Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2021 16:31 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja af eða á varðandi nýtt forsetaframboð strax. Þá myndi hann missa frjálsan aðgang að pólitískum sjóðum sínum. AP/Ross D. Franklin Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð. Þrátt fyrir það er forsetinn fyrrverandi að nota bæði Facebook og Save America til að fjármagna framboð sitt með krókaleiðum. Krókaleiðar þessar byggja þar að auki á lygum Trumps og bandamanna hans um kosningasvik og spillingu og það að Trump sé réttmætur forseti Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt Washington Post hefur Save America varið meira en hundrað þúsund dölum á viku að undanförnu í auglýsingar á Facebook. Margar þessara auglýsinga snúast um að biðja stuðningsmenn Trumps um peninga til að berjast gegn þeirri spillingu og kosningasvikum sem Trump segir sig hafa kostað sigur í forsetakosningunum í fyrra. Talsmaður Facebook sagði þessar auglýsingar leyfðar því hann væri ekki að birta þær persónulega og þær. Save America kostar auglýsingarnar en allar fjárveitingar fara í aðra sjóði sem Trump er frjálst að nota peningana að vild. Það er þar til hann tilkynnir nýtt framboð, ef hann gerir það, en þá þarf hann aftur að stofna nýja sjóði. Ekki vitað hve stórir sjóðirnir eru Eins og fram kemur í frétt Washington Post segir að ekki liggi fyrir hve miklum peningum Trump sitji á. Hann þurfi einungis að gera grein fyrir sjóðum sínum tvisvar sinnum á ári. Síðast gerði hann það í júlí og þá átti hann 9,5 milljarða króna og það bara í sjóði Save America. Hann á aðra sjóði. Sjá einnig: Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Þeim fjármunum safnaði hann einnig á grunni ósanninda um forsetakosningarnar sem hann tapaði fyrir Joe Biden. WP hefur þó eftir ráðgjöfum Trumps að hann hafi ítrekað verið að safna meira en milljón dölum á viku og allt að tveimur milljónum. Ein milljón dala samsvarar um 130 milljónum króna. Ætlar ekkert að tilkynna strax Repúblikanar sem rætt var við en vildu ekki koma fram undir nafni segja Trump vera sjúga til sín peninga frá öðrum málefnum flokksins í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Þá hafi Trump varið litlu sem engu af eigin peningum í að reyna að færa sönnur fyrir því að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í fyrra. Aðrir bandamenn hans hafa reynt að gera það en án nokkurs árangurs. Sjá einnig: Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Bidens Trump var spurður að því í september hvort hann ætli að bjóða sig fram aftur í kosningunum 2024. Þá sagðist hann ekki mega tala um það, vegna laga um fjármögnun framboða. Viðmælendur Washington Post segja Trump ekki ætla að staðfesta eitt né neitt á næstu mánuðum. Ef hann tilkynni svo annað framboð muni hann færa peninga sína í nýja óháða sjóði svo hægt sé að nota þá til að styðja framboð hans. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“. 21. október 2021 08:23 Trump sparkar í látinn mann Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. 19. október 2021 14:02 Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. 18. október 2021 23:31 Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Þrátt fyrir það er forsetinn fyrrverandi að nota bæði Facebook og Save America til að fjármagna framboð sitt með krókaleiðum. Krókaleiðar þessar byggja þar að auki á lygum Trumps og bandamanna hans um kosningasvik og spillingu og það að Trump sé réttmætur forseti Bandaríkjanna. Samkvæmt frétt Washington Post hefur Save America varið meira en hundrað þúsund dölum á viku að undanförnu í auglýsingar á Facebook. Margar þessara auglýsinga snúast um að biðja stuðningsmenn Trumps um peninga til að berjast gegn þeirri spillingu og kosningasvikum sem Trump segir sig hafa kostað sigur í forsetakosningunum í fyrra. Talsmaður Facebook sagði þessar auglýsingar leyfðar því hann væri ekki að birta þær persónulega og þær. Save America kostar auglýsingarnar en allar fjárveitingar fara í aðra sjóði sem Trump er frjálst að nota peningana að vild. Það er þar til hann tilkynnir nýtt framboð, ef hann gerir það, en þá þarf hann aftur að stofna nýja sjóði. Ekki vitað hve stórir sjóðirnir eru Eins og fram kemur í frétt Washington Post segir að ekki liggi fyrir hve miklum peningum Trump sitji á. Hann þurfi einungis að gera grein fyrir sjóðum sínum tvisvar sinnum á ári. Síðast gerði hann það í júlí og þá átti hann 9,5 milljarða króna og það bara í sjóði Save America. Hann á aðra sjóði. Sjá einnig: Hefur safnað 9,5 milljörðum króna í sjóð sinn Þeim fjármunum safnaði hann einnig á grunni ósanninda um forsetakosningarnar sem hann tapaði fyrir Joe Biden. WP hefur þó eftir ráðgjöfum Trumps að hann hafi ítrekað verið að safna meira en milljón dölum á viku og allt að tveimur milljónum. Ein milljón dala samsvarar um 130 milljónum króna. Ætlar ekkert að tilkynna strax Repúblikanar sem rætt var við en vildu ekki koma fram undir nafni segja Trump vera sjúga til sín peninga frá öðrum málefnum flokksins í aðdraganda þingkosninga á næsta ári. Þá hafi Trump varið litlu sem engu af eigin peningum í að reyna að færa sönnur fyrir því að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í fyrra. Aðrir bandamenn hans hafa reynt að gera það en án nokkurs árangurs. Sjá einnig: Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Bidens Trump var spurður að því í september hvort hann ætli að bjóða sig fram aftur í kosningunum 2024. Þá sagðist hann ekki mega tala um það, vegna laga um fjármögnun framboða. Viðmælendur Washington Post segja Trump ekki ætla að staðfesta eitt né neitt á næstu mánuðum. Ef hann tilkynni svo annað framboð muni hann færa peninga sína í nýja óháða sjóði svo hægt sé að nota þá til að styðja framboð hans.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“. 21. október 2021 08:23 Trump sparkar í látinn mann Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. 19. október 2021 14:02 Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. 18. október 2021 23:31 Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49
Trump ætlar að opna eigin samfélagsmiðil Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hyggist opna nýjan samfélagsmiðil, sem eigi að standa gegn „ofríki stórra tæknifyrirtækja“. 21. október 2021 08:23
Trump sparkar í látinn mann Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fer ófögrum orðum um Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér sólarhring eftir andlát Powell. Sakar hann Powell um fjölda mistaka og að hafa ekki verið raunverulegur repúblikani. 19. október 2021 14:02
Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur stefnt rannsóknarnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar áhlaupið á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Trump vill koma í veg fyrir að nefndin komist í skjöl frá forsetatíð hans. 18. október 2021 23:31
Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30
Trump fer í mál við samfélagsmiðlarisa Fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur höfðað mál gegn samfélagsmiðlarisunum Facebook, Twitter og YouTube. Hann vill meina að brotið hafi verið á sér þegar hann var bannaður á miðlunum fyrr á árinu. 7. júlí 2021 20:01