Vilja láta banna „njósnaauglýsingar“ Þorgils Jónsson skrifar 31. október 2021 10:37 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Neytendasamtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir banni við því sem þau kalla „njósnaauglýsingum“, eða netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum. Tryggja þurfi stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum. Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi samtakanna í gær. „Nú tröllríða slíkar auglýsingar og annað efni sem byggir á eftirliti með einstaklingum netheimum og veldur neytendum margvíslegum skaða – og stofna í verstu tilfellum lýðræðinu í hættu.“ Auk þess ályktaði aðalfundurinn um valfrelsi neytenda og stuðning við bændur. Mikilvægt sé fyrir neytendur að stundaður sé öflugur landbúnaður innanlands, enda sýni það sig að neytendur velji gjarna innlenda framleiðslu. „Matvælaframleiðendur verða að treysta eigin framleiðslu, og treysta íslenskum neytendum til að velja, en leggja til hliðar hamlandi stuðning tollmúra og neyslustýringar. Tollar og verndarmúrar mynda úr sér gengið kerfi hamlandi aðstoðar við landbúnaðarframleiðsluna, og á því tapa bæði neytendur og bændur. Það þarf að leggja af hið fyrsta og leggja í staðinn áherslu á styðjandi aðstoð, stuðning við nýsköpun og beinan stuðning við bændur.“ Þá beindi fundurinn því til fyrirtækja og hagsmunasamtaka atvinnulífsins að hækka ekki vöruverð til neytenda í þeim aðstæðum sem nú ríkja. „Við tímabundnum hækkunum hrávöruverðs og flutningstruflana af völdum kórónuveirufaraldursins, verði fyrirtæki þess í stað að hagræða, lækka álögur og draga úr arðsemiskröfum.“ Þæa er tekið undir nýlega áskorun Samkeppniseftirlitsins til neytenda um að vera á varðbergi og tilkynna ef vert verður við óeðlilegar verðhækkanir eða ef grunur leiki á að fyrirtæki fari á svið við samkeppnislög. Loks hvatti fundurinn stjórnvöld til að gera neytendamálum hátt undir höfði á kjörtímabilinu sem er að hefjast, enda liggi fyrir, að mati samtakanna, mörg brýn neytendamál sem varða almenn lífskjör. Meðal annars þurfi að: Stórefla neytendavernd með því að eyða óvissu um stjórnskipan neytendamála og eflingu eftirlits á sviði neytendamála. Gera neytendum auðvelt að sækja skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Skýra lög og heimildir fyrir almannaheillasamtök að efna til hópmálsókna. Stemma stigu við óhóflegum innheimtukostnaði, svo sem með því að setja hámark á innheimtukostnað. Allt eftirlit með innheimtustarfsemi á að vera á einni hendi, óháð sérstökum hagsmunaaðilum. Á fundinum var sjálfkjörið í stjórn samtakanna, en kosið er ár hvert um helming stjórnarmanna og sitja þeir í tvö ár. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ályktun þess efnis var samþykkt á aðalfundi samtakanna í gær. „Nú tröllríða slíkar auglýsingar og annað efni sem byggir á eftirliti með einstaklingum netheimum og veldur neytendum margvíslegum skaða – og stofna í verstu tilfellum lýðræðinu í hættu.“ Auk þess ályktaði aðalfundurinn um valfrelsi neytenda og stuðning við bændur. Mikilvægt sé fyrir neytendur að stundaður sé öflugur landbúnaður innanlands, enda sýni það sig að neytendur velji gjarna innlenda framleiðslu. „Matvælaframleiðendur verða að treysta eigin framleiðslu, og treysta íslenskum neytendum til að velja, en leggja til hliðar hamlandi stuðning tollmúra og neyslustýringar. Tollar og verndarmúrar mynda úr sér gengið kerfi hamlandi aðstoðar við landbúnaðarframleiðsluna, og á því tapa bæði neytendur og bændur. Það þarf að leggja af hið fyrsta og leggja í staðinn áherslu á styðjandi aðstoð, stuðning við nýsköpun og beinan stuðning við bændur.“ Þá beindi fundurinn því til fyrirtækja og hagsmunasamtaka atvinnulífsins að hækka ekki vöruverð til neytenda í þeim aðstæðum sem nú ríkja. „Við tímabundnum hækkunum hrávöruverðs og flutningstruflana af völdum kórónuveirufaraldursins, verði fyrirtæki þess í stað að hagræða, lækka álögur og draga úr arðsemiskröfum.“ Þæa er tekið undir nýlega áskorun Samkeppniseftirlitsins til neytenda um að vera á varðbergi og tilkynna ef vert verður við óeðlilegar verðhækkanir eða ef grunur leiki á að fyrirtæki fari á svið við samkeppnislög. Loks hvatti fundurinn stjórnvöld til að gera neytendamálum hátt undir höfði á kjörtímabilinu sem er að hefjast, enda liggi fyrir, að mati samtakanna, mörg brýn neytendamál sem varða almenn lífskjör. Meðal annars þurfi að: Stórefla neytendavernd með því að eyða óvissu um stjórnskipan neytendamála og eflingu eftirlits á sviði neytendamála. Gera neytendum auðvelt að sækja skaðabætur vegna samkeppnislagabrota. Skýra lög og heimildir fyrir almannaheillasamtök að efna til hópmálsókna. Stemma stigu við óhóflegum innheimtukostnaði, svo sem með því að setja hámark á innheimtukostnað. Allt eftirlit með innheimtustarfsemi á að vera á einni hendi, óháð sérstökum hagsmunaaðilum. Á fundinum var sjálfkjörið í stjórn samtakanna, en kosið er ár hvert um helming stjórnarmanna og sitja þeir í tvö ár.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira