Hestakona fær skertar bætur vegna ölvunar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. október 2021 14:56 Hestakonan var talin hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Vísir/Vilhelm Hestakona krafðist þess að henni yrðu greiddar fullar bætur vegna líkamstjóns sem hún hlaut eftir fall af hestbaki. Tryggingarfélagið féllst ekki á það og taldi nærri lagi að greiða henni 1/3 hluta tjónsins. Konan féll af hestbaki þegar hún var í reiðtúr með félögum sínum. Hún höfuðkúpubrotnaði við fallið, hlaut tognun á hálsi og mjóbaki auk maráverka á rófubeini. Lögreglumenn sem komu á vettvang sögðu hana hafa kastað upp og hafa verið illa áttuð eftir fallið. Tryggingarfélagið bar fyrir sig að konan hafi verið ölvuð í umrætt sinn og sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Henni eigi að hafa verið ljós hættan sem gæti hlotist af því að fara á hestbak í ölvunarástandi. Þannig hafi hún sýnt skeytingarleysi um eigið öryggi, enda ætti öllum að vera ljóst að varasamt geti verið að fara á hestbak í ölvunarástandi. Vínandi í blóði 2,38 prómill Héraðsdómari taldi að VÍS bæri að greiða konunni fullar bætur. VÍS undi ekki niðurstöðunni og fór með málið fyrir Landsrétt. Hestakonan vildi staðfestingu á hinum áfrýjaða dómi en VÍS krafðist þess að þurfa einungis að greiða 1/3 af bótunum. Landsréttur fór milliveginn í málinu og taldi hestakonuna eiga að bera helming tjóns síns sjálf. Í niðurstöðu dómsins var meðal annars vísað til ölvunar konunnar en vínandi í blóði mældist 2,38 prómill. Hins vegar væri rétt að horfa til þess að hesturinn hafi fælst enda hafi hrossið farið á harðahlaupum í burtu eftir slysið. Landsréttur taldi því að rekja mætti orsakir slyssins að hluta til utanaðkomandi áreitis, en ekki einungis til ölvunarástands hestakonunnar. Dómsmál Tryggingar Hestar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Konan féll af hestbaki þegar hún var í reiðtúr með félögum sínum. Hún höfuðkúpubrotnaði við fallið, hlaut tognun á hálsi og mjóbaki auk maráverka á rófubeini. Lögreglumenn sem komu á vettvang sögðu hana hafa kastað upp og hafa verið illa áttuð eftir fallið. Tryggingarfélagið bar fyrir sig að konan hafi verið ölvuð í umrætt sinn og sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Henni eigi að hafa verið ljós hættan sem gæti hlotist af því að fara á hestbak í ölvunarástandi. Þannig hafi hún sýnt skeytingarleysi um eigið öryggi, enda ætti öllum að vera ljóst að varasamt geti verið að fara á hestbak í ölvunarástandi. Vínandi í blóði 2,38 prómill Héraðsdómari taldi að VÍS bæri að greiða konunni fullar bætur. VÍS undi ekki niðurstöðunni og fór með málið fyrir Landsrétt. Hestakonan vildi staðfestingu á hinum áfrýjaða dómi en VÍS krafðist þess að þurfa einungis að greiða 1/3 af bótunum. Landsréttur fór milliveginn í málinu og taldi hestakonuna eiga að bera helming tjóns síns sjálf. Í niðurstöðu dómsins var meðal annars vísað til ölvunar konunnar en vínandi í blóði mældist 2,38 prómill. Hins vegar væri rétt að horfa til þess að hesturinn hafi fælst enda hafi hrossið farið á harðahlaupum í burtu eftir slysið. Landsréttur taldi því að rekja mætti orsakir slyssins að hluta til utanaðkomandi áreitis, en ekki einungis til ölvunarástands hestakonunnar.
Dómsmál Tryggingar Hestar Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira