Risi í HK, hinn íslenski Per Carlén og of skotglaður Framari Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 12:31 Róbert Gunnarsson var ánægður með frammistöðu Jóns Bjarna Ólafssonar gegn KA. Stöð 2 Sport Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddu í Seinni bylgjunni um nokkra leikmenn sem annars voru ekki ýkja áberandi í umræðunni eftir síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Nýr liður í Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, ber heitið „Undir radarnum“. Að þessu sinni ræddu þeir Ásgeir og Róbert meðal annars um Framarann Þorstein Gauta Hjálmarsson, HK-inginn Kristófer Ísak Bárðarson og FH-inginn Jón Bjarna Ólafsson. Þorsteinn fékk að þessu sinni á sig gagnrýni en hinir tveir umtalsvert hrós, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Undir radarnum Þorsteinn skoraði fimm mörk í 32-28 tapi Fram gegn ÍBV en tók allt of mörg skot í leiknum að mati Ásgeirs: „Heilt yfir fannst mér skotvalið hans í þessum leik mjög langt frá því að vera gott. Þetta var allt of mikið þannig að hann fékk boltann, fór upp og skaut á markið, beint yfir einhverja þristablokk. Ég er ekki hrifinn af þessu en þetta er líka þjálfarans,“ sagði Ásgeir. „Sóknarleikurinn heilt yfir hjá Fram var lélegur og óskipulagður. Mér fannst þeir ekki á nokkurn hátt keyra á einhverja veikleika hjá ÍBV heldur treystu Framarar á að Þorsteinn gerði nákvæmlega sama og þegar hann fyrir þá leikinn á móti Víkingi í síðustu umferð. Þetta voru 5 af 16 í skotnýtingu. Ég veit að hann getur betur. Hann þarf að velja færin sín betur, og þeir þurfa að koma honum í betri færi til að hæfileikar hans nýtist betur,“ bætti hann við. Ekki hægt að kenna mönnum að vera hávaxnir Kristófer Ísak heillaði Ásgeir hins vegar með frammistöðu sinni gegn Haukum: „Eins og sagt er í körfunni; „Þeir kenna ekki hæð“. Þetta er leikmaður sem er 2,07 og alveg ótrúlega spennandi. Hann spilaði vörn og sókn, skoraði flott mörk utan af velli, og var alla vega með tvær flottar stoðsendingar síðasta korterið eftir að hann kom inn á. Hann virðist hafa ótrúlega margt til brunns að bera.“ Róbert ræddi svo um kollega sinn, eða fyrrverandi kollega, línumanninn Jón Bjarna. Róbert grínaðist með að Jón Bjarni, sem skoraði fjögur mörk í sigri FH á KA, minnti á sænsku goðsögnina Per Carlén: „Hann fékk smá útreið hjá okkur síðast eftir leikinn við HK en núna sýndi hann okkur hvers hann er megnugur. Það er gríðarlega gaman að horfa á örvhentan línumann. Það gerist nú ekki oft og þeir eru yfirleitt settir þarna hægra megin. Þetta er líka erfitt fyrir vörnina því varnarmenn eru vanir að línumaðurinn snúi sér í hina áttina,“ sagði Róbert. Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Sjá meira
Nýr liður í Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, ber heitið „Undir radarnum“. Að þessu sinni ræddu þeir Ásgeir og Róbert meðal annars um Framarann Þorstein Gauta Hjálmarsson, HK-inginn Kristófer Ísak Bárðarson og FH-inginn Jón Bjarna Ólafsson. Þorsteinn fékk að þessu sinni á sig gagnrýni en hinir tveir umtalsvert hrós, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Undir radarnum Þorsteinn skoraði fimm mörk í 32-28 tapi Fram gegn ÍBV en tók allt of mörg skot í leiknum að mati Ásgeirs: „Heilt yfir fannst mér skotvalið hans í þessum leik mjög langt frá því að vera gott. Þetta var allt of mikið þannig að hann fékk boltann, fór upp og skaut á markið, beint yfir einhverja þristablokk. Ég er ekki hrifinn af þessu en þetta er líka þjálfarans,“ sagði Ásgeir. „Sóknarleikurinn heilt yfir hjá Fram var lélegur og óskipulagður. Mér fannst þeir ekki á nokkurn hátt keyra á einhverja veikleika hjá ÍBV heldur treystu Framarar á að Þorsteinn gerði nákvæmlega sama og þegar hann fyrir þá leikinn á móti Víkingi í síðustu umferð. Þetta voru 5 af 16 í skotnýtingu. Ég veit að hann getur betur. Hann þarf að velja færin sín betur, og þeir þurfa að koma honum í betri færi til að hæfileikar hans nýtist betur,“ bætti hann við. Ekki hægt að kenna mönnum að vera hávaxnir Kristófer Ísak heillaði Ásgeir hins vegar með frammistöðu sinni gegn Haukum: „Eins og sagt er í körfunni; „Þeir kenna ekki hæð“. Þetta er leikmaður sem er 2,07 og alveg ótrúlega spennandi. Hann spilaði vörn og sókn, skoraði flott mörk utan af velli, og var alla vega með tvær flottar stoðsendingar síðasta korterið eftir að hann kom inn á. Hann virðist hafa ótrúlega margt til brunns að bera.“ Róbert ræddi svo um kollega sinn, eða fyrrverandi kollega, línumanninn Jón Bjarna. Róbert grínaðist með að Jón Bjarni, sem skoraði fjögur mörk í sigri FH á KA, minnti á sænsku goðsögnina Per Carlén: „Hann fékk smá útreið hjá okkur síðast eftir leikinn við HK en núna sýndi hann okkur hvers hann er megnugur. Það er gríðarlega gaman að horfa á örvhentan línumann. Það gerist nú ekki oft og þeir eru yfirleitt settir þarna hægra megin. Þetta er líka erfitt fyrir vörnina því varnarmenn eru vanir að línumaðurinn snúi sér í hina áttina,“ sagði Róbert.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Sjá meira