimisölum sem eru á stærð við badmintonvöll. Eldri iðkendur þurfa að fara út fyrir hverfið til að sækja sínar æfingar með tilheyrandi skutli, rútuferðum, mengun og tímasóun. Knattspyrnufélagið Þróttur reynir með herkjum að halda úti blakdeild og handknattleiksdeild en fær takmarkaða aðstöðu til þess innan hverfis. Blakdeild félagsins þarf að beina iðkendum sínum alla leið upp í Kópavog á meðan handknattleiksdeild félagsins getur einungis boðið upp á æfingar upp að 5. flokki vegna aðstöðuleysis. Það æfir enginn handbolta ef það er ekkert íþróttahús til að æfa handbolta í. Vandi íþróttafélaganna í Laugardal og aðstöðuleysi barna til íþróttaiðkunar í hverfinu er endurtekið efni þar sem ný kynslóð Laugdælinga elst nú upp við að þurfa að sækja æfingar út fyrir sitt heimahverfi. Þessi mál verða hvorki leyst með þjóðarhöll né nýju gólfi í hina 60 ára gömlu Laugardalshöll. Börn í Laugardalnum eiga rétt á því að sitja við sama borð og önnur börn í Reykjavík þegar kemur að íþróttaiðkun og eiga ekki að þurfa að gjalda þess að búa í námunda við þjóðarhöll sem verður mögulega einhvern tímann byggð. Það þarf að reisa íþróttahús í Laugardalnum fyrir íþróttaiðkendur í Laugardal. Þéttingu byggðar í Laugardal hafa ekki fylgt þeir nauðsynlegu innviðir sem þarf til að anna og sinna ört fjölgandi íbúum hverfisins. Innviðir verða ekki til í tómarúmi og í Laugardalnum voru þeir svo sannarlega ekki komnir áður en uppbygging hófst. Uppbygging innviða er pólitísk ákvörðun og ábyrgð sem borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík verða að taka og axla. Höfundur er foreldri í Laugardal
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar