Mál Gráa hersins gegn Tryggingastofnun tekið til meðferðar Snorri Másson og Árni Sæberg skrifa 29. október 2021 20:03 Helgi Pétursson er formaður landssamband eldri borgara. Stöð 2 Aðalmeðferð í máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri hófst í morgun. Eftir hana var blásið til samstöðufundar á Austurvelli, þar sem ræðumenn fóru hörðum orðum um stöðu eldri borgara í íslensku samfélagi. Málsókn félagsins hefur verið í undirbúningi árum saman og er gífurlega umfangsmikil. Þar er krafist endurgreiðslu á tugum milljarða króna til handa eldri borgurum. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að málinu hafa verið frestað fjórum sinnum en það hafi verið þingfest í vor en ekki tekið til aðalmeðferðar fyrr en nú. „Við erum auðvitað sigurviss og erum að berjast gegn þessum ósanngjörnu skerðingum. Þetta er náttúrulega eins sorglegt og það getur orðið, að þurfa að standa í málaferlum gegn samfélagi sínu en menn vilja ekki ræða neitt fyrr en í fulla hnefana. Og kannski má segja að menn hanga eins og hundar á roði á þessum peningum sem eru teknir af þessari kynslóð: 45,5 milljarðar á ári,“ segi Helgi. Hann segir að skerðingar á kjörum eldri borgara ekki eiga sér enga rökrétta skýringu. „Mér finnst þetta bara vera hagfræði 101. Ef þessir peningar eru greiddir út og við fáum þá til afnota, hvað haldið þið að við gerum, hlaupum eitthvað burt og felum okkur?“ segir Helgi. Hann segir eldra fólk vera líklegra til að eyða peningum sínum en yngra fólk, til dæmis eyði það peningum í ferðaög og barnabörnin. „Þetta kemur allt inn í ríkiskassann í sköttum og einhver reiknaði meira að segja út að ríkisvaldið færi í plús.“ „Komið út fyrir öll þjófamörk“ Helgi segir að upphaflega hafi lífeyrissjóðum verið ætlað að vera uppbót við lífeyri frá Tryggingastofnun en að með tímanum og stækkun lífeyrissjóðakerfisins hafi menn freistast til þess að taka peninga af ellilífeyrisþegum. „Þetta er ósanngjarnt og þetta er komið út fyrir öll þjófamörk. 83,7 prósent af hundraðkallinum, þetta er bara allt of mikið,“ segir Helgi. Eldri borgarar Dómsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Málsókn félagsins hefur verið í undirbúningi árum saman og er gífurlega umfangsmikil. Þar er krafist endurgreiðslu á tugum milljarða króna til handa eldri borgurum. Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, segir í samtali við fréttastofu að málinu hafa verið frestað fjórum sinnum en það hafi verið þingfest í vor en ekki tekið til aðalmeðferðar fyrr en nú. „Við erum auðvitað sigurviss og erum að berjast gegn þessum ósanngjörnu skerðingum. Þetta er náttúrulega eins sorglegt og það getur orðið, að þurfa að standa í málaferlum gegn samfélagi sínu en menn vilja ekki ræða neitt fyrr en í fulla hnefana. Og kannski má segja að menn hanga eins og hundar á roði á þessum peningum sem eru teknir af þessari kynslóð: 45,5 milljarðar á ári,“ segi Helgi. Hann segir að skerðingar á kjörum eldri borgara ekki eiga sér enga rökrétta skýringu. „Mér finnst þetta bara vera hagfræði 101. Ef þessir peningar eru greiddir út og við fáum þá til afnota, hvað haldið þið að við gerum, hlaupum eitthvað burt og felum okkur?“ segir Helgi. Hann segir eldra fólk vera líklegra til að eyða peningum sínum en yngra fólk, til dæmis eyði það peningum í ferðaög og barnabörnin. „Þetta kemur allt inn í ríkiskassann í sköttum og einhver reiknaði meira að segja út að ríkisvaldið færi í plús.“ „Komið út fyrir öll þjófamörk“ Helgi segir að upphaflega hafi lífeyrissjóðum verið ætlað að vera uppbót við lífeyri frá Tryggingastofnun en að með tímanum og stækkun lífeyrissjóðakerfisins hafi menn freistast til þess að taka peninga af ellilífeyrisþegum. „Þetta er ósanngjarnt og þetta er komið út fyrir öll þjófamörk. 83,7 prósent af hundraðkallinum, þetta er bara allt of mikið,“ segir Helgi.
Eldri borgarar Dómsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira