Messi vill snúa aftur til Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 10:30 Lionel Messi gerði samning við PSG til tveggja ára, með möguleika á árs framlengingu. Getty/Catherine Steenkeste Þó að Lionel Messi hafi yfirgefið Barcelona í sumar og gengið í raðir PSG þá hefur hann mikinn áhuga á að starfa meira fyrir Barcelona í framtíðinni. Messi, sem er 34 ára gamall, hafði leikið allan sinn feril hjá Barcelona þar til að félagið varð að láta hann fara í sumar vegna fjárhagsörðugleika. Messi var í stóru viðtali við spænska blaðið Sport spurður hvort að hann myndi vilja snúa aftur til Barcelona síðar meir og svarið var einfalt: „Já. Ég hef alltaf sagt að það yrði algjör draumur að geta hjálpað félaginu með einhverjum hætti sem gæti gagnast. Bætt einhverju við félagið,“ sagði Messi. En hvernig þá? „Ég myndi gjarnan vilja verða íþróttastjóri þar á einhverjum tímapunkti,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort að það verður hjá Barcelona eða ekki, eða hvort það verður einhvers staðar annars staðar. En ef það er möguleiki á því þá vil ég snúa aftur og leggja mitt að mörkum því að þetta er félag sem ég elska og vil svo mikið að haldi áfram að ganga vel, haldi áfram að vaxa og sé eitt það besta í heimi,“ sagði Messi. Ætlar að búa í Barcelona Messi segir þó að fjölskyldan sé núna búin að koma sér vel fyrir í París og allir séu glaðir á nýjum slóðum. Hugur hans er þó áfram hjá Barcelona að einhverju leyti: „Já. Enn í dag er það þannig þegar ég horfi á leikina að ég finn sterkar tilfinningar og man eftir hlutum sem hafa gerst á Camp Nou, með fólkinu þar,“ segir Messi. En mun hann spila aftur fyrir Barcelona eftir tvö ár, þegar samningurinn við PSG rennur út? „Ég veit ekki hvort að ég sný aftur þegar samningurinn við PSG klárast. Það sem er þó nánast öruggt er að við munum snúa aftur til Barcelona og lifa okkar lífi þar. Það er það sem konan mín vill og ég sjálfur. Ég veit ekki hvort það gerist þegar samningurinn við PSG rennur út en við munum eiga heima í Barcelona síðar meir,“ sagði Messi. Spænski boltinn Tengdar fréttir Enginn tekið fleiri skot en Messi án þess að skora Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, Lionel Messi, hefur ekki beint átt draumabyrjun í treyju Paris Saint-Germain eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar. 30. október 2021 08:00 Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. 20. október 2021 14:00 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Fleiri fréttir Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Sjá meira
Messi, sem er 34 ára gamall, hafði leikið allan sinn feril hjá Barcelona þar til að félagið varð að láta hann fara í sumar vegna fjárhagsörðugleika. Messi var í stóru viðtali við spænska blaðið Sport spurður hvort að hann myndi vilja snúa aftur til Barcelona síðar meir og svarið var einfalt: „Já. Ég hef alltaf sagt að það yrði algjör draumur að geta hjálpað félaginu með einhverjum hætti sem gæti gagnast. Bætt einhverju við félagið,“ sagði Messi. En hvernig þá? „Ég myndi gjarnan vilja verða íþróttastjóri þar á einhverjum tímapunkti,“ sagði Messi. „Ég veit ekki hvort að það verður hjá Barcelona eða ekki, eða hvort það verður einhvers staðar annars staðar. En ef það er möguleiki á því þá vil ég snúa aftur og leggja mitt að mörkum því að þetta er félag sem ég elska og vil svo mikið að haldi áfram að ganga vel, haldi áfram að vaxa og sé eitt það besta í heimi,“ sagði Messi. Ætlar að búa í Barcelona Messi segir þó að fjölskyldan sé núna búin að koma sér vel fyrir í París og allir séu glaðir á nýjum slóðum. Hugur hans er þó áfram hjá Barcelona að einhverju leyti: „Já. Enn í dag er það þannig þegar ég horfi á leikina að ég finn sterkar tilfinningar og man eftir hlutum sem hafa gerst á Camp Nou, með fólkinu þar,“ segir Messi. En mun hann spila aftur fyrir Barcelona eftir tvö ár, þegar samningurinn við PSG rennur út? „Ég veit ekki hvort að ég sný aftur þegar samningurinn við PSG klárast. Það sem er þó nánast öruggt er að við munum snúa aftur til Barcelona og lifa okkar lífi þar. Það er það sem konan mín vill og ég sjálfur. Ég veit ekki hvort það gerist þegar samningurinn við PSG rennur út en við munum eiga heima í Barcelona síðar meir,“ sagði Messi.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Enginn tekið fleiri skot en Messi án þess að skora Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, Lionel Messi, hefur ekki beint átt draumabyrjun í treyju Paris Saint-Germain eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar. 30. október 2021 08:00 Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. 20. október 2021 14:00 Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Fleiri fréttir Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Sjá meira
Enginn tekið fleiri skot en Messi án þess að skora Einn besti knattspyrnumaður fyrr og síðar, Lionel Messi, hefur ekki beint átt draumabyrjun í treyju Paris Saint-Germain eftir að hann gekk í raðir félagsins í sumar. 30. október 2021 08:00
Grét á fundinum með forseta Barcelona og vill vera áfram Samuel Umtiti var án efa óvinsælasti leikmaður Barcelona í haust þegar hann vildi ekki yfirgefa félagið og neita því að hjálpa til við að koma nýjum samningi Lionel Messi undir launaþakið. 20. október 2021 14:00