Líkti heiminum við Bond bundinn við dómsdagstæki Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 13:49 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Christopher Furlong Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það. Hann sagði aðgerðarleysi ekki koma til greina og það myndi leiða til gífurlegrar reiði um heim allan. Johnson nefndi að hann hefði verið á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum og í París fyrir sex árum. Hann sagði að öll loforðin sem hefðu verið veitt hingað til myndu ekkert þýða án aðgerða nú því annars yrði reiðin óviðráðanleg. Hann sagði einnig að hægt væri að grípa til aðgerða. Tæknin til að aftengja dómsdagstækið væri til staðar. Það yrði þó aldrei gert allt í einu og tæki tíma. COP26 var sett í gær en ráðstefnan mun standa yfir næstu tvær vikur. Þar munu fulltrúar næstum tvö hundruð ríkja reyna að ná samkomulagi um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. Sjá einnig: COP26 sett í Glasgow - „Okkar síðasta og besta von“ Vonast er til þess að á COP26 verði samþykktar leiðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. Það er að takmarka hnattræna hlýnun við tvær gráður og helst eina og hálfa. Lengi hefur verið deilt um það hvaða ríki eigi að taka mestan samdrátt á sig. Snauðari ríki, sem hafa sögulega séð átt hlutfallslega lítinn þátt í að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar en gætu fengið einna verst að kenna á afleiðingunum, vilja að ríku þjóðirnar sem bera ábyrgð á meirihluta þeirrar losunar sem hefur átt sér stað taki á sig mestu kvaðirnar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í ræðu sinni að fátækari ríki heimsins þurfi meiri aðstoð frá auðugum ríkjum. Bæði hvað varðar umhverfisvernd og viðbrögð við Covid-19. Hann sagði jörðina vera að tala við fólkið og það þyrfti að hlusta á hana. Það þyrfti að grípa til aðgerða til að bjarga framtíð mannsins. 'Chose ambition, solidarity, chose to safeguard our future and save humanity', says UN Secretary General António Guterres, at the opening ceremony of #COP26.Follow live: https://t.co/XtG4l9UAZu pic.twitter.com/7cvWtk8Gzp— Sky News (@SkyNews) November 1, 2021 COP26 Umhverfismál Tengdar fréttir Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. 1. nóvember 2021 07:29 G20 stefna að kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“ Leiðtogar G20-ríkjanna, helstu iðnvelda heims, náðu í morgun saman um að skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Þessi fyrirheit eru talin munu gefa tóninn fyrir Loftslagsrástefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem var sett í Glasgow í morgun. 31. október 2021 12:38 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Nýjar losunarskuldbindingar duga ekki til að ná markmiðum Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrslu sem Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir sláandi vakningu. 26. október 2021 14:38 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Hann sagði aðgerðarleysi ekki koma til greina og það myndi leiða til gífurlegrar reiði um heim allan. Johnson nefndi að hann hefði verið á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn fyrir ellefu árum og í París fyrir sex árum. Hann sagði að öll loforðin sem hefðu verið veitt hingað til myndu ekkert þýða án aðgerða nú því annars yrði reiðin óviðráðanleg. Hann sagði einnig að hægt væri að grípa til aðgerða. Tæknin til að aftengja dómsdagstækið væri til staðar. Það yrði þó aldrei gert allt í einu og tæki tíma. COP26 var sett í gær en ráðstefnan mun standa yfir næstu tvær vikur. Þar munu fulltrúar næstum tvö hundruð ríkja reyna að ná samkomulagi um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. Sjá einnig: COP26 sett í Glasgow - „Okkar síðasta og besta von“ Vonast er til þess að á COP26 verði samþykktar leiðir til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015. Það er að takmarka hnattræna hlýnun við tvær gráður og helst eina og hálfa. Lengi hefur verið deilt um það hvaða ríki eigi að taka mestan samdrátt á sig. Snauðari ríki, sem hafa sögulega séð átt hlutfallslega lítinn þátt í að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar en gætu fengið einna verst að kenna á afleiðingunum, vilja að ríku þjóðirnar sem bera ábyrgð á meirihluta þeirrar losunar sem hefur átt sér stað taki á sig mestu kvaðirnar. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í ræðu sinni að fátækari ríki heimsins þurfi meiri aðstoð frá auðugum ríkjum. Bæði hvað varðar umhverfisvernd og viðbrögð við Covid-19. Hann sagði jörðina vera að tala við fólkið og það þyrfti að hlusta á hana. Það þyrfti að grípa til aðgerða til að bjarga framtíð mannsins. 'Chose ambition, solidarity, chose to safeguard our future and save humanity', says UN Secretary General António Guterres, at the opening ceremony of #COP26.Follow live: https://t.co/XtG4l9UAZu pic.twitter.com/7cvWtk8Gzp— Sky News (@SkyNews) November 1, 2021
COP26 Umhverfismál Tengdar fréttir Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. 1. nóvember 2021 07:29 G20 stefna að kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“ Leiðtogar G20-ríkjanna, helstu iðnvelda heims, náðu í morgun saman um að skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Þessi fyrirheit eru talin munu gefa tóninn fyrir Loftslagsrástefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem var sett í Glasgow í morgun. 31. október 2021 12:38 Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00 Nýjar losunarskuldbindingar duga ekki til að ná markmiðum Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrslu sem Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir sláandi vakningu. 26. október 2021 14:38 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. 1. nóvember 2021 07:29
G20 stefna að kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“ Leiðtogar G20-ríkjanna, helstu iðnvelda heims, náðu í morgun saman um að skuldbinda sig til að ná kolefnishlutleysi „um miðja þessa öld eða fyrr“. Þessi fyrirheit eru talin munu gefa tóninn fyrir Loftslagsrástefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, sem var sett í Glasgow í morgun. 31. október 2021 12:38
Við hverju má búast á COP26? COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda. 29. október 2021 17:00
Nýjar losunarskuldbindingar duga ekki til að ná markmiðum Nýjar og endurskoðaðar skuldbindingar nægja ekki til þess að uppfylla ákvæði Paríssamningsins um loftslagsbreytingar. Þetta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, skýrslu sem Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir sláandi vakningu. 26. október 2021 14:38