Fjölmargir lagt leið sína í Þorlákshöfn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. október 2021 14:25 Sandreyður er þriðja stærsta tegund reyðarhvalaættarinnar og getur orðið yfir tuttugu tonn að þyngd, segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Aðsend/Donatas Arlauskas Mikill fjöldi hefur lagt leið sína niður í fjöru við Þorlákshöfn í dag en hval rak þar á land í vikunni. Bæjarstjóri gleðst yfir áhuga fólks en reiknað er með því að farga hvalnum á þriðjudaginn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss, segir að vel hafi gengið í dag. Þorlákshöfn skarti sínu fegursta í góða veðrinu. Elliði hvetur fólk til að nýta helgina enda sé keyrslan stutt fyrir fjölmarga. Á myndunum má sjá troðfull bílastæðin við fjöruna.Aðsend/Donatas Arlauskas „Þetta gengur mjög vel og virkilega gaman að sjá hvað fólk hefur mikinn áhuga á þessu enda ekki á hverjum degi sem hægt er að nálgast svona heillegan hval á aðgengilegan máta. Það var reyndar einhver sem að færðist kapp í kinn og fór á bíl í fjöruna. Eðli málsins samkvæmt festi hann sig þar en það var nú bara smávægilegt. Við erum með góða og lipra björgunarsveit sem fór og aðstoðaði,“ segir Elliði léttur í bragði. Til stendur að farga hvalnum á þriðjudaginn næstkomandi en óvíst er hvort hvalurinn verði dreginn á haf út eða hann verði urðaður í fjörunni. Kosturinn fyrrnefndi þykir þó vænlegri enda fjaran vinsælt útivistarsvæði. Bæði heimamenn og gestir fari þangað að ganga og aðrir stunda brimbrettaiðkun. Að neðan má sjá myndband af hvalrekanum sem Donatas Arlauskas tók í vikunni. DONATAS ARLAUSKAS DONATAS ARLAUSKAS DONATAS ARLAUSKAS DONATAS ARLAUSKAS Ölfus Hvalir Dýr Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss, segir að vel hafi gengið í dag. Þorlákshöfn skarti sínu fegursta í góða veðrinu. Elliði hvetur fólk til að nýta helgina enda sé keyrslan stutt fyrir fjölmarga. Á myndunum má sjá troðfull bílastæðin við fjöruna.Aðsend/Donatas Arlauskas „Þetta gengur mjög vel og virkilega gaman að sjá hvað fólk hefur mikinn áhuga á þessu enda ekki á hverjum degi sem hægt er að nálgast svona heillegan hval á aðgengilegan máta. Það var reyndar einhver sem að færðist kapp í kinn og fór á bíl í fjöruna. Eðli málsins samkvæmt festi hann sig þar en það var nú bara smávægilegt. Við erum með góða og lipra björgunarsveit sem fór og aðstoðaði,“ segir Elliði léttur í bragði. Til stendur að farga hvalnum á þriðjudaginn næstkomandi en óvíst er hvort hvalurinn verði dreginn á haf út eða hann verði urðaður í fjörunni. Kosturinn fyrrnefndi þykir þó vænlegri enda fjaran vinsælt útivistarsvæði. Bæði heimamenn og gestir fari þangað að ganga og aðrir stunda brimbrettaiðkun. Að neðan má sjá myndband af hvalrekanum sem Donatas Arlauskas tók í vikunni. DONATAS ARLAUSKAS DONATAS ARLAUSKAS DONATAS ARLAUSKAS DONATAS ARLAUSKAS
Ölfus Hvalir Dýr Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira